Varnarmúrinn skal halda í lokaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 06:00 Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Anna Kristjánsdóttir og Hallbera Gísladóttir mynda fimm manna teymið sem engu liði í 1. riðli undankeppni EM 2017 hefur enn þá tekist að skora hjá. vísir/Eyþór Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru komnar á EM. Það er klárt. Fyrra markmiði þeirra af þeim tveimur stóru er náð en hitt stendur eftir og það er að vinna 1. riðil undankeppninnar. Það tekst með því að ná stigi gegn Skotlandi á Laugardalsvellinum í kvöld en liðin mætast klukkan 17.00 í lokaumferð undankeppni EM. Leynt og ljóst eru stelpurnar samt búnar að setja sér annað markmið og það er að halda markinu hreinu út alla undankeppnina. Það hefur enginn svona vegferð með það að markmiði, en þegar aðeins tveir leikir voru eftir gegn Slóvenum og Skotum, sem Ísland vann samtals 10-0 á útivelli, var ekki annað hægt fyrir stelpurnar en að stefna á að halda núllinu átta sinnum.Skotahrokinn Númer eitt er þó að vinna leikinn og riðilinn og stelpurnar sögðust allar klárar í það þrátt fyrir að vera komnar á EM eftir 4-0 sigur á Slóvenum síðastliðinn föstudag. „Það er engin sem er að missa sig í gleðinni yfir því að vera komin á EM þó það sé þægilegt að geta sagt að við séum komnar en ekki vera alltaf að pæla í þessu,“ segir Hallbera G. Gísladóttir, bakvörðurinn magnaði í íslenska liðinu, sem skoraði eitt mark og lagði upp tvö önnur á föstudagskvöldið. Ísland vann Skotland, 4-0, í fyrri leiknum en fyrir hann voru Skotarnir með leiðindi og töluðu niður íslenska liðið. Hrokinn var mikill en hann kveikti neista í stelpunum okkar sem þær nýttu til að baka Skotana á þeirra heimavelli. Nú eru svipaðir stælar í gangi því besti leikmaður liðsins nennir ekki einu sinni að mæta í leikinn heldur er hún farin til Bandaríkjanna þar sem hún á að spila deildarleik með félagsliði sínu á sunnudaginn. Skotar bera við smávægilegum meiðslum en stelpurnar og Freyr vita betur. „Það er skrítin ákvörðun hjá þeim en bara eitthvað sem þau verða að eiga við sig. Það koma samt sterkir leikmenn inn þannig að við ætlum bara að einbeita okkur að leiknum, sama hver spilar,“ segir Hallbera sem vill sýna Skotunum í dag að íslenska liðið er svo sannarlega betra en það skoska. „Skotar tala um að þetta hafi verið slæmur dagur hjá þeim og heppni hjá okkur að vinna þær 4-0 úti í Skotlandi. Okkur langar að sýna þeim að þetta var engin tilviljun.“Núllið kitlar Hallbera er hluti af frábærri varnarlínu íslenska liðsins en ásamt henni hafa Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Kristjánsdóttir spilað flesta leikina. Fyrir aftan þær stendur svo Guðbjörg Gunnarsdóttir. Hallbera segist njóta þess að vera hluti af svona sterkri línu með jafn öflugan markvörð og raun ber vitni fyrir aftan sig en það er bara sterk liðsheild sem getur skilað svona árangri að hennar mati. „Mér finnst liðið bara vera svo samstillt, en á móti kemur að við erum stórhættulegar fram á við og því eru hin liðin að einbeita sér að okkur. Liðin eru heldur ekki að skapa mörg færi á móti okkur þannig að ég myndi segja að þetta væri bara mjög sterk liðsheild sem er að skapa þetta, ekki bara varnarlínan þó það sé gaman að vera hluti af henni. Það er liðsheildin sem á þennan flotta árangur,“ segir Hallbera sem viðurkennir fúslega að hana langar til að halda núllinu og klára undankeppnina án þess að fá á sig mark. „Það er auðvitað frábær árangur að vera búnar að spila sjö landsleiki og ekki enn þá búnar að fá á okkur mark. Auðvitað kitlar það rosalega að halda þessu því það er bara einn leikur eftir. Á móti þá getur allt gerst í þessu. Okkar markmið er að vinna leikinn en það væri mjög sætur bónus ef það myndi gerast með hreinu laki,“ segir Hallbera G. Gísladóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru komnar á EM. Það er klárt. Fyrra markmiði þeirra af þeim tveimur stóru er náð en hitt stendur eftir og það er að vinna 1. riðil undankeppninnar. Það tekst með því að ná stigi gegn Skotlandi á Laugardalsvellinum í kvöld en liðin mætast klukkan 17.00 í lokaumferð undankeppni EM. Leynt og ljóst eru stelpurnar samt búnar að setja sér annað markmið og það er að halda markinu hreinu út alla undankeppnina. Það hefur enginn svona vegferð með það að markmiði, en þegar aðeins tveir leikir voru eftir gegn Slóvenum og Skotum, sem Ísland vann samtals 10-0 á útivelli, var ekki annað hægt fyrir stelpurnar en að stefna á að halda núllinu átta sinnum.Skotahrokinn Númer eitt er þó að vinna leikinn og riðilinn og stelpurnar sögðust allar klárar í það þrátt fyrir að vera komnar á EM eftir 4-0 sigur á Slóvenum síðastliðinn föstudag. „Það er engin sem er að missa sig í gleðinni yfir því að vera komin á EM þó það sé þægilegt að geta sagt að við séum komnar en ekki vera alltaf að pæla í þessu,“ segir Hallbera G. Gísladóttir, bakvörðurinn magnaði í íslenska liðinu, sem skoraði eitt mark og lagði upp tvö önnur á föstudagskvöldið. Ísland vann Skotland, 4-0, í fyrri leiknum en fyrir hann voru Skotarnir með leiðindi og töluðu niður íslenska liðið. Hrokinn var mikill en hann kveikti neista í stelpunum okkar sem þær nýttu til að baka Skotana á þeirra heimavelli. Nú eru svipaðir stælar í gangi því besti leikmaður liðsins nennir ekki einu sinni að mæta í leikinn heldur er hún farin til Bandaríkjanna þar sem hún á að spila deildarleik með félagsliði sínu á sunnudaginn. Skotar bera við smávægilegum meiðslum en stelpurnar og Freyr vita betur. „Það er skrítin ákvörðun hjá þeim en bara eitthvað sem þau verða að eiga við sig. Það koma samt sterkir leikmenn inn þannig að við ætlum bara að einbeita okkur að leiknum, sama hver spilar,“ segir Hallbera sem vill sýna Skotunum í dag að íslenska liðið er svo sannarlega betra en það skoska. „Skotar tala um að þetta hafi verið slæmur dagur hjá þeim og heppni hjá okkur að vinna þær 4-0 úti í Skotlandi. Okkur langar að sýna þeim að þetta var engin tilviljun.“Núllið kitlar Hallbera er hluti af frábærri varnarlínu íslenska liðsins en ásamt henni hafa Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Kristjánsdóttir spilað flesta leikina. Fyrir aftan þær stendur svo Guðbjörg Gunnarsdóttir. Hallbera segist njóta þess að vera hluti af svona sterkri línu með jafn öflugan markvörð og raun ber vitni fyrir aftan sig en það er bara sterk liðsheild sem getur skilað svona árangri að hennar mati. „Mér finnst liðið bara vera svo samstillt, en á móti kemur að við erum stórhættulegar fram á við og því eru hin liðin að einbeita sér að okkur. Liðin eru heldur ekki að skapa mörg færi á móti okkur þannig að ég myndi segja að þetta væri bara mjög sterk liðsheild sem er að skapa þetta, ekki bara varnarlínan þó það sé gaman að vera hluti af henni. Það er liðsheildin sem á þennan flotta árangur,“ segir Hallbera sem viðurkennir fúslega að hana langar til að halda núllinu og klára undankeppnina án þess að fá á sig mark. „Það er auðvitað frábær árangur að vera búnar að spila sjö landsleiki og ekki enn þá búnar að fá á okkur mark. Auðvitað kitlar það rosalega að halda þessu því það er bara einn leikur eftir. Á móti þá getur allt gerst í þessu. Okkar markmið er að vinna leikinn en það væri mjög sætur bónus ef það myndi gerast með hreinu laki,“ segir Hallbera G. Gísladóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira