Ruglaðist á mömmu og systur hennar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2016 09:15 Mikael Aron, klár á körfuboltaæfinguna hjá KR. Vísir/GVA „Ég heiti Mikael Aron og ég er níu ára. Á ensku myndi ég segja; My name is Mikael Aron and I am nine years old.“ Þannig svarar Mikael Aron fyrstu spurningunni. Hann er í Melaskóla og uppáhaldsnámsgreinin hans er stærðfræði. „Mér finnst deiling skemmtilegust. Svo er ég nýbyrjaður í smíði og það er líka mjög skemmtilegt,“ segir hann en hvernig er dagurinn eftir skóla? Ég fer oftast beint að leika mér við vini mína eða fer á körfuboltaæfingar hjá KR sem eru þrisvar í viku. Við mamma förum líka mikið í sund, á kaffihús og í fótbolta. Ég hef mjög gaman af að leika mér í Playstation 4 og Nerf. Svo er ég alltaf að hlusta á tónlist en dansa ekki mikið. Fleiri áhugamál? Ég les bækur, fékk bókina Vélmennaárásin í afmælisgjöf, Ævar vísindamaður skrifaði hana, mjög góð bók. Á veturna fer ég svo oft á skíði með pabba mínum, ömmu og afa. Við skíðum bæði í Hlíðarfjalli á Akureyri og svo hef ég nokkrum sinnum farið í skíðaferðir til Austurríkis. Hvað var það markverðasta sem þú gerðir í sumar? Ég fór í útilegu á Snæfellsnesið og við tjölduðum á Arnarstapa. Ég fór dagsferð um nesið og sá til dæmis staðinn sem talið er líklegt að Axlar-Björn sé grafinn. Axlar-Björn er talinn vera þekktasti fjöldamorðingi Íslands. Hvað er það skrítnasta sem hefur hent þig? Það var rosalega skrítið þegar ég ruglaðist alveg á mömmu minni og systur hennar. Ég hélt sko að systir hennar mömmu væri mamma mín. En þær eru tvíburasystur og eru alveg nákvæmlega eins, jafn góðar og sætar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Lífið Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Sjá meira
„Ég heiti Mikael Aron og ég er níu ára. Á ensku myndi ég segja; My name is Mikael Aron and I am nine years old.“ Þannig svarar Mikael Aron fyrstu spurningunni. Hann er í Melaskóla og uppáhaldsnámsgreinin hans er stærðfræði. „Mér finnst deiling skemmtilegust. Svo er ég nýbyrjaður í smíði og það er líka mjög skemmtilegt,“ segir hann en hvernig er dagurinn eftir skóla? Ég fer oftast beint að leika mér við vini mína eða fer á körfuboltaæfingar hjá KR sem eru þrisvar í viku. Við mamma förum líka mikið í sund, á kaffihús og í fótbolta. Ég hef mjög gaman af að leika mér í Playstation 4 og Nerf. Svo er ég alltaf að hlusta á tónlist en dansa ekki mikið. Fleiri áhugamál? Ég les bækur, fékk bókina Vélmennaárásin í afmælisgjöf, Ævar vísindamaður skrifaði hana, mjög góð bók. Á veturna fer ég svo oft á skíði með pabba mínum, ömmu og afa. Við skíðum bæði í Hlíðarfjalli á Akureyri og svo hef ég nokkrum sinnum farið í skíðaferðir til Austurríkis. Hvað var það markverðasta sem þú gerðir í sumar? Ég fór í útilegu á Snæfellsnesið og við tjölduðum á Arnarstapa. Ég fór dagsferð um nesið og sá til dæmis staðinn sem talið er líklegt að Axlar-Björn sé grafinn. Axlar-Björn er talinn vera þekktasti fjöldamorðingi Íslands. Hvað er það skrítnasta sem hefur hent þig? Það var rosalega skrítið þegar ég ruglaðist alveg á mömmu minni og systur hennar. Ég hélt sko að systir hennar mömmu væri mamma mín. En þær eru tvíburasystur og eru alveg nákvæmlega eins, jafn góðar og sætar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Lífið Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Sjá meira