Caterham 7 Sprint seldist upp á viku Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2016 13:28 Caterham 7 Sprint. Breski bílasmiðurinn Caterham setti í sölu ein 60 eintök af þessum Caterham 7 Sprint bíl, en hann er sannarlega afturhvarf til fortíðar og lítur út eins og sportbíll frá sjötta áratug síðustu aldar. Bíllinn seldist upp á einni viku og settu kaupendur ekki fyrir sig að bíllinn kostar 4,2 milljónir í Bretlandi þrátt fyrir að vera afar smár og með aðeins 80 hestafla vél frá Suzuki. Bíllinn kemur að auki á örmjóum dekkjum svo það ætti að vera auðvelt að láta hann drifta dálítið í beygjum. Caterham 7 Sprint er reyndar ári líkur Lotus 7 bílnum sem framleiddur var á árunum 1957 til 1972 og greinilegt bæði með útlitinu og stafnum 7 að Lotusinn sé fyrirmyndin. Caterham 7 Sprint er bæði afar fallegur að innan en mjög gamladags í leiðinni. Hann er með stýri úr viði, mælarnir eru gamaldags og einfaldleikinn allsráðandi. Sætin eru hinsvegar úr gullfallegu rauðu leðri með stafi Caterham þrykkta í leðrið. Caterham smíðar aðeins um 500 bíla á ári svo með sölu þessara 60 bíla var seld 12% ársframleiðslu fyrirtækisins á einni viku.Gullfalleg leðursæti eru í bílnum. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Breski bílasmiðurinn Caterham setti í sölu ein 60 eintök af þessum Caterham 7 Sprint bíl, en hann er sannarlega afturhvarf til fortíðar og lítur út eins og sportbíll frá sjötta áratug síðustu aldar. Bíllinn seldist upp á einni viku og settu kaupendur ekki fyrir sig að bíllinn kostar 4,2 milljónir í Bretlandi þrátt fyrir að vera afar smár og með aðeins 80 hestafla vél frá Suzuki. Bíllinn kemur að auki á örmjóum dekkjum svo það ætti að vera auðvelt að láta hann drifta dálítið í beygjum. Caterham 7 Sprint er reyndar ári líkur Lotus 7 bílnum sem framleiddur var á árunum 1957 til 1972 og greinilegt bæði með útlitinu og stafnum 7 að Lotusinn sé fyrirmyndin. Caterham 7 Sprint er bæði afar fallegur að innan en mjög gamladags í leiðinni. Hann er með stýri úr viði, mælarnir eru gamaldags og einfaldleikinn allsráðandi. Sætin eru hinsvegar úr gullfallegu rauðu leðri með stafi Caterham þrykkta í leðrið. Caterham smíðar aðeins um 500 bíla á ári svo með sölu þessara 60 bíla var seld 12% ársframleiðslu fyrirtækisins á einni viku.Gullfalleg leðursæti eru í bílnum.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira