Heimir Hallgríms: Ákváðum að byrja leikinn eins og við værum í uppbótartímanum gegn Finnlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2016 22:00 Ragnar, Kári og Jón Daði í baráttunni í kvöld. Vísir/Andri Marinó Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, þurfti líklega í fyrsta skipti í langan tíma að bíða eftir að ræða við blaðamenn eftir leikinn í Laugardalnum. Fatih Terim, þjálfari Tyrkja, lét bíða eftir sér og var blaðamannafundur hans óvenjulangur en það mátti rekja til fjölda tyrkneskra blaðamanna. Íslenski landsliðsþjálfarinn var eðlilega hæstánægður með sína menn í kvöld. „Varnarleikurinn var mjög agressívur allan leikinn og við gáfum þeim í rauninni engin svæði,“ sagði Heimir. Lykilatriði hefði verið að loka á spil Tyrkja úr markspyrnum sem varð til þess að markvörðurinn þurfti að spyrna fram völlinn. „Þeir byrjuðu með mjög lávaxna leikmenn frammi og auðvelt fyrir okkur að vinna boltann líka.“Gáfu Tyrkjum ekkert Íslenska liðið byrjaði af blússandi krafti og var Heimir spurður að því hvort það hefði mögulega hjálpað hvernig liðið sigraði Finna á fimmtudag. Þar stefndi í óefni en tvö mörk undir lokin tryggðu ótrúlegan sigur. „Við ræddum svolítið um muninn á því sem við vorum að gera fyrstu 80-90 mínúturnar gegn Finnum og svo síðustu sex og uppbótartímann,“ sagði Heimir. Hann minntist á ákefðina, dugnaðinn og viljann í að vinna fyrsta og annan bolta undir lok þess leiks. „Við töluðum um að byrja á uppbótartímanum, spila eins og það væri uppbótartími. Við þurftum að gera það gegn Tyrkjunum því ef þeir fá svæði og tíma er mjög erfitt að eiga við þá. Við gáfum þeim hvorugt í dag.“ Það eina sem hefði hrætt Heimi var sú staðreynd að erfitt væri að halda út slíkri ákefð í níutíu mínútur. Margir hefðu verið orðnir örmagna í lokin. „Menn urðu þreyttir, fengu krampa en héldu samt áfram. Það sýnir karakterinn í hópnum.“Blésu til sóknar við upphafsflaut í seinni Heimir minntist á að hann hefði í raun verið svekktur á að vera bara tveimur mörkum yfir í hálfleik. Það hafi verið ónotaleg tilfinning vitandi að Tyrkirnir unnu einmitt upp tveggja marka mun gegn Úkraínu í síðasta leik. Íslenska liðið blés hins vegar óvænt til sóknar frá upphafsspyrnu síðari hálfleiks. Miðverðirnir Ragnar og Kári tóku sprettinn fram. „Við vildum ekki fara passívir inn í seinni hálfleikinn. Hvað geturðu gert til að sýna það í verki?“ sagði Heimir en Kári Árnason vann hornspyrnu strax í framhaldinu. „Kári fer upp kantinn eins og breskur kantmaður,“ sagði Heimir og brosti. Kári hefur leyst þá stöðu hjá Víkingi á árum áður en óhætt er að segja að staðan hafi aldrei verið hans uppáhalds.Hlakkar til að fara til ZagrebÍslenska liðið hefur sjö stig af níu mögulegum eftir þrjá leiki. Aldeilis stórkosleg byrjun. Liðið situr á toppi I-riðils ásamt Króötum sem hafa betri markatölu. Heimir var beðinn um að ræða aðeins hversu ánægður hann væri með byrjunina á undankeppninni. Tannlæknirinn benti á að eftir allt EM ævintýrið, hæpið í sumar, þá hefði sagan sagt að erfitt yrði að ná fullri einbeitingu á nýtt verkefni. „Þess utan er þetta í fyrsta skipti sem íslenskir leikmenn missa sumarfríið sitt og fara beint inn í undirbúningstímabil eftir EM ævintýri.“ Hann benti á að fyrir Úkraínuleikinn hefðu margir leikmenn mætt til leiks án þess að hafa verið að spila vel með félagsliðum sínum. Sem væri eðlilegt. Að frátöldum Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða hefðu aðrir verið í ströggli. „Það var mikill munur á leik leikmanna fyrir EM þar sem Íslendingar voru menn leiksins í hverjum leik, allir að skora og svo fyrir leikinn í Úkraínu.“ Þetta væri hættan ef leikmenn misstu sumarfríð sitt. Nú væri hann hins vegar bara spenntur fyrir ferðalaginu til Króatíu í nóvember. Toppslagur í I-riðli þar sem okkar menn hafa tækifæri til að hefna fyrir 2-0 tapið í Zagreb í nóvember 2013 þar sem sæti á HM var í húfi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: Fer ég ekki að slá einhver met? Kári Árnason átti afbragðs góðan leik fyrir Ísland í sigrinum á Tyrklandi í undankeppni HM í kvöld. 9. október 2016 21:41 Theodór Elmar: Fékk gæsahúð þegar ég sá boltann í netinu Theódór Elmar var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrkjum í kvöld en hann sagðist ætla að eiga orð við dómaraparið um að fá fyrsta markið skráð á hann. 9. október 2016 21:43 Ragnar: Létum þetta líta auðvelt út Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. 