Velvildin í vaskinn Ívar Halldórsson skrifar 26. september 2016 13:16 Ég fór í gossjálfssalan og fjárfesti í ískaldri Pepsi Max flösku. Kvikmyndin var að hefjast og ég náði að koma mér fyrir miðsvæðis í salnum fyrir framan hvíta bíótjaldið. Allt var eins og það átti að vera...en þá varð mér ljóst að gosið sem ég keypti var algjörlega goslaust. Flaskan kostaði 340 krónur, sem er mikill peningur fyrir takmarkað magn af köldum vökvanum, en ég ákvað að gera ekkert veður út af þessu. Ég var búinn að drekka rúmlega helminginn af flöskunni þegar hlé var gert á kvikmyndasýningunni og ekki laust við að ég væri svolítið ósáttur við goskaupin. Ég ákvað að kíkja fram með flöskuna og athuga hvort ég gæti höfðað til góðvildar þeirra sem voru að afgreiða svanga bíógesti í hálfleik. Ég var enn staðráðinn í að gera ekkert mál út af þessu, enda búinn að drekka mikið af innihaldinu. Ung afgreiðslustúlka brosir til mín og spyr mig hvort hún geti aðstoðað. Ég fer til hennar og segi henni frá goslausu flöskunni sem ég hafði fengið úr sjálfsalanum þeirra. Ég sagði að ég hafði reynt að gera mér drykkinn að góðu en hefði komist að því að ég vildi ekki klára drykkinn. Ég spurði hana hvort hún gæti gefið mér lítið gosglas í sárabætur. Hún hellti gosi í 0,4 lítra gosglas og fékk mér það. Ég var sáttur upp fyrir haus, þakkaði fyrir mig, tók sopa af betra gosi og taldi að þar með væri allt í góðu. En svo var víst ekki... Því næst bað hún mig að borga fyrir gosglasið. Það var augljóst að hún hafði eitthvað misskilið um hvað þetta allt snerist og sagðist ég ekki vera sáttur við að borga fyrir drykk sem mér skildist að hún hefði látið mig fá til að bæta mér upp kaup á gallaðri vöru. Hún bað mig að bíða meðan hún færi og fyndi yfirmann til að ráðfæra sig við. Hún gekk um allt í leita að yfirmanni en virtist ekki finna hann. Eftir talsverða bið fór ég að hafa áhyggjur af því að myndin yrði byrjuð áður en samningum yrði náð. Hún fann þó loks aðra stúlku sem hún ræddi við á meðan við og fleiri bíógestir biðu með bakið í samræðurnar. Þá gerðist hið óvænta... Hún gekk rösklega til baka og stóð loks aftur andspænis mér við afgreiðsluborðið. Án þess að segja neitt tók hún litla gosglasið (sem ég var búinn að drekka einn eða tvo sopa af), tók lokið af glasinu og hellti helmingi innihaldsins í vaskinn sem var á milli okkar. Hún rétti mér 0,2 lítrana sem eftir voru í litla gosglasinu aftur...orðlaust. Ég tók sopa en fannst mér vera svo skítugur eitthvað að ég skildi gosglasið eftir á afgreiðsluborðinu og gekk afvopnaður aftur inn í bíósalinn. Blákalt „Nei!“, hefði verið betra. Kjaftshögg hefði verið betra. Orðlaus... Niðurstaða þeirra sem stýrðu þjónustunni þar á bæ var þá sú að betra væri að henda fullkomlega góðum gosdrykk í vaskinn – en að heiðarlegur bíógestur sem lenti á slæmu eintaki af dýrum gosdrykk fengi að drekka hann. Mér leið reyndar um stund eins og að ég væri undir sterkum grun um einhvers konar svik - að ég væri að reyna að hafa vörur af fyrirtækinu með óheiðarlegum hætti... ...í 0,4 lítra skömmtum. Það er víst ekki á hverjum degi sem girt er niður mann með gosglasi. Gæti verið að skattaglöð ríkisstjórnin hafi verið nýbúin að taka við rekstri kvikmyndahússins og þetta hafi einfaldlega verið hlutfall verðmætanna sem átti að fara í vaskinn? ... eða fara í eitthvað annað, bara eitthvað allt annað en í það að þjónusta þann sem upphaflega borgaði fyrir þjónustuna og vöruna í góðri trú, með peningum sínum? Ég hugsaði þarna á einhverjum tímapunkti um að halda ræðuna um öll hungruðu börnin í heiminum... ...en sleppti