Gæslan kvaddi goðsögn í lifanda lífi Una Sighvatsdóttir skrifar 30. september 2016 21:00 Landhelgisgæslan var með mikinn viðbúnað í dag þegar Benóný Ásgrímssyni var komið á óvart við lendingu eftir hans síðasta þyrluflug. Benóný er 65 ára í dag og á að baki um 35 þúsund flugferðir á farsælum ferli, en tilviljun réði því að hann hóf fyrst störf hjá gæslunni. „Það var fyrir 50 árum síðan, þegar ég var sendisveinn hjá Ellingsen og þá hitti ég einn yfirmann á varðskipi og hann spurði mig hvort ég gæti komið út á sjó eftir 3 klukkutíma. Eftir það var framtíðin ráðin hjá mér," segir Benóný. Hefur bjargað fjölda mannslífa Þessi örlagadagur fyrir 50 árum reyndist líka gæfuspor fyrir íslensku þjóðina því Benóný er reynslumesti flugstjóri landsins, og þótt víðar væri leitað, í leitar- og björgunarflugi. Hann segist oft hafa verið hræddur en, hann notið starfsins alla tíð. „Sérstaklega held ég að það sé þakklætið og hvatningin við þakklætið sem verður ef manni tekst að hjálpa einhverjum, ég tala nú ekki um ef manni tekst að bjarga mannslífi. Þá er það svo mikið gefandi að það er alveg drifkrafturinn fyrir mann, þótt það hlaðist upp bólstraský annað slagið hjá manni." Kyssti björgunarþyrluna í kveðjuskyni Hann hefur þó enga tölu á því hversu mörgum mannslífum hann hefur bjargað gegnum tíðina og segir það ekki skipta neinu máli. „Enda lít ég á þetta bara sem vinnuna mína. Ég hef aldrei þurft að hafa neina tölu sérstaklega á því." Benóný skilur sáttur við en hann leyfði sér smá tilfinningasemi þegar hann steig frá borði og smellti kossi á björgunarþyrluna sem hann segir hafa reynst sér vel. Stýrimaður í tveimur þorskastríðum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það ekki orðum aukið að segja Benóný hetju og goðsögn í lifanda lífi. „Hann hefur komið við í öllum deildum landhelgisgæslunnar til sjós og lands, verið stýrimaður í tveimur þorskastríðum, verið flugstjóri á þyrlum og flugvél hér heima og víða um heim, þannig að það er full ástæða til að kveðja svona sómamenn með bravúr." Stjúpdóttirin aðstoðarflugmaður í síðustu ferðinni Og næsta kynslóð er þegar tekin við því stjúpdóttir Benónýs, Brynhildur Ásta Bjartmarz, er einnig þyrluflugmaður. Hún er búsett í Bandaríkjunum en kom stjúpföður sínum á óvart í dag og flaug með honum síðasta flugið. Brynhildur segir forréttindi að hafa fengið að fljúga með honum og læra af honum, en segist þó ekki ætla að reyna að feta í hans fótspor. „Það sem maður getur gert er að hafa hann sem fyrirmynd og gera sitt besta. Það fer enginn í hans fótspor held ég." Fréttir af flugi Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tímamót Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Landhelgisgæslan var með mikinn viðbúnað í dag þegar Benóný Ásgrímssyni var komið á óvart við lendingu eftir hans síðasta þyrluflug. Benóný er 65 ára í dag og á að baki um 35 þúsund flugferðir á farsælum ferli, en tilviljun réði því að hann hóf fyrst störf hjá gæslunni. „Það var fyrir 50 árum síðan, þegar ég var sendisveinn hjá Ellingsen og þá hitti ég einn yfirmann á varðskipi og hann spurði mig hvort ég gæti komið út á sjó eftir 3 klukkutíma. Eftir það var framtíðin ráðin hjá mér," segir Benóný. Hefur bjargað fjölda mannslífa Þessi örlagadagur fyrir 50 árum reyndist líka gæfuspor fyrir íslensku þjóðina því Benóný er reynslumesti flugstjóri landsins, og þótt víðar væri leitað, í leitar- og björgunarflugi. Hann segist oft hafa verið hræddur en, hann notið starfsins alla tíð. „Sérstaklega held ég að það sé þakklætið og hvatningin við þakklætið sem verður ef manni tekst að hjálpa einhverjum, ég tala nú ekki um ef manni tekst að bjarga mannslífi. Þá er það svo mikið gefandi að það er alveg drifkrafturinn fyrir mann, þótt það hlaðist upp bólstraský annað slagið hjá manni." Kyssti björgunarþyrluna í kveðjuskyni Hann hefur þó enga tölu á því hversu mörgum mannslífum hann hefur bjargað gegnum tíðina og segir það ekki skipta neinu máli. „Enda lít ég á þetta bara sem vinnuna mína. Ég hef aldrei þurft að hafa neina tölu sérstaklega á því." Benóný skilur sáttur við en hann leyfði sér smá tilfinningasemi þegar hann steig frá borði og smellti kossi á björgunarþyrluna sem hann segir hafa reynst sér vel. Stýrimaður í tveimur þorskastríðum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það ekki orðum aukið að segja Benóný hetju og goðsögn í lifanda lífi. „Hann hefur komið við í öllum deildum landhelgisgæslunnar til sjós og lands, verið stýrimaður í tveimur þorskastríðum, verið flugstjóri á þyrlum og flugvél hér heima og víða um heim, þannig að það er full ástæða til að kveðja svona sómamenn með bravúr." Stjúpdóttirin aðstoðarflugmaður í síðustu ferðinni Og næsta kynslóð er þegar tekin við því stjúpdóttir Benónýs, Brynhildur Ásta Bjartmarz, er einnig þyrluflugmaður. Hún er búsett í Bandaríkjunum en kom stjúpföður sínum á óvart í dag og flaug með honum síðasta flugið. Brynhildur segir forréttindi að hafa fengið að fljúga með honum og læra af honum, en segist þó ekki ætla að reyna að feta í hans fótspor. „Það sem maður getur gert er að hafa hann sem fyrirmynd og gera sitt besta. Það fer enginn í hans fótspor held ég."
Fréttir af flugi Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tímamót Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira