Eyddu 242 milljörðum í ekkert Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 13:47 Talsverður munur er á verði 87 og 93 oktana bensíns í Bandaríkjunum. Þeir bíleigendur í Bandaríkjunum sem völdu sér á síðasta ári að dæla 93 oktana Premium bensíni á bíla sína í stað hefðbundins og ódýrara 87 oktana bensíns virðast hafa eytt 2,1 milljörðum dala í ekki neitt, eða 242 milljörðum króna. Sá er munurinn á kaupverði alls þess 93 Premium bensíns sem keypt var í fyrra í samanburði við 87 oktana bensín. American Automotive Association (AAA) gerði könnun á áhrifum þess að vera með 93 Premium bensín á nokkrum gerðum bíla og fundu út að það breytti nákvæmlega engu í samanburði við 87 oktana bensín. Eyðsla minnkaði ekki, né mengun þeirra og afl jókst ekki heldur. Hinsvegar ætti bíleigendur fremur að horfa til þess að bensínið sem þeir setja á bíla sína sé merkt TOP TIER, sama hver oktantalan er. Það bensín sem merkt er TOP TIER getur haft 19 sinnum minna af óæskilegum efnum sem falla út í gangverk vélanna og slíkt bensín eykur einnig á afl vélanna og minnkar eyðslu. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent
Þeir bíleigendur í Bandaríkjunum sem völdu sér á síðasta ári að dæla 93 oktana Premium bensíni á bíla sína í stað hefðbundins og ódýrara 87 oktana bensíns virðast hafa eytt 2,1 milljörðum dala í ekki neitt, eða 242 milljörðum króna. Sá er munurinn á kaupverði alls þess 93 Premium bensíns sem keypt var í fyrra í samanburði við 87 oktana bensín. American Automotive Association (AAA) gerði könnun á áhrifum þess að vera með 93 Premium bensín á nokkrum gerðum bíla og fundu út að það breytti nákvæmlega engu í samanburði við 87 oktana bensín. Eyðsla minnkaði ekki, né mengun þeirra og afl jókst ekki heldur. Hinsvegar ætti bíleigendur fremur að horfa til þess að bensínið sem þeir setja á bíla sína sé merkt TOP TIER, sama hver oktantalan er. Það bensín sem merkt er TOP TIER getur haft 19 sinnum minna af óæskilegum efnum sem falla út í gangverk vélanna og slíkt bensín eykur einnig á afl vélanna og minnkar eyðslu.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent