Aston Martin, Rolls Royce, Bentley og Lamborghini skrópa í París 20. september 2016 16:27 Gestir bílasýningarinnar í París í ár geta ekki barið fallega bíla Bentley augum að þessu sinni. Talsvert færra verður af lúxusbílaframleiðendum á bílasýningunni í París en oftast nær. Sýningin hefst um næstu mánaðarmót og forföllin eru fleiri því fjöldaframleiðendurnir Ford og Volvo verða þar ekki heldur. Bentley og Lamborghini eru bæði í eigu Volkswagen og þar á bæ er reynt að spara sem mest vegna dísilvélasvindlsins og til að eiga fyrir öllum sektunum. Auk þess segjast þeir Bentley-menn vilja leggja fremur áherslu á smærri sýningar og hjá Lamborghini er verið að endurhugsa framtíðaráformin og því ekki rétti tíminn til að sýna nýja bíla. Á síðustu bílasýningu í París árið 2014 komu 1,25 milljón gestir og þótti sýningin þá afar vel heppnuð. Ekki er víst að það verði uppá teningnum núna, en dýru lúxusbílamerkin hafa ávallt mikið aðdráttarafl. Fastlega má búast við því í ár að rafmagnsbílar steli senunni þar sem flestir bílaframleiðendur munu sýna slíka bíla þar, bæði hreinræktaða rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent
Talsvert færra verður af lúxusbílaframleiðendum á bílasýningunni í París en oftast nær. Sýningin hefst um næstu mánaðarmót og forföllin eru fleiri því fjöldaframleiðendurnir Ford og Volvo verða þar ekki heldur. Bentley og Lamborghini eru bæði í eigu Volkswagen og þar á bæ er reynt að spara sem mest vegna dísilvélasvindlsins og til að eiga fyrir öllum sektunum. Auk þess segjast þeir Bentley-menn vilja leggja fremur áherslu á smærri sýningar og hjá Lamborghini er verið að endurhugsa framtíðaráformin og því ekki rétti tíminn til að sýna nýja bíla. Á síðustu bílasýningu í París árið 2014 komu 1,25 milljón gestir og þótti sýningin þá afar vel heppnuð. Ekki er víst að það verði uppá teningnum núna, en dýru lúxusbílamerkin hafa ávallt mikið aðdráttarafl. Fastlega má búast við því í ár að rafmagnsbílar steli senunni þar sem flestir bílaframleiðendur munu sýna slíka bíla þar, bæði hreinræktaða rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent