Fimm hurða Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2016 10:09 Ford Fiesta ST er aflmikill smábíll. Núverandi gerð Ford Fiesta ST kom á markað árið 2013 og ný kynslóð bílsins verður kynnt á næsta ári sem 2018 árgerð. Áður en að því kemur ætlar Ford að bæta við 5 hurða útfærslu bílsins í Evrópu, en hingað til hefur hann aðeins fengist þar 3 hurða, þó svo hann hafi fengist 5 hurða í Bandaríkjunum. Eins og í 3 hurða útfærslu bílsins verður bíllinn með 182 hestafla 1,6 lítra EcoBoost bensínvél, en með henni er þessi snaggaralegi bíll aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 223 km/klst. Með fimm hurðum er Ford Fiesta ST örlítið þyngri en sá þriggja hurða og bitnar það aðeins á eyðslutölum bílsins, en það er samt hverfandi lítill munur á. Ford Fiesta ST eyðir aðeins 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og fá má hann nú í Brimborg í þriggja hurða útfærslu á aðeins kr. 3.990.000. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Núverandi gerð Ford Fiesta ST kom á markað árið 2013 og ný kynslóð bílsins verður kynnt á næsta ári sem 2018 árgerð. Áður en að því kemur ætlar Ford að bæta við 5 hurða útfærslu bílsins í Evrópu, en hingað til hefur hann aðeins fengist þar 3 hurða, þó svo hann hafi fengist 5 hurða í Bandaríkjunum. Eins og í 3 hurða útfærslu bílsins verður bíllinn með 182 hestafla 1,6 lítra EcoBoost bensínvél, en með henni er þessi snaggaralegi bíll aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 223 km/klst. Með fimm hurðum er Ford Fiesta ST örlítið þyngri en sá þriggja hurða og bitnar það aðeins á eyðslutölum bílsins, en það er samt hverfandi lítill munur á. Ford Fiesta ST eyðir aðeins 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og fá má hann nú í Brimborg í þriggja hurða útfærslu á aðeins kr. 3.990.000.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent