Stuðningsmaður Rostov kastaði banana inn á völlinn | UEFA rannsakar málið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2016 14:00 Rasismi er stórt vandamál á fótboltaleikjum í Rússlandi. vísir/getty Heðgun stuðningsmanna rússneska liðsins FK Rostov verður líklega tekin til skoðunar hjá aganefnd UEFA. Rostov mætti PSV Eindhoven á heimavelli sínum, Olimp-2, í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær en þetta var fyrsti heimaleikur félagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Leikar fóru 2-2. Þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum var banana kastað inn á völlinn og hann lá þar í a.m.k. 15 mínútur að sögn FARE Network, sem rannsakar rasisma fyrir UEFA. Rasismi er þekkt vandamál í rússneskum fótbolta en leikmenn sem eru dökkir á hörund hafa lengi þurft að þola kynþáttaníð í leikjum í Rússlandi. Rostov hefur þegar lent í vandræðum vegna rasisma stuðningsmanna liðsins á þessu tímabili. Hluti stúkunnar á Olimp-2 var t.a.m. lokaður í gær vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Rostov í leik gegn Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði. Vyacheslav Koloskov, heiðursforseti rússneska knattspyrnusambandsins, segir að atvik eins og það sem átti sér stað í gær hafi slæm áhrif á ímynd Rússlands sem heldur HM 2018. „Þessi banani gæti reynst okkur dýr. Við getum ekki liðið svona hegðun, sérstaklega á þessum tímapunkti. Rostov gæti þurft að spila leik fyrir luktum dyrum,“ sagði Koloskov. Alexei Sorokin, yfirmaður skipulagsnefndar HM 2018, tók annan pól í hæðina og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu atviki. „Atvikið í Rostov var einstakt og mun ekki endurtaka sig í framtíðinni,“ sagði Sorokin. „Við munum skoða málið með rússneska knattspyrnusambandinu en það gefur auga leið að það er ekki hægt að fylgjast með hverjum einasta áhorfanda á vellinum.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Heðgun stuðningsmanna rússneska liðsins FK Rostov verður líklega tekin til skoðunar hjá aganefnd UEFA. Rostov mætti PSV Eindhoven á heimavelli sínum, Olimp-2, í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær en þetta var fyrsti heimaleikur félagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá upphafi. Leikar fóru 2-2. Þegar um átta mínútur voru liðnar af leiknum var banana kastað inn á völlinn og hann lá þar í a.m.k. 15 mínútur að sögn FARE Network, sem rannsakar rasisma fyrir UEFA. Rasismi er þekkt vandamál í rússneskum fótbolta en leikmenn sem eru dökkir á hörund hafa lengi þurft að þola kynþáttaníð í leikjum í Rússlandi. Rostov hefur þegar lent í vandræðum vegna rasisma stuðningsmanna liðsins á þessu tímabili. Hluti stúkunnar á Olimp-2 var t.a.m. lokaður í gær vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Rostov í leik gegn Ajax í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðasta mánuði. Vyacheslav Koloskov, heiðursforseti rússneska knattspyrnusambandsins, segir að atvik eins og það sem átti sér stað í gær hafi slæm áhrif á ímynd Rússlands sem heldur HM 2018. „Þessi banani gæti reynst okkur dýr. Við getum ekki liðið svona hegðun, sérstaklega á þessum tímapunkti. Rostov gæti þurft að spila leik fyrir luktum dyrum,“ sagði Koloskov. Alexei Sorokin, yfirmaður skipulagsnefndar HM 2018, tók annan pól í hæðina og virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu atviki. „Atvikið í Rostov var einstakt og mun ekki endurtaka sig í framtíðinni,“ sagði Sorokin. „Við munum skoða málið með rússneska knattspyrnusambandinu en það gefur auga leið að það er ekki hægt að fylgjast með hverjum einasta áhorfanda á vellinum.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira