Sunna fór beint í steik eftir að standa á vigtinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2016 11:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir er endurnærð, bóktaflega, og klár í slaginn. vísir/allan suarez Sunna Rannveig Davíðsdóttir þreytir frumraun sína sem atvinnumaður í MMA í kvöld þegar hún mætir Ashley „Doll Face“ Greenway á Invicta 19-bardagakvöldinu í Kansas. Sunna varð Evrópumeistari áhugamanna á síðasta ári, en framtíðin er björt hjá henni að mati Conor McGregor, skærustu stjörnu bardagaheimsins, sem telur að hún verði heimsmeistari í framtíðinni. Niðurskurður Sunnu fyrir fyrsta bardagann var heilbrigður og góður að hennar sögn, en hún ræðir fyrsta bardaga sinn sem atvinnumaður í viðtali við Fréttablaðið sem má lesa hér.Sjá einnig:Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sunna steig á vigtina í gærkvöldi og var rétt rúm 52 kúló og náði því vigt fyrir bardagann en hún þurfti að missa ellefu kíló á sex vikum. Það er eitthvað annað en kollegi hennar, Cris Cyborg, sem þurfti að missa ellefu kíló á fjórum dögum eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Eftir vigtunina var komið að því að ná upp fyrri styrk og fór þessi bardagakona framtíðarinnar út að borða með sínum fylgdarsveinum; Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis, og Árna „úr járni“ Ísakssyni sem er þjálfarinn hennar. Mjölnisteymið fór á hinn vinsæla stað Cheesecake Factory þar sem allir skelltu í sig vænni steik en Sunna borðaði nautakjöt í sólinni í Kansas eins og Jón Viðar greinir frá á Instagram-síðu sinni. Vigtunin búin! Nú er bara að safna orku og láta sér líða vel og það gerum við með því að borða nautakjöt í sólinni! #mjolnirmma #invictafc #sunnatsunami @sunnatsunami A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Sep 22, 2016 at 12:48pm PDT Allt að gerast! Myndataka, viðtöl og áritanir. Sunna í góðum fíling og ætlar í stríð á föstudaginn! Hef ALDREI sèð hana eins tilbúna! #mjolnirmma #invictafc @sunnatsunami @invictafc A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Sep 21, 2016 at 11:02am PDT MMA Tengdar fréttir Hungruð að komast inn í búrið Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun brjóta blað í sögunni í nótt er hún berst í Kansas City. Hún verður þá fyrsta íslenska atvinnubardagakonan í MMA. Hún getur ekki beðið eftir bardaganum. 23. september 2016 06:00 Sunna náði vigt og segist vera tilbúin "Mér líður vel og er tilbúin,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem keppir sinn fyrsta atvinnumannabardaga á morgun. 22. september 2016 17:45 Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00 Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir þreytir frumraun sína sem atvinnumaður í MMA í kvöld þegar hún mætir Ashley „Doll Face“ Greenway á Invicta 19-bardagakvöldinu í Kansas. Sunna varð Evrópumeistari áhugamanna á síðasta ári, en framtíðin er björt hjá henni að mati Conor McGregor, skærustu stjörnu bardagaheimsins, sem telur að hún verði heimsmeistari í framtíðinni. Niðurskurður Sunnu fyrir fyrsta bardagann var heilbrigður og góður að hennar sögn, en hún ræðir fyrsta bardaga sinn sem atvinnumaður í viðtali við Fréttablaðið sem má lesa hér.Sjá einnig:Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sunna steig á vigtina í gærkvöldi og var rétt rúm 52 kúló og náði því vigt fyrir bardagann en hún þurfti að missa ellefu kíló á sex vikum. Það er eitthvað annað en kollegi hennar, Cris Cyborg, sem þurfti að missa ellefu kíló á fjórum dögum eins og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Eftir vigtunina var komið að því að ná upp fyrri styrk og fór þessi bardagakona framtíðarinnar út að borða með sínum fylgdarsveinum; Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis, og Árna „úr járni“ Ísakssyni sem er þjálfarinn hennar. Mjölnisteymið fór á hinn vinsæla stað Cheesecake Factory þar sem allir skelltu í sig vænni steik en Sunna borðaði nautakjöt í sólinni í Kansas eins og Jón Viðar greinir frá á Instagram-síðu sinni. Vigtunin búin! Nú er bara að safna orku og láta sér líða vel og það gerum við með því að borða nautakjöt í sólinni! #mjolnirmma #invictafc #sunnatsunami @sunnatsunami A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Sep 22, 2016 at 12:48pm PDT Allt að gerast! Myndataka, viðtöl og áritanir. Sunna í góðum fíling og ætlar í stríð á föstudaginn! Hef ALDREI sèð hana eins tilbúna! #mjolnirmma #invictafc @sunnatsunami @invictafc A photo posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Sep 21, 2016 at 11:02am PDT
MMA Tengdar fréttir Hungruð að komast inn í búrið Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun brjóta blað í sögunni í nótt er hún berst í Kansas City. Hún verður þá fyrsta íslenska atvinnubardagakonan í MMA. Hún getur ekki beðið eftir bardaganum. 23. september 2016 06:00 Sunna náði vigt og segist vera tilbúin "Mér líður vel og er tilbúin,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem keppir sinn fyrsta atvinnumannabardaga á morgun. 22. september 2016 17:45 Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00 Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Hungruð að komast inn í búrið Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun brjóta blað í sögunni í nótt er hún berst í Kansas City. Hún verður þá fyrsta íslenska atvinnubardagakonan í MMA. Hún getur ekki beðið eftir bardaganum. 23. september 2016 06:00
Sunna náði vigt og segist vera tilbúin "Mér líður vel og er tilbúin,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem keppir sinn fyrsta atvinnumannabardaga á morgun. 22. september 2016 17:45
Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00
Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30