Mútu-ummælum Ólsarans vísað til aganefndar Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2016 15:45 Pontus Nordenberg, sænskur bakvörður Víkings úr Ólafsvík, gæti verið á leið í leikbann fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik liðsins gegn Fylki í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Pontus var verulega ósáttur með störf Péturs Guðmundssonar, dómara, sem gaf Fylki tvær vafasamar vítaspyrnur í leiknum en sleppti tveimur augljósum sem Ólsarar áttu að fá. Pepsi-mörkin tóku frammistöðu Péturs fyrir í þættinum eftir umferðina og má sjá atvikin og umræðuna í kringum þau hér.Pepsi Max-vélin var á staðnum í Árbænum á umræddum leik en þar myndaði Arnar Halldórsson, myndatökumaður Stöðvar 2, leikinn frá öðrum sjónarhornum. Eftir leikinn sá hann Pontus ganga af velli og beindi myndavélinni að honum. „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum. Guð minn góður. Þú hlýtur að sjá þetta,“ sagði Svíinn sársvekktur og benti á Fylkismennina sem voru að fagna 2-1 sigri í mikilvægum leik í fallbaráttunni. Þessum ummælum Pontusar hefur nú verið vísað til aganefndar en það staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Fótbolti.net sem greinir frá. Svíinn gæti verið úrskurðaður í leikbann og/eða fengið sekt fyrir ummælin. Pepsi Max-vélina má sjá í spilaranum hér að ofan en atvikið með Pontus Nordenberg kemur eftir fimm mínútur og fimm sekúndur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður Ólsara eftir tapið gegn Fylki: „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum“ Erlendur leikmaður nýliðanna úr Ólafsvík var mjög ósáttur við dómarann eftir tapleik í Árbænum. 16. september 2016 08:30 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Pontus Nordenberg, sænskur bakvörður Víkings úr Ólafsvík, gæti verið á leið í leikbann fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik liðsins gegn Fylki í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Pontus var verulega ósáttur með störf Péturs Guðmundssonar, dómara, sem gaf Fylki tvær vafasamar vítaspyrnur í leiknum en sleppti tveimur augljósum sem Ólsarar áttu að fá. Pepsi-mörkin tóku frammistöðu Péturs fyrir í þættinum eftir umferðina og má sjá atvikin og umræðuna í kringum þau hér.Pepsi Max-vélin var á staðnum í Árbænum á umræddum leik en þar myndaði Arnar Halldórsson, myndatökumaður Stöðvar 2, leikinn frá öðrum sjónarhornum. Eftir leikinn sá hann Pontus ganga af velli og beindi myndavélinni að honum. „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum. Guð minn góður. Þú hlýtur að sjá þetta,“ sagði Svíinn sársvekktur og benti á Fylkismennina sem voru að fagna 2-1 sigri í mikilvægum leik í fallbaráttunni. Þessum ummælum Pontusar hefur nú verið vísað til aganefndar en það staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Fótbolti.net sem greinir frá. Svíinn gæti verið úrskurðaður í leikbann og/eða fengið sekt fyrir ummælin. Pepsi Max-vélina má sjá í spilaranum hér að ofan en atvikið með Pontus Nordenberg kemur eftir fimm mínútur og fimm sekúndur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður Ólsara eftir tapið gegn Fylki: „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum“ Erlendur leikmaður nýliðanna úr Ólafsvík var mjög ósáttur við dómarann eftir tapleik í Árbænum. 16. september 2016 08:30 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Leikmaður Ólsara eftir tapið gegn Fylki: „Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum“ Erlendur leikmaður nýliðanna úr Ólafsvík var mjög ósáttur við dómarann eftir tapleik í Árbænum. 16. september 2016 08:30