Fjöldi kjósenda jókst um 500 prósent á milli prófkjöra VG í Norðvesturkjördæmi Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2016 12:28 Lilja Rafney Magnúsdóttir á Alþingi. Vísir/Vilhelm Gífurleg aukning var á greiddum atkvæðum í prófkjöri Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í ár. Á kjörskrá voru 1.102, 859 atkvæði voru greidd en af þeim voru 787 gild. Árið 2013 hélt flokkurinn prófkjör í þessu kjördæmi fyrir kosningarnar en þá voru 439 á kjörskrá, 139 greiddu atkvæði í prófkjörinu og 83 af þeim atkvæðum gild. Um er að ræða sexföldun í fjölgun kjósenda í prófkjöri VG í kjördæminu sem svarar til 517 prósenta aukningar. Þetta þýðir að fjöldi félaga á kjörskrá VG í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaðist frá prófkjörinu árið 2013 til prófkjörsins í ár og sexfalt fleiri greiddu atkvæði í prófkjörinu í þetta skiptið en árið 2013. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, hafði sigur í prófkjörinu í ár og mun því leiða listann í komandi kosningum. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður VG í Skagafirði, hafnaði í öðru sæti en hann hafði sóst eftir fyrsta sætinu. Lilja Rafney hlaut 328 atkvæði í fyrsta sætið en Bjarni Jónsson hlaut 307. 72 kjörseðlar voru auðir eða ógildir. Forvalið fór fram 12. - 20. september en atkvæði voru talin í Búðardal í gær. Forvalið átti að fara fram dagana 31. ágúst til 5. september en var frestað eftir að það hófst á þeim forsendum að mistök hefðu átt sér stað við útgáfu og útsendingu kjörgagna.Mikil fjölgun fyrir forvalið Skömmu áður en forvalið átti að hefjast 31. ágúst bárust fregnir af mikilli fjölgun félagsmanna í VG í Norðvesturkjördæmi sem kjörsóknartölur sýndu að lokum. Var það rakið til þess að margir hafi skráð sig í flokkinn til að styðja við Bjarna Jónsson, sem er sonur Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og var sögð mikil keppni í smölun á milli Bjarna og Lilju Rafneyjar. Lilja Rafney er frá Suðureyri við Súgandafjörð á Vestfjörðum en Skessuhornið, fréttaveita Vesturlands sem er með aðsetur á Akranesi, sagðist hafa heimildir fyrir því að Vestfjarðafélag Vinstri grænna hefði stækkað svo mikið fyrir prófkjörið að það væri orðið annað stærsta félag flokksins á landsvísu á eftir félaginu í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík er svo ekki, félögin á höfuðborgarsvæðinu eru enn umtalsvert stærri en félag Vinstri grænna á Vestfjörðum. Ekki fengust hins vegar nákvæmar tölur um fjölda félagsmanna.Beðist afsökunar og ásökun um stuðning í formi fréttar Talsvert gekk á í prófkjörsslagnum, Lilja Rafney baðst til dæmis afsökunar á því að hafa beðið starfsmann Alþingi að senda fyrir sig póst vegna forvals Vinstri grænna. Þá sakaði Rúnar Gíslason, sem sóttist eftir 1. - 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í því sjötta, Rúnar Friðriksson, ritstjóra héraðsfréttamiðilsins Feykis í Skagafirði, um að skrifa að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Bjarna Jónsson í formi fréttar. Fréttin sem um ræðir er undir fyrirsögninni „Bjarni og Lilja berjast um 1. sæti í VG“. Þar voru þau Bjarni og Lilja sögð hafa hvað harðast kynnt sig í prófkjörinu . Tekin eru dæmi um hringingar og póstsendingar til félagsmanna VG í Norðvesturkjördæmi og starfsfólk Alþingis sagt hafa komið þar nálægt og vitnað í fréttir af afsökunarbeiðni Lilju. Í fréttinni er síðan rætt um dugnað Bjarna við að senda inn greinar og ferðast um kjördæmið. Er rætt við Bjarna þar sem hann segist reiðubúinn til að takast á við og berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunum kjördæmisins en ekki var rætt við Lilju.Niðurstaða á fimmtudag Kjörstjórn Vg mun leggja fram tillögu að heildarlista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag. Niðurstöður forvalsins voru eftirfarandi: 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir 2. Bjarni Jónsson 3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir 4. Lárus Ástmar Hannesson 5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir 6. Rúnar Gíslason X16 Norðvestur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Gífurleg aukning var á greiddum atkvæðum í prófkjöri Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í ár. Á kjörskrá voru 1.102, 859 atkvæði voru greidd en af þeim voru 787 gild. Árið 2013 hélt flokkurinn prófkjör í þessu kjördæmi fyrir kosningarnar en þá voru 439 á kjörskrá, 139 greiddu atkvæði í prófkjörinu og 83 af þeim atkvæðum gild. Um er að ræða sexföldun í fjölgun kjósenda í prófkjöri VG í kjördæminu sem svarar til 517 prósenta aukningar. Þetta þýðir að fjöldi félaga á kjörskrá VG í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaðist frá prófkjörinu árið 2013 til prófkjörsins í ár og sexfalt fleiri greiddu atkvæði í prófkjörinu í þetta skiptið en árið 2013. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, hafði sigur í prófkjörinu í ár og mun því leiða listann í komandi kosningum. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður VG í Skagafirði, hafnaði í öðru sæti en hann hafði sóst eftir fyrsta sætinu. Lilja Rafney hlaut 328 atkvæði í fyrsta sætið en Bjarni Jónsson hlaut 307. 72 kjörseðlar voru auðir eða ógildir. Forvalið fór fram 12. - 20. september en atkvæði voru talin í Búðardal í gær. Forvalið átti að fara fram dagana 31. ágúst til 5. september en var frestað eftir að það hófst á þeim forsendum að mistök hefðu átt sér stað við útgáfu og útsendingu kjörgagna.Mikil fjölgun fyrir forvalið Skömmu áður en forvalið átti að hefjast 31. ágúst bárust fregnir af mikilli fjölgun félagsmanna í VG í Norðvesturkjördæmi sem kjörsóknartölur sýndu að lokum. Var það rakið til þess að margir hafi skráð sig í flokkinn til að styðja við Bjarna Jónsson, sem er sonur Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og var sögð mikil keppni í smölun á milli Bjarna og Lilju Rafneyjar. Lilja Rafney er frá Suðureyri við Súgandafjörð á Vestfjörðum en Skessuhornið, fréttaveita Vesturlands sem er með aðsetur á Akranesi, sagðist hafa heimildir fyrir því að Vestfjarðafélag Vinstri grænna hefði stækkað svo mikið fyrir prófkjörið að það væri orðið annað stærsta félag flokksins á landsvísu á eftir félaginu í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík er svo ekki, félögin á höfuðborgarsvæðinu eru enn umtalsvert stærri en félag Vinstri grænna á Vestfjörðum. Ekki fengust hins vegar nákvæmar tölur um fjölda félagsmanna.Beðist afsökunar og ásökun um stuðning í formi fréttar Talsvert gekk á í prófkjörsslagnum, Lilja Rafney baðst til dæmis afsökunar á því að hafa beðið starfsmann Alþingi að senda fyrir sig póst vegna forvals Vinstri grænna. Þá sakaði Rúnar Gíslason, sem sóttist eftir 1. - 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í því sjötta, Rúnar Friðriksson, ritstjóra héraðsfréttamiðilsins Feykis í Skagafirði, um að skrifa að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Bjarna Jónsson í formi fréttar. Fréttin sem um ræðir er undir fyrirsögninni „Bjarni og Lilja berjast um 1. sæti í VG“. Þar voru þau Bjarni og Lilja sögð hafa hvað harðast kynnt sig í prófkjörinu . Tekin eru dæmi um hringingar og póstsendingar til félagsmanna VG í Norðvesturkjördæmi og starfsfólk Alþingis sagt hafa komið þar nálægt og vitnað í fréttir af afsökunarbeiðni Lilju. Í fréttinni er síðan rætt um dugnað Bjarna við að senda inn greinar og ferðast um kjördæmið. Er rætt við Bjarna þar sem hann segist reiðubúinn til að takast á við og berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunum kjördæmisins en ekki var rætt við Lilju.Niðurstaða á fimmtudag Kjörstjórn Vg mun leggja fram tillögu að heildarlista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag. Niðurstöður forvalsins voru eftirfarandi: 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir 2. Bjarni Jónsson 3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir 4. Lárus Ástmar Hannesson 5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir 6. Rúnar Gíslason
X16 Norðvestur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira