Golf

Ólafía Þórunn fór ágætlega af stað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari þegar hún hóf keppni á móti á Spáni sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Ólafía Þórunn ræsti af tíunda teig og var á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar sínar. Hún fékk svo eina fuglinn sinn á 5. holu en fékk skolla á 7. holu.

Hún var í 51. sæti ásamt stórum hópi af öðrum kylfingum þegar hún kom í hús en þá áttu margir kylfingar eftir að koma í hús.

Ólafía Þórunn er rétt við niðurskurðarlínuna en keppendum verður fækkað eftir annan keppnisdag, á morgun.

Besti árangur hennar á móti á Evrópumótaröðinni í ár er ellefta sæti á Tipsport Golf Masters mótinu sem fór fram í Tékklandi í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×