Fimm hurða Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2016 10:09 Ford Fiesta ST er aflmikill smábíll. Núverandi gerð Ford Fiesta ST kom á markað árið 2013 og ný kynslóð bílsins verður kynnt á næsta ári sem 2018 árgerð. Áður en að því kemur ætlar Ford að bæta við 5 hurða útfærslu bílsins í Evrópu, en hingað til hefur hann aðeins fengist þar 3 hurða, þó svo hann hafi fengist 5 hurða í Bandaríkjunum. Eins og í 3 hurða útfærslu bílsins verður bíllinn með 182 hestafla 1,6 lítra EcoBoost bensínvél, en með henni er þessi snaggaralegi bíll aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 223 km/klst. Með fimm hurðum er Ford Fiesta ST örlítið þyngri en sá þriggja hurða og bitnar það aðeins á eyðslutölum bílsins, en það er samt hverfandi lítill munur á. Ford Fiesta ST eyðir aðeins 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og fá má hann nú í Brimborg í þriggja hurða útfærslu á aðeins kr. 3.990.000. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent
Núverandi gerð Ford Fiesta ST kom á markað árið 2013 og ný kynslóð bílsins verður kynnt á næsta ári sem 2018 árgerð. Áður en að því kemur ætlar Ford að bæta við 5 hurða útfærslu bílsins í Evrópu, en hingað til hefur hann aðeins fengist þar 3 hurða, þó svo hann hafi fengist 5 hurða í Bandaríkjunum. Eins og í 3 hurða útfærslu bílsins verður bíllinn með 182 hestafla 1,6 lítra EcoBoost bensínvél, en með henni er þessi snaggaralegi bíll aðeins 6,9 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 223 km/klst. Með fimm hurðum er Ford Fiesta ST örlítið þyngri en sá þriggja hurða og bitnar það aðeins á eyðslutölum bílsins, en það er samt hverfandi lítill munur á. Ford Fiesta ST eyðir aðeins 5,9 lítrum á hverja 100 ekna kílómetra og fá má hann nú í Brimborg í þriggja hurða útfærslu á aðeins kr. 3.990.000.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent