Milos: Stefndum við á Evrópu eða var ég að búa til sögur? Tómas Þór Þórðarsson skrifar 10. september 2016 19:45 Milos virtist veifa hvíta flagginu aðspurður út í möguleika liðsins á Evrópusæti. vísir/anton Milos Milojevic, þjálfari Víkings, kastaði inn hvíta handklæðinu í viðtali við Vísi eftir tapleik Víkinga gegn Fjölni, 2-1, í Fossvoginum í dag. Eftir 1-1 stöðu í hálfleik tóku gestirnir yfir leikinn í þeim síðari og treystu stöðu sína í Evrópubaráttunni á meðan Víkingar kvöddu hana. "Þeir eru með meiri gæði en við í fleiri en einni stöðu. Við héldum að við værum betri en við erum en þetta virðist okkar "max". Við áttum ekki svar við Martin og Viðari Ara í dag. Þeir léku sér að okkur allan tímann," sagði Milos. "Í stöðunni 1-1 var ég ekki hrifinn af hugarfari okkar. Það var eins og við værum saddir og sáttir með eitt stig. Fjölnir átti þennan sigur skilið."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 1-2 | Martin Lund hetja Fjölnis Fyrir tímabilið sagði Milos kokhraustur að Víkingur myndi enda í Evrópusæti en í Fossvoginum var stefnt á þriðja sætið. Það er klárlega ekki að fara að gerast. "Fjölnir hafði meiri gæði en við í dag en fótbolti er liðsíþrótt þannig ef einn hjá þeim er betri en sá sem hann er að spila á móti hjá okkur þurfum við að vera klókir og klára það. Ég veit ekki af hverju við gerðum það ekki í dag. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða," sagði Milos. "Hvort við vildum fara í Evrópu eða hvort ég var að búa til sögur þannig þið [fjölmiðlamenn] höfðuð eitthvað að gera er annað mál. Það skiptir mig engu hvort við endum í fimmta, sjöunda eða tíunda sæti. Ég vil vinna titla en það er alveg ljós að við höfum ekki gæðin í það." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 1-2 | Martin Lund hetja Fjölnis Fjölnismenn lyftu sér aftur upp í annað sæti Pepsi-deildarinnar með naumum 2-1 sigri á Víking í Víkinni. 10. september 2016 19:45 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, kastaði inn hvíta handklæðinu í viðtali við Vísi eftir tapleik Víkinga gegn Fjölni, 2-1, í Fossvoginum í dag. Eftir 1-1 stöðu í hálfleik tóku gestirnir yfir leikinn í þeim síðari og treystu stöðu sína í Evrópubaráttunni á meðan Víkingar kvöddu hana. "Þeir eru með meiri gæði en við í fleiri en einni stöðu. Við héldum að við værum betri en við erum en þetta virðist okkar "max". Við áttum ekki svar við Martin og Viðari Ara í dag. Þeir léku sér að okkur allan tímann," sagði Milos. "Í stöðunni 1-1 var ég ekki hrifinn af hugarfari okkar. Það var eins og við værum saddir og sáttir með eitt stig. Fjölnir átti þennan sigur skilið."Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 1-2 | Martin Lund hetja Fjölnis Fyrir tímabilið sagði Milos kokhraustur að Víkingur myndi enda í Evrópusæti en í Fossvoginum var stefnt á þriðja sætið. Það er klárlega ekki að fara að gerast. "Fjölnir hafði meiri gæði en við í dag en fótbolti er liðsíþrótt þannig ef einn hjá þeim er betri en sá sem hann er að spila á móti hjá okkur þurfum við að vera klókir og klára það. Ég veit ekki af hverju við gerðum það ekki í dag. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða," sagði Milos. "Hvort við vildum fara í Evrópu eða hvort ég var að búa til sögur þannig þið [fjölmiðlamenn] höfðuð eitthvað að gera er annað mál. Það skiptir mig engu hvort við endum í fimmta, sjöunda eða tíunda sæti. Ég vil vinna titla en það er alveg ljós að við höfum ekki gæðin í það."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 1-2 | Martin Lund hetja Fjölnis Fjölnismenn lyftu sér aftur upp í annað sæti Pepsi-deildarinnar með naumum 2-1 sigri á Víking í Víkinni. 10. september 2016 19:45 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 1-2 | Martin Lund hetja Fjölnis Fjölnismenn lyftu sér aftur upp í annað sæti Pepsi-deildarinnar með naumum 2-1 sigri á Víking í Víkinni. 10. september 2016 19:45