9. október 2016 21:44 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, þurfti líklega í fyrsta skipti í langan tíma að bíða eftir að ræða við blaðamenn eftir leikinn í Laugardalnum. Fatih Terim, þjálfari Tyrkja, lét bíða eftir sér og var blaðamannafundur hans óvenjulangur en það mátti rekja til fjölda tyrkneskra blaðamanna. Íslenski landsliðsþjálfarinn var eðlilega hæstánægður með sína menn í kvöld. „Varnarleikurinn var mjög agressívur allan leikinn og við gáfum þeim í rauninni engin svæði,“ sagði Heimir. Lykilatriði hefði verið að loka á spil Tyrkja úr markspyrnum sem varð til þess að markvörðurinn þurfti að spyrna fram völlinn. „Þeir byrjuðu með mjög lávaxna leikmenn frammi og auðvelt fyrir okkur að vinna boltann líka.“Gáfu Tyrkjum ekkert Íslenska liðið byrjaði af blússandi krafti og var Heimir spurður að því hvort það hefði mögulega hjálpað hvernig liðið sigraði Finna á fimmtudag. Þar stefndi í óefni en tvö mörk undir lokin tryggðu ótrúlegan sigur. „Við ræddum svolítið um muninn á því sem við vorum að gera fyrstu 80-90 mínúturnar gegn Finnum og svo síðustu sex og uppbótartímann,“ sagði Heimir. Hann minntist á ákefðina, dugnaðinn og viljann í að vinna fyrsta og annan bolta undir lok þess leiks. „Við töluðum um að byrja á uppbótartímanum, spila eins og það væri uppbótartími. Við þurftum að gera það gegn Tyrkjunum því ef þeir fá svæði og tíma er mjög erfitt að eiga við þá. Við gáfum þeim hvorugt í dag.“ Það eina sem hefði hrætt Heimi var sú staðreynd að erfitt væri að halda út slíkri ákefð í níutíu mínútur. Margir hefðu verið orðnir örmagna í lokin. „Menn urðu þreyttir, fengu krampa en héldu samt áfram. Það sýnir karakterinn í hópnum.“Blésu til sóknar við upphafsflaut í seinni Heimir minntist á að hann hefði í raun verið svekktur á að vera bara tveimur mörkum yfir í hálfleik. Það hafi verið ónotaleg tilfinning vitandi að Tyrkirnir unnu einmitt upp tveggja marka mun gegn Úkraínu í síðasta leik. Íslenska liðið blés hins vegar óvænt til sóknar frá upphafsspyrnu síðari hálfleiks. Miðverðirnir Ragnar og Kári tóku sprettinn fram. „Við vildum ekki fara passívir inn í seinni hálfleikinn. Hvað geturðu gert til að sýna það í verki?“ sagði Heimir en Kári Árnason vann hornspyrnu strax í framhaldinu. „Kári fer upp kantinn eins og breskur kantmaður,“ sagði Heimir og brosti. Kári hefur leyst þá stöðu hjá Víkingi á árum áður en óhætt er að segja að staðan hafi aldrei verið hans uppáhalds.Hlakkar til að fara til ZagrebÍslenska liðið hefur sjö stig af níu mögulegum eftir þrjá leiki. Aldeilis stórkosleg byrjun. Liðið situr á toppi I-riðils ásamt Króötum sem hafa betri markatölu. Heimir var beðinn um að ræða aðeins hversu ánægður hann væri með byrjunina á undankeppninni. Tannlæknirinn benti á að eftir allt EM ævintýrið, hæpið í sumar, þá hefði sagan sagt að erfitt yrði að ná fullri einbeitingu á nýtt verkefni. „Þess utan er þetta í fyrsta skipti sem íslenskir leikmenn missa sumarfríið sitt og fara beint inn í undirbúningstímabil eftir EM ævintýri.“ Hann benti á að fyrir Úkraínuleikinn hefðu margir leikmenn mætt til leiks án þess að hafa verið að spila vel með félagsliðum sínum. Sem væri eðlilegt. Að frátöldum Emil Hallfreðssyni og Jóni Daða hefðu aðrir verið í ströggli. „Það var mikill munur á leik leikmanna fyrir EM þar sem Íslendingar voru menn leiksins í hverjum leik, allir að skora og svo fyrir leikinn í Úkraínu.“ Þetta væri hættan ef leikmenn misstu sumarfríð sitt. Nú væri hann hins vegar bara spenntur fyrir ferðalaginu til Króatíu í nóvember. Toppslagur í I-riðli þar sem okkar menn hafa tækifæri til að hefna fyrir 2-0 tapið í Zagreb í nóvember 2013 þar sem sæti á HM var í húfi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: Fer ég ekki að slá einhver met? Kári Árnason átti afbragðs góðan leik fyrir Ísland í sigrinum á Tyrklandi í undankeppni HM í kvöld. 9. október 2016 21:41 Theodór Elmar: Fékk gæsahúð þegar ég sá boltann í netinu Theódór Elmar var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrkjum í kvöld en hann sagðist ætla að eiga orð við dómaraparið um að fá fyrsta markið skráð á hann. 9. október 2016 21:43 Ragnar: Létum þetta líta auðvelt út Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. 9. október 2016 21:44 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Kári: Fer ég ekki að slá einhver met? Kári Árnason átti afbragðs góðan leik fyrir Ísland í sigrinum á Tyrklandi í undankeppni HM í kvöld. 9. október 2016 21:41
Theodór Elmar: Fékk gæsahúð þegar ég sá boltann í netinu Theódór Elmar var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur Íslands gegn Tyrkjum í kvöld en hann sagðist ætla að eiga orð við dómaraparið um að fá fyrsta markið skráð á hann. 9. október 2016 21:43
Ragnar: Létum þetta líta auðvelt út Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. 9. október 2016 21:44