Jón Daði: Liðsheildin er svakaleg Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 22:02 Jón Daði kom aftur inn í byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld. Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. Jón Daði var vinnusamur þann tíma sem hann var inni á vellinum og var vitaskuld ánægður með sigurinn gegn sterku liði Tyrkja. „Mér fannst við vera traustir frá byrjun til enda. Við vorum að finna okkur virkilega vel saman sóknarlega og varnarlega líka. Allir voru samstilltir og við náðum að pressa þá vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru undir stöðugri pressu,“ sagði Jón Daði þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var fjarverandi í kvöld vegna leikbanns og margir töldu það erfitt skarð að fylla. Birkir Bjarnason var færður inn á miðjuna af kantinum og skilaði hlutverkinu með sóma. „Mér fannst hann frábær. Það sem Aron er góður í að gera er að koma með jafnvægi í liðið. Birkir gerði það vel og á hrós skilið ásamt öllu liðinu. Þetta sýnir hvað við erum með góðan og breiðan hóp, nú þegar okkur vantar lykilmann.“ Tyrkneska liðið komst ekkert áleiðis í sóknarleik sínum og áttu leikmenn Íslands svör við öllum þeirra aðgerðum. „Við vissum að þetta eru einstaklingslega séð mjög sterkir leikmenn, teknískir og snöggir. Við einbeittum okkur að að tapa ekki návígum einn á móti einum og að vera samstilltir og þéttir sem lið. Mér fannst það virka og þeir náðu aldrei að skapa hættu. Liðsheildin hjá okkur er svakaleg, það vinna allir fyrir hvern annan og það hefur verið uppskriftin okkar og hefur komið okkur svona langt,“ bætti Jón Daði við. Alfreð Finnbogason spilaði við hlið Jóns Daða í kvöld en oftast nær hefur Kolbeinn Sigþórsson myndað framherjapar með Selfyssingnum knáa. „Alfreð er búinn að nýta sénsana sína og skora auk þess að vinna virkilega vel fyrir liðið. Mér fannst við finna hvorn annan vel í dag og vorum að ræða það eftir leik að við værum ánægðir með okkar frammistöðu. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem við virkilega náðum því. Hann var góður í dag,“ sagði Jón Daði að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson kom aftur inn í byrjunarlið Íslands eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í leiknum gegn Finnlandi. Jón Daði var vinnusamur þann tíma sem hann var inni á vellinum og var vitaskuld ánægður með sigurinn gegn sterku liði Tyrkja. „Mér fannst við vera traustir frá byrjun til enda. Við vorum að finna okkur virkilega vel saman sóknarlega og varnarlega líka. Allir voru samstilltir og við náðum að pressa þá vel, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir voru undir stöðugri pressu,“ sagði Jón Daði þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var fjarverandi í kvöld vegna leikbanns og margir töldu það erfitt skarð að fylla. Birkir Bjarnason var færður inn á miðjuna af kantinum og skilaði hlutverkinu með sóma. „Mér fannst hann frábær. Það sem Aron er góður í að gera er að koma með jafnvægi í liðið. Birkir gerði það vel og á hrós skilið ásamt öllu liðinu. Þetta sýnir hvað við erum með góðan og breiðan hóp, nú þegar okkur vantar lykilmann.“ Tyrkneska liðið komst ekkert áleiðis í sóknarleik sínum og áttu leikmenn Íslands svör við öllum þeirra aðgerðum. „Við vissum að þetta eru einstaklingslega séð mjög sterkir leikmenn, teknískir og snöggir. Við einbeittum okkur að að tapa ekki návígum einn á móti einum og að vera samstilltir og þéttir sem lið. Mér fannst það virka og þeir náðu aldrei að skapa hættu. Liðsheildin hjá okkur er svakaleg, það vinna allir fyrir hvern annan og það hefur verið uppskriftin okkar og hefur komið okkur svona langt,“ bætti Jón Daði við. Alfreð Finnbogason spilaði við hlið Jóns Daða í kvöld en oftast nær hefur Kolbeinn Sigþórsson myndað framherjapar með Selfyssingnum knáa. „Alfreð er búinn að nýta sénsana sína og skora auk þess að vinna virkilega vel fyrir liðið. Mér fannst við finna hvorn annan vel í dag og vorum að ræða það eftir leik að við værum ánægðir með okkar frammistöðu. Þetta var fyrsti leikurinn þar sem við virkilega náðum því. Hann var góður í dag,“ sagði Jón Daði að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira