Ruglaðist á mömmu og systur hennar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2016 09:15 Mikael Aron, klár á körfuboltaæfinguna hjá KR. Vísir/GVA „Ég heiti Mikael Aron og ég er níu ára. Á ensku myndi ég segja; My name is Mikael Aron and I am nine years old.“ Þannig svarar Mikael Aron fyrstu spurningunni. Hann er í Melaskóla og uppáhaldsnámsgreinin hans er stærðfræði. „Mér finnst deiling skemmtilegust. Svo er ég nýbyrjaður í smíði og það er líka mjög skemmtilegt,“ segir hann en hvernig er dagurinn eftir skóla? Ég fer oftast beint að leika mér við vini mína eða fer á körfuboltaæfingar hjá KR sem eru þrisvar í viku. Við mamma förum líka mikið í sund, á kaffihús og í fótbolta. Ég hef mjög gaman af að leika mér í Playstation 4 og Nerf. Svo er ég alltaf að hlusta á tónlist en dansa ekki mikið. Fleiri áhugamál? Ég les bækur, fékk bókina Vélmennaárásin í afmælisgjöf, Ævar vísindamaður skrifaði hana, mjög góð bók. Á veturna fer ég svo oft á skíði með pabba mínum, ömmu og afa. Við skíðum bæði í Hlíðarfjalli á Akureyri og svo hef ég nokkrum sinnum farið í skíðaferðir til Austurríkis. Hvað var það markverðasta sem þú gerðir í sumar? Ég fór í útilegu á Snæfellsnesið og við tjölduðum á Arnarstapa. Ég fór dagsferð um nesið og sá til dæmis staðinn sem talið er líklegt að Axlar-Björn sé grafinn. Axlar-Björn er talinn vera þekktasti fjöldamorðingi Íslands. Hvað er það skrítnasta sem hefur hent þig? Það var rosalega skrítið þegar ég ruglaðist alveg á mömmu minni og systur hennar. Ég hélt sko að systir hennar mömmu væri mamma mín. En þær eru tvíburasystur og eru alveg nákvæmlega eins, jafn góðar og sætar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Sjá meira
„Ég heiti Mikael Aron og ég er níu ára. Á ensku myndi ég segja; My name is Mikael Aron and I am nine years old.“ Þannig svarar Mikael Aron fyrstu spurningunni. Hann er í Melaskóla og uppáhaldsnámsgreinin hans er stærðfræði. „Mér finnst deiling skemmtilegust. Svo er ég nýbyrjaður í smíði og það er líka mjög skemmtilegt,“ segir hann en hvernig er dagurinn eftir skóla? Ég fer oftast beint að leika mér við vini mína eða fer á körfuboltaæfingar hjá KR sem eru þrisvar í viku. Við mamma förum líka mikið í sund, á kaffihús og í fótbolta. Ég hef mjög gaman af að leika mér í Playstation 4 og Nerf. Svo er ég alltaf að hlusta á tónlist en dansa ekki mikið. Fleiri áhugamál? Ég les bækur, fékk bókina Vélmennaárásin í afmælisgjöf, Ævar vísindamaður skrifaði hana, mjög góð bók. Á veturna fer ég svo oft á skíði með pabba mínum, ömmu og afa. Við skíðum bæði í Hlíðarfjalli á Akureyri og svo hef ég nokkrum sinnum farið í skíðaferðir til Austurríkis. Hvað var það markverðasta sem þú gerðir í sumar? Ég fór í útilegu á Snæfellsnesið og við tjölduðum á Arnarstapa. Ég fór dagsferð um nesið og sá til dæmis staðinn sem talið er líklegt að Axlar-Björn sé grafinn. Axlar-Björn er talinn vera þekktasti fjöldamorðingi Íslands. Hvað er það skrítnasta sem hefur hent þig? Það var rosalega skrítið þegar ég ruglaðist alveg á mömmu minni og systur hennar. Ég hélt sko að systir hennar mömmu væri mamma mín. En þær eru tvíburasystur og eru alveg nákvæmlega eins, jafn góðar og sætar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Sjá meira