Karla- og kvennalið Grindavíkur fóru bæði upp en bara annað fær bónus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2016 15:16 vísir/hanna Leikmenn kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu fá engar viðbótagreiðslur fyrir að hafa tryggt sæti sitt í efstu deild. Eins og fram kom í viðtali við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag fá leikmenn karlaliðs Grindavíkur bónus fyrir að komast upp í Pepsi-deildina. Karlalið Grindavíkur féll niður í 1. deild haustið 2012 og í kjölfarið voru laun leikmanna liðsins lækkuð. Í stað þess að borga þeim allt árið voru þeir settir á níu mánaða greiðslur og launin lækkuð um 35%. Hins vegar var sett inn ákvæði um bónusgreiðslur ef liðinu tækist að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Það tókst í ár og liðið nýtur góðs af því en 18 leikmenn skipta á milli sín 5-6 milljónum króna.Engin bónus kvennamegin Kvennalið Grindavíkur tryggði sér einnig sæti í Pepsi-deildinni á dögunum. Þær fá hins vegar engan bónus. Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur, skrifaði á Twitter að stelpurnar í liðinu biði spenntar að sjá bankareikninginn sinn eins og sjá má hér að neðan. Ennfremur skrifaði hún „að við stundum sama sport og strákarnir innan sama félags, eyðum jafn miklum tíma og fáum ekkert.“ Við stelpurnar bíðum spenntar að sjá okkar bankareikning.... pic.twitter.com/NSoZFEiZwA— Sara Hrund (@sarahrund) September 27, 2016 Meiri tekjur karlamegin Jónas segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar; það séu einfaldlega ekki sömu peningar fyrir hendi í kvennaboltanum og í karlaboltanum. „Árið 2012, eftir að við féllum, settum við sérstakan bónus inn í samninga leikmanna og nú erum við að efna hann,“ sagði Jónas í samtali við Vísi í dag. „Það þarf að hafa tekjustofna á bak við svona samninga. Þetta eru snýst um markaðsaðstæður og verðmat.“ Jónas segist þó skilja pirring leikmanna kvennaliðsins. „Já, algjörlega. Það er gríðarleg gróska kvennamegin og við munum gera allt til að hlúa að þeim. Ég berst líka fyrir því að bæta aðstöðuna hjá félaginu, þannig að fjölskyldan geti farið saman á völlinn og átt góða stund undir þaki á leikdegi,“ sagði Jónas en vonast er til þess að framkvæmdir á vallarsvæðinu hefjist á næsta ári.Segir meira en mörg orð Varðandi muninn á tekjum í karla- og kvennaboltanum tók Jónas dæmi um íslenska karlalandsliðið og þátttöku þess á EM í Frakklandi. „Þar sáum við milljarða koma inn en nú eru tvö mót að baki kvennamegin og KSÍ er víst að borga með sér. Það segir meira en mörg orð.“ Jónas segir að þetta sé veruleikinn sem við lifum við, að það séu meiri tekjumöguleikar karlamegin en kvennamegin. „Þetta hefur ekkert með kala til kvenfólks að gera, alls ekki. Mér þykir jafn vænt um þær og drengina. Og með tíð og tíma kemur þetta,“ sagði Jónas að lokum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu fá engar viðbótagreiðslur fyrir að hafa tryggt sæti sitt í efstu deild. Eins og fram kom í viðtali við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag fá leikmenn karlaliðs Grindavíkur bónus fyrir að komast upp í Pepsi-deildina. Karlalið Grindavíkur féll niður í 1. deild haustið 2012 og í kjölfarið voru laun leikmanna liðsins lækkuð. Í stað þess að borga þeim allt árið voru þeir settir á níu mánaða greiðslur og launin lækkuð um 35%. Hins vegar var sett inn ákvæði um bónusgreiðslur ef liðinu tækist að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Það tókst í ár og liðið nýtur góðs af því en 18 leikmenn skipta á milli sín 5-6 milljónum króna.Engin bónus kvennamegin Kvennalið Grindavíkur tryggði sér einnig sæti í Pepsi-deildinni á dögunum. Þær fá hins vegar engan bónus. Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur, skrifaði á Twitter að stelpurnar í liðinu biði spenntar að sjá bankareikninginn sinn eins og sjá má hér að neðan. Ennfremur skrifaði hún „að við stundum sama sport og strákarnir innan sama félags, eyðum jafn miklum tíma og fáum ekkert.“ Við stelpurnar bíðum spenntar að sjá okkar bankareikning.... pic.twitter.com/NSoZFEiZwA— Sara Hrund (@sarahrund) September 27, 2016 Meiri tekjur karlamegin Jónas segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar; það séu einfaldlega ekki sömu peningar fyrir hendi í kvennaboltanum og í karlaboltanum. „Árið 2012, eftir að við féllum, settum við sérstakan bónus inn í samninga leikmanna og nú erum við að efna hann,“ sagði Jónas í samtali við Vísi í dag. „Það þarf að hafa tekjustofna á bak við svona samninga. Þetta eru snýst um markaðsaðstæður og verðmat.“ Jónas segist þó skilja pirring leikmanna kvennaliðsins. „Já, algjörlega. Það er gríðarleg gróska kvennamegin og við munum gera allt til að hlúa að þeim. Ég berst líka fyrir því að bæta aðstöðuna hjá félaginu, þannig að fjölskyldan geti farið saman á völlinn og átt góða stund undir þaki á leikdegi,“ sagði Jónas en vonast er til þess að framkvæmdir á vallarsvæðinu hefjist á næsta ári.Segir meira en mörg orð Varðandi muninn á tekjum í karla- og kvennaboltanum tók Jónas dæmi um íslenska karlalandsliðið og þátttöku þess á EM í Frakklandi. „Þar sáum við milljarða koma inn en nú eru tvö mót að baki kvennamegin og KSÍ er víst að borga með sér. Það segir meira en mörg orð.“ Jónas segir að þetta sé veruleikinn sem við lifum við, að það séu meiri tekjumöguleikar karlamegin en kvennamegin. „Þetta hefur ekkert með kala til kvenfólks að gera, alls ekki. Mér þykir jafn vænt um þær og drengina. Og með tíð og tíma kemur þetta,“ sagði Jónas að lokum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira