Ásgeir Börkur: Erum betri en taflan segir til um Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2016 07:00 Ásgeir Börkur hefur fulla trú á því að Fylkir geti unnið KR. vísir/anton Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. Árbæingar sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá 10. sætinu þar sem Víkingur Ó. situr. ÍBV er svo í 9. sætinu með 22 stig en miklu betri markatölu en bæði Ólsarar og Fylkismenn. Árbæingar mæta KR í lokaumferðinni á morgun og þurfa að vinna og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma til að bjarga sér frá falli. Fylkismenn eru því ekki með örlögin í sínum höndum sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði liðsins, segir að sé óþægilegt.Þurfum að klára okkar verkefni „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur í samtali við Vísi í gær. Þrátt fyrir erfiða stöðu og slakan árangur Fylkis gegn KR á undanförnum árum hefur fyrirliðinn trú á sigri á morgun. „Það eru hæðir og lægðir í þessum fótbolta. Þegar það kemur niðursveifla þarf maður að hafa enn meiri trú á sér og liðsfélögunum. Ég hef bullandi trú á þessu,“ sagði Ásgeir Börkur. Fylkismenn hafa farið illa að ráði sínu í mörgum leikjum í sumar, nú síðast gegn Þrótti í 21. umferð Pepsi-deildarinnar þar sem Árbæingum mistókst að vinna botnliðið.Græða ekkert á sjálfsvorkunn „Auðvitað var þetta svekkjandi en maður græðir ekkert á því að vorkenna sjálfum sér. Það var drullusvekkjandi að ná ekki að klára þennan leik en 2-3 tímum eftir hann ákváðum við að einbeita okkur að leiknum við KR,“ sagði Ásgeir Börkur. En finnst honum staða liðsins ekki gefa rétta mynd af getu þess? „Já, mér finnst það. Maður hugsaði ekki að við yrðum á þessum stað í lok tímabilsins. Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið,“ sagði Ásgeir Börkur og bætti við að Fylkismenn gætu ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér um hversu svört staða liðsins er orðin. Fylkir fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári en svo gæti farið að hvorki karla- né kvennalið félagsins verði í efstu deild árið 2017. „Maður getur ekkert leyft sér að hugsa þannig fyrr en að raunin er önnur. Eins og staðan er í dag og þangað til annað kemur í ljós erum við með tvö góð lið í efstu deild. Auðvitað yrði þetta hundleiðinlegt því Fylkir á að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Ásgeir Börkur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. Árbæingar sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá 10. sætinu þar sem Víkingur Ó. situr. ÍBV er svo í 9. sætinu með 22 stig en miklu betri markatölu en bæði Ólsarar og Fylkismenn. Árbæingar mæta KR í lokaumferðinni á morgun og þurfa að vinna og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma til að bjarga sér frá falli. Fylkismenn eru því ekki með örlögin í sínum höndum sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði liðsins, segir að sé óþægilegt.Þurfum að klára okkar verkefni „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur í samtali við Vísi í gær. Þrátt fyrir erfiða stöðu og slakan árangur Fylkis gegn KR á undanförnum árum hefur fyrirliðinn trú á sigri á morgun. „Það eru hæðir og lægðir í þessum fótbolta. Þegar það kemur niðursveifla þarf maður að hafa enn meiri trú á sér og liðsfélögunum. Ég hef bullandi trú á þessu,“ sagði Ásgeir Börkur. Fylkismenn hafa farið illa að ráði sínu í mörgum leikjum í sumar, nú síðast gegn Þrótti í 21. umferð Pepsi-deildarinnar þar sem Árbæingum mistókst að vinna botnliðið.Græða ekkert á sjálfsvorkunn „Auðvitað var þetta svekkjandi en maður græðir ekkert á því að vorkenna sjálfum sér. Það var drullusvekkjandi að ná ekki að klára þennan leik en 2-3 tímum eftir hann ákváðum við að einbeita okkur að leiknum við KR,“ sagði Ásgeir Börkur. En finnst honum staða liðsins ekki gefa rétta mynd af getu þess? „Já, mér finnst það. Maður hugsaði ekki að við yrðum á þessum stað í lok tímabilsins. Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið,“ sagði Ásgeir Börkur og bætti við að Fylkismenn gætu ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér um hversu svört staða liðsins er orðin. Fylkir fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári en svo gæti farið að hvorki karla- né kvennalið félagsins verði í efstu deild árið 2017. „Maður getur ekkert leyft sér að hugsa þannig fyrr en að raunin er önnur. Eins og staðan er í dag og þangað til annað kemur í ljós erum við með tvö góð lið í efstu deild. Auðvitað yrði þetta hundleiðinlegt því Fylkir á að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Ásgeir Börkur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30