New York löggan fær 250 Smart ForTwo Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2016 09:13 Litlir og sætir löggubílar í New York. Lögreglan í New York hefur ákveðið að taka í sína þjónustu 250 nýja Smart ForTwo bíla. Þessir bílar eru einir þeir allra minnstu sem framleiddir eru, en fyrir vikið eru þeir einkar meðfærilegir í þéttri umferðinni í “stóra eplinu”. Beygjuradíus Smart ForTwo er innan við 7 metra. Þessir bílar koma til með að leysa af hólmi þriggja hjóla mótorhjól sem lögreglan hefur haft til umráða í nokkurn tíma en þykja ekki ýkja þægileg vinnutæki. Víst má telja að betur fari um lögreglumenn í bílum með loftkælingu en á þessum mótorhjólum. Smart ForTwo bílarnir eru langt frá því að vera ógnvekjandi í baksýnisspeglum íbúa New York og fagnar lögreglan því að fá svo huggulega ásjónu. Smart hefur þegar afhent 100 svona bíla og brátt munu þeir verða 250 talsins. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Lögreglan í New York hefur ákveðið að taka í sína þjónustu 250 nýja Smart ForTwo bíla. Þessir bílar eru einir þeir allra minnstu sem framleiddir eru, en fyrir vikið eru þeir einkar meðfærilegir í þéttri umferðinni í “stóra eplinu”. Beygjuradíus Smart ForTwo er innan við 7 metra. Þessir bílar koma til með að leysa af hólmi þriggja hjóla mótorhjól sem lögreglan hefur haft til umráða í nokkurn tíma en þykja ekki ýkja þægileg vinnutæki. Víst má telja að betur fari um lögreglumenn í bílum með loftkælingu en á þessum mótorhjólum. Smart ForTwo bílarnir eru langt frá því að vera ógnvekjandi í baksýnisspeglum íbúa New York og fagnar lögreglan því að fá svo huggulega ásjónu. Smart hefur þegar afhent 100 svona bíla og brátt munu þeir verða 250 talsins.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent