Árni Páll: Skattgreiðendur eiga ekki að greiða fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 21:30 Árni Páll Árnason. Vísir/Pjetur Ferðamenn eiga að greiða fyrir þá uppbyggingu á vegum og þjónustu sem fjölgun þeirra kallar á, sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Almenningur eigi ekki að þurfa að greiða fyrir slíka uppbyggingu. Við sjáum ferðaþjónustuna sem hefur sprungið út á undanförnum árum en sjáum líka að það er mikið ógert í að hún leggi af mörkum með eðlilegum hætti og að ferðamenn greiði fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er til þess að byggja upp vegna þeirrar miklu fjölgunar. Við eigum ekki að greiða fyrir ferðaþjónustuna af almennu skattfé frekar en innviði sem aðrar atvinnugreinar kalla á," sagði Árni Páll í ræðu sinni.Borgunarhneysklið eigi að vera einsdæmi, ekki fordæmi Árni Páll fór um víðan völl og kom meðal annars inn á fjármálakerfið. Sagði hann að verði fjármálakerfið selt óbreytt muni nýir vildarvinir kaupa bankana og rukka íslenskan almenning og fyrirtæki um ofurvexti til að fá inn fyrir kaupverðinu, líkt og síðast þegar bankarnir voru seldir. Arður eigi að fást af ríkiseignum og gefa þurfi ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. „Borgunarhneykslið á að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Þess vegna eigum við ekki að selja fjármálakerfið óbreytt, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins er að fitja upp á þessa dagana,“ sagði hann. Brjóta þurfi bankana upp og raða hlutunum upp á nýtt enda eigi sumir þættir bankarekstrar ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. „Grunngreiðslukerfin eiga að vera aðskilin öðrum rekstri og öllum aðgengileg og koma þarf í veg fyrir áhættufjárfestingar með innistæðu fólks og binda enda á ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki.“Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill hefja aðildarviðræður við ESB og nýjan gjaldmiðil.vísir/anton brinkOddný: Íslenska krónan er dýr og hamlar framförum „Það er stundum eins og lagt sé að jöfnu að vera sjálfstæð þjóð og hafa sjálfstæða mynt. Ekkert er fjarri lagi. Íslenska krónan er okkur dýr og hamlar í raun framförum,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Hún kallaði jafnframt eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. „Á meðan við erum ekki í stærra myntbandalagi verðum við að bera þann kostnað. Það er bjargföst trú mín að Ísland eigi samleið með Evrópusambandinu í framtíðinni. Þjóðin þarf hins vegar að taka sameiginlega ákvörðun um næstu skrefin í þeirri vegferð.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Ferðamenn eiga að greiða fyrir þá uppbyggingu á vegum og þjónustu sem fjölgun þeirra kallar á, sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Almenningur eigi ekki að þurfa að greiða fyrir slíka uppbyggingu. Við sjáum ferðaþjónustuna sem hefur sprungið út á undanförnum árum en sjáum líka að það er mikið ógert í að hún leggi af mörkum með eðlilegum hætti og að ferðamenn greiði fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er til þess að byggja upp vegna þeirrar miklu fjölgunar. Við eigum ekki að greiða fyrir ferðaþjónustuna af almennu skattfé frekar en innviði sem aðrar atvinnugreinar kalla á," sagði Árni Páll í ræðu sinni.Borgunarhneysklið eigi að vera einsdæmi, ekki fordæmi Árni Páll fór um víðan völl og kom meðal annars inn á fjármálakerfið. Sagði hann að verði fjármálakerfið selt óbreytt muni nýir vildarvinir kaupa bankana og rukka íslenskan almenning og fyrirtæki um ofurvexti til að fá inn fyrir kaupverðinu, líkt og síðast þegar bankarnir voru seldir. Arður eigi að fást af ríkiseignum og gefa þurfi ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. „Borgunarhneykslið á að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Þess vegna eigum við ekki að selja fjármálakerfið óbreytt, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins er að fitja upp á þessa dagana,“ sagði hann. Brjóta þurfi bankana upp og raða hlutunum upp á nýtt enda eigi sumir þættir bankarekstrar ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. „Grunngreiðslukerfin eiga að vera aðskilin öðrum rekstri og öllum aðgengileg og koma þarf í veg fyrir áhættufjárfestingar með innistæðu fólks og binda enda á ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki.“Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill hefja aðildarviðræður við ESB og nýjan gjaldmiðil.vísir/anton brinkOddný: Íslenska krónan er dýr og hamlar framförum „Það er stundum eins og lagt sé að jöfnu að vera sjálfstæð þjóð og hafa sjálfstæða mynt. Ekkert er fjarri lagi. Íslenska krónan er okkur dýr og hamlar í raun framförum,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Hún kallaði jafnframt eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. „Á meðan við erum ekki í stærra myntbandalagi verðum við að bera þann kostnað. Það er bjargföst trú mín að Ísland eigi samleið með Evrópusambandinu í framtíðinni. Þjóðin þarf hins vegar að taka sameiginlega ákvörðun um næstu skrefin í þeirri vegferð.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira