Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2016 07:00 „Málið sem er til skoðunar núna á sér talsverðan aðdraganda og hefur þegar mikil vinna farið fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og hóps aðildarfyrirtækja þess í samstarfi við Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Í fréttinni var greint frá því að Íslandsstofa hefði skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Breska matvörukeðjan Iceland hefði andmælt þegar vörumerkið hefði verið skráð fyrir vöruflokka sem skarast á við þá flokka sem vörumerki verslanakeðjunnar er skráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk eftir að fréttin birtist í gær á þetta við um fleiri íslenska framleiðendur en þá sem markaðssetja vörur sínar undir Inspired by Iceland. Það mun ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum að á sama tíma og matvöruverslunin nýtir sér þá jákvæðu athygli sem Ísland hefur fengið, til dæmis í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í sumar, sé fyrirtækið á sama tíma að freista þess að útiloka íslenska framleiðendur frá notkun vörumerkisins. Bergþóra segir að upprunalega hafi deilan verið vegna vörumerkjaskráningar fyrirtækisins í Bretlandi en það sem sé nú til skoðunar varði Evrópuskráningu á vörumerkinu. „Það er ekki verið að finna að því að breska matvöruverslanakeðjan Iceland Foods hafi nefnt verslanir sínar í höfuðið á ensku landheiti okkar en það sem við höfum talið óheppilegt er að Iceland Foods hefur ekki einungis skráð myndmerki sitt heldur sjálft orðmerkið Iceland,“ segir Bergþóra. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að slík skráning geti falið í sér takmörkun á rétti annarra til að nota orðið Iceland í vörumerkjum sínum. „Höfum við fyrst og fremst haft hag íslenskra fyrirtækja í huga í þeim efnum, þeirra sem eru að flytja út íslenskar afurðir eða hugvit og vilja tengja sig við uppruna sinn,“ segir Bergþóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
„Málið sem er til skoðunar núna á sér talsverðan aðdraganda og hefur þegar mikil vinna farið fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og hóps aðildarfyrirtækja þess í samstarfi við Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Í fréttinni var greint frá því að Íslandsstofa hefði skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Breska matvörukeðjan Iceland hefði andmælt þegar vörumerkið hefði verið skráð fyrir vöruflokka sem skarast á við þá flokka sem vörumerki verslanakeðjunnar er skráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk eftir að fréttin birtist í gær á þetta við um fleiri íslenska framleiðendur en þá sem markaðssetja vörur sínar undir Inspired by Iceland. Það mun ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum að á sama tíma og matvöruverslunin nýtir sér þá jákvæðu athygli sem Ísland hefur fengið, til dæmis í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í sumar, sé fyrirtækið á sama tíma að freista þess að útiloka íslenska framleiðendur frá notkun vörumerkisins. Bergþóra segir að upprunalega hafi deilan verið vegna vörumerkjaskráningar fyrirtækisins í Bretlandi en það sem sé nú til skoðunar varði Evrópuskráningu á vörumerkinu. „Það er ekki verið að finna að því að breska matvöruverslanakeðjan Iceland Foods hafi nefnt verslanir sínar í höfuðið á ensku landheiti okkar en það sem við höfum talið óheppilegt er að Iceland Foods hefur ekki einungis skráð myndmerki sitt heldur sjálft orðmerkið Iceland,“ segir Bergþóra. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að slík skráning geti falið í sér takmörkun á rétti annarra til að nota orðið Iceland í vörumerkjum sínum. „Höfum við fyrst og fremst haft hag íslenskra fyrirtækja í huga í þeim efnum, þeirra sem eru að flytja út íslenskar afurðir eða hugvit og vilja tengja sig við uppruna sinn,“ segir Bergþóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38
Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36