Gunnar Nelson: Maður lætur sig dreyma Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2016 17:30 Gunnar Nelson snýr aftur í búrið 19. nóvember. vísir/getty Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Suður-Kóreumanninum Dong Hyung Kim í SSE-höllinni í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember. Gunnar kom sterkur til baka eftir tap gegn Demian Maia í desember á síðasta ári og pakkaði saman Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Gunnar fær nú öðru sinni á ferlinum að vera stjarna kvöldsins, en hann og Dong berjast í aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember. Íslenski bardagakappinn er elskaður og dáður á Írlandi en hann er einskonar fóstursonur írsku þjóðarinnar þar sem hann hefur svo lengi dvalist og æft þar og er auðvitað góðvinur Conors McGregor, þjóðhetju Íranna. Gunnar hlakkar því eðlilega til að berjast í Belfast, en hann býst við fullri höll og miklum stuðningi eins og þegar hann afgreiddi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í Dyflinni. „Ég tel að þetta verði alveg eins núna. Írsku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég hef alltaf sagt að þegar höllin er full er ekkert fólk háværara en Írar. Þetta verður svakalegt,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í Belfast á dögunum. Gunnar er búinn að vinna tvo og tapa tveimur af síðustu fjórum bardögum og er því mikilvægt fyrir hann að vinna Dong. Hann vildi lítið spá í framtíðinni þegar írsku blaðamennirnir báðu hann um að velta henni fyrir sér. „Ég einbeiti mér alltaf á næsta verkefni. Þannig er betra að halda einbeitingu. Auðvitað lætur maður sig dreyma stundum um að maður gæti komist þangað eða þangað en síðan einbeiti ég mér bara að næsta bardaga aftur,“ sagði Gunnar. „Það eru margar mismunandi leiðir sem ég get farið. Hverja þeirra ég tek er ég ekki viss um enn þá en ég mun mun taka henni fagnandi,“ sagði Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
Gunnar Nelson er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Suður-Kóreumanninum Dong Hyung Kim í SSE-höllinni í Belfast á Norður-Írlandi 19. nóvember. Gunnar kom sterkur til baka eftir tap gegn Demian Maia í desember á síðasta ári og pakkaði saman Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í maí. Gunnar fær nú öðru sinni á ferlinum að vera stjarna kvöldsins, en hann og Dong berjast í aðalbardaga kvöldsins 19. nóvember. Íslenski bardagakappinn er elskaður og dáður á Írlandi en hann er einskonar fóstursonur írsku þjóðarinnar þar sem hann hefur svo lengi dvalist og æft þar og er auðvitað góðvinur Conors McGregor, þjóðhetju Íranna. Gunnar hlakkar því eðlilega til að berjast í Belfast, en hann býst við fullri höll og miklum stuðningi eins og þegar hann afgreiddi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í Dyflinni. „Ég tel að þetta verði alveg eins núna. Írsku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég hef alltaf sagt að þegar höllin er full er ekkert fólk háværara en Írar. Þetta verður svakalegt,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í Belfast á dögunum. Gunnar er búinn að vinna tvo og tapa tveimur af síðustu fjórum bardögum og er því mikilvægt fyrir hann að vinna Dong. Hann vildi lítið spá í framtíðinni þegar írsku blaðamennirnir báðu hann um að velta henni fyrir sér. „Ég einbeiti mér alltaf á næsta verkefni. Þannig er betra að halda einbeitingu. Auðvitað lætur maður sig dreyma stundum um að maður gæti komist þangað eða þangað en síðan einbeiti ég mér bara að næsta bardaga aftur,“ sagði Gunnar. „Það eru margar mismunandi leiðir sem ég get farið. Hverja þeirra ég tek er ég ekki viss um enn þá en ég mun mun taka henni fagnandi,“ sagði Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00 Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30 Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
Hversu írskur er Gunnar Nelson? | Myndband Írar elska Gunnar Nelson og tala um hann sem ættleiddan son þjóðarinnar enda hefur hann alið manninn mikið þar í landi. 23. september 2016 13:00
Miðasala hafin á bardaga Gunna og Dong Gunnar Nelson var í Belfast í dag að auglýsa sinn næsta bardaga gegn Dong Hyun Kim. 21. september 2016 22:30
Gunnar: Dong er svolítið villtur Írskir blaðamenn fengu tækifæri til þess að spyrja Gunnar Nelson spjörunum úr á blaðamannafundi í Belfast í vikunni. 23. september 2016 16:30