Efast um að flokkur Bjartrar framtíðar beri hag bænda fyrir brjósti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2016 12:08 Björt framtíð hefur verið afar gagnrýnin á nýsamþykkta búvörusamninga. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist á þingi í dag efast um að þingflokkur Bjartrar framtíðar, sem harðlega hefur gagnrýnt nýja búvörusamninga, beri í raun og veru hag bænda fyrir brjósti. Hann kallaði eftir því að flokkurinn leggi fram sínar hugmyndir. „Það er verið að stíga í ákveðna átt að kerfisbreytingum með þessum samningum. Ef háttvirtur þingmaður er að tala um enn stærri breytingar þá væri gaman að heyra þær því ég óttast að það sé ekki vegna þess að þingflokkurinn beri hag bænda fyrir brjósti,“ sagði Gunnar Bragi á þingi. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði óskað eftir svörum frá ráðherra með vísan til orða hans um að gera hefði mátt betur í samningagerðinni, en þótti svör hans þó heldur rýr. „Sauðfjárbændur til dæmis, þeir fá enn þá að vera fátækir. Það er innbyggt í það kerfi sem ráðherra er með í þessum nýju lögum áfram. Það er viðurkennt á þann hátt að þeir bændur sem ekki búa nálægt kaupstað fá meiri styrk út af því að það er sagt sem svo að enginn bóndi geti lifað af því að vera bara með lítið sauðfjárbú heldur þurfi hann að komast í aðra vinnu með,“ sagði Björt. Gunnar Bragi gaf þó lítið fyrir þessi orð. „Ég ætla að mótmæla því að háttvirtur þingmaður skuli standa hér og tala um að bændur séu fátækir. Að bændur haldi áfram að vera fátækir, það er með ólíkindum að þingmaður skuli standa hér uppi. Langflestir bændur á Íslandi búa bara mjög vel og hafa það býsna gott. Auðvitað er það eins og í öllum öðrum stéttum inn á milli aðilar sem hafa það ekkert sérstaklega gott,“ sagði hann. Aðspurður um hvað betur hefði mátt fara svaraði hann : „Það er ýmislegt í ytri aðstæðum sem gera stöðuna flóknari í dag varðandi rekstur búa. Búflutningur er erfiðari og svo framvegis. Sláturleyfishafar hafa hækkað verð til bænda. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á og læra af þeim. Þegar talaði um að það hefði verið hægt að undirbúa þetta með einhverjum hætti er það að það hefði verið hægt að reikna betur áhrif niður á einstök bú, til að sjá hvaða áhrif þessi samningur hefði á bændur sem voru búnir að kaupa sér bú fyrir ári síðan og svo framvegis,“ sagði Gunnar Bragi. „Auðvitað er það þannig að þegar þú gerir slíkan stóran samning þá eru ekki endilega allir ánægðir með hann. Það er bara eðli slíkra samninga. Það er þá okkar í þeim endurskoðunum sem fram undan eru að reyna að laga það sem hægt er að laga.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00 Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist á þingi í dag efast um að þingflokkur Bjartrar framtíðar, sem harðlega hefur gagnrýnt nýja búvörusamninga, beri í raun og veru hag bænda fyrir brjósti. Hann kallaði eftir því að flokkurinn leggi fram sínar hugmyndir. „Það er verið að stíga í ákveðna átt að kerfisbreytingum með þessum samningum. Ef háttvirtur þingmaður er að tala um enn stærri breytingar þá væri gaman að heyra þær því ég óttast að það sé ekki vegna þess að þingflokkurinn beri hag bænda fyrir brjósti,“ sagði Gunnar Bragi á þingi. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði óskað eftir svörum frá ráðherra með vísan til orða hans um að gera hefði mátt betur í samningagerðinni, en þótti svör hans þó heldur rýr. „Sauðfjárbændur til dæmis, þeir fá enn þá að vera fátækir. Það er innbyggt í það kerfi sem ráðherra er með í þessum nýju lögum áfram. Það er viðurkennt á þann hátt að þeir bændur sem ekki búa nálægt kaupstað fá meiri styrk út af því að það er sagt sem svo að enginn bóndi geti lifað af því að vera bara með lítið sauðfjárbú heldur þurfi hann að komast í aðra vinnu með,“ sagði Björt. Gunnar Bragi gaf þó lítið fyrir þessi orð. „Ég ætla að mótmæla því að háttvirtur þingmaður skuli standa hér og tala um að bændur séu fátækir. Að bændur haldi áfram að vera fátækir, það er með ólíkindum að þingmaður skuli standa hér uppi. Langflestir bændur á Íslandi búa bara mjög vel og hafa það býsna gott. Auðvitað er það eins og í öllum öðrum stéttum inn á milli aðilar sem hafa það ekkert sérstaklega gott,“ sagði hann. Aðspurður um hvað betur hefði mátt fara svaraði hann : „Það er ýmislegt í ytri aðstæðum sem gera stöðuna flóknari í dag varðandi rekstur búa. Búflutningur er erfiðari og svo framvegis. Sláturleyfishafar hafa hækkað verð til bænda. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á og læra af þeim. Þegar talaði um að það hefði verið hægt að undirbúa þetta með einhverjum hætti er það að það hefði verið hægt að reikna betur áhrif niður á einstök bú, til að sjá hvaða áhrif þessi samningur hefði á bændur sem voru búnir að kaupa sér bú fyrir ári síðan og svo framvegis,“ sagði Gunnar Bragi. „Auðvitað er það þannig að þegar þú gerir slíkan stóran samning þá eru ekki endilega allir ánægðir með hann. Það er bara eðli slíkra samninga. Það er þá okkar í þeim endurskoðunum sem fram undan eru að reyna að laga það sem hægt er að laga.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00 Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00 Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Yfir 100 milljarða búvörusamningar Nýir búvörusamningar taka gildi um áramótin í kjölfar samþykktar Alþingis á breytingum á ákvæðum búvörulaga. Meðal nýjunga í samningunum er að leggja af kvótakerfi í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Vinna við endurskoðun sa 17. september 2016 07:00
Hefði þurft að undirbúa búvörusamninga betur Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson rétta manninn til að leiða Framsóknarflokkinn áfram inn í kosningar og vera forsætisráðherraefni flokksins. Hann segir Framsóknarflokkinn stan 16. september 2016 07:00
Stjórnarandstaðan hefði getað fellt búvörusamninginn á þingi Búvörulög hefðu fallið á þingi ef þeir þingmenn sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna hefðu greitt atkvæði á móti. Atkvæði stjórnarandstöðunnar komu þingmanni Bjartrar framtíðar, sem sagði nei, mjög á óvart. 15. september 2016 06:30