því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég fór í gossjálfssalan og fjárfesti í ískaldri Pepsi Max flösku. Kvikmyndin var að hefjast og ég náði að koma mér fyrir miðsvæðis í salnum fyrir framan hvíta bíótjaldið. Allt var eins og það átti að vera...en þá varð mér ljóst að gosið sem ég keypti var algjörlega goslaust. Flaskan kostaði 340 krónur, sem er mikill peningur fyrir takmarkað magn af köldum vökvanum, en ég ákvað að gera ekkert veður út af þessu. Ég var búinn að drekka rúmlega helminginn af flöskunni þegar hlé var gert á kvikmyndasýningunni og ekki laust við að ég væri svolítið ósáttur við goskaupin. Ég ákvað að kíkja fram með flöskuna og athuga hvort ég gæti höfðað til góðvildar þeirra sem voru að afgreiða svanga bíógesti í hálfleik. Ég var enn staðráðinn í að gera ekkert mál út af þessu, enda búinn að drekka mikið af innihaldinu. Ung afgreiðslustúlka brosir til mín og spyr mig hvort hún geti aðstoðað. Ég fer til hennar og segi henni frá goslausu flöskunni sem ég hafði fengið úr sjálfsalanum þeirra. Ég sagði að ég hafði reynt að gera mér drykkinn að góðu en hefði komist að því að ég vildi ekki klára drykkinn. Ég spurði hana hvort hún gæti gefið mér lítið gosglas í sárabætur. Hún hellti gosi í 0,4 lítra gosglas og fékk mér það. Ég var sáttur upp fyrir haus, þakkaði fyrir mig, tók sopa af betra gosi og taldi að þar með væri allt í góðu. En svo var víst ekki... Því næst bað hún mig að borga fyrir gosglasið. Það var augljóst að hún hafði eitthvað misskilið um hvað þetta allt snerist og sagðist ég ekki vera sáttur við að borga fyrir drykk sem mér skildist að hún hefði látið mig fá til að bæta mér upp kaup á gallaðri vöru. Hún bað mig að bíða meðan hún færi og fyndi yfirmann til að ráðfæra sig við. Hún gekk um allt í leita að yfirmanni en virtist ekki finna hann. Eftir talsverða bið fór ég að hafa áhyggjur af því að myndin yrði byrjuð áður en samningum yrði náð. Hún fann þó loks aðra stúlku sem hún ræddi við á meðan við og fleiri bíógestir biðu með bakið í samræðurnar. Þá gerðist hið óvænta... Hún gekk rösklega til baka og stóð loks aftur andspænis mér við afgreiðsluborðið. Án þess að segja neitt tók hún litla gosglasið (sem ég var búinn að drekka einn eða tvo sopa af), tók lokið af glasinu og hellti helmingi innihaldsins í vaskinn sem var á milli okkar. Hún rétti mér 0,2 lítrana sem eftir voru í litla gosglasinu aftur...orðlaust. Ég tók sopa en fannst mér vera svo skítugur eitthvað að ég skildi gosglasið eftir á afgreiðsluborðinu og gekk afvopnaður aftur inn í bíósalinn. Blákalt „Nei!“, hefði verið betra. Kjaftshögg hefði verið betra. Orðlaus... Niðurstaða þeirra sem stýrðu þjónustunni þar á bæ var þá sú að betra væri að henda fullkomlega góðum gosdrykk í vaskinn – en að heiðarlegur bíógestur sem lenti á slæmu eintaki af dýrum gosdrykk fengi að drekka hann. Mér leið reyndar um stund eins og að ég væri undir sterkum grun um einhvers konar svik - að ég væri að reyna að hafa vörur af fyrirtækinu með óheiðarlegum hætti... ...í 0,4 lítra skömmtum. Það er víst ekki á hverjum degi sem girt er niður mann með gosglasi. Gæti verið að skattaglöð ríkisstjórnin hafi verið nýbúin að taka við rekstri kvikmyndahússins og þetta hafi einfaldlega verið hlutfall verðmætanna sem átti að fara í vaskinn? ... eða fara í eitthvað annað, bara eitthvað allt annað en í það að þjónusta þann sem upphaflega borgaði fyrir þjónustuna og vöruna í góðri trú, með peningum sínum? Ég hugsaði þarna á einhverjum tímapunkti um að halda ræðuna um öll hungruðu börnin í heiminum... ...en sleppti því.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun