Reyni að njóta þess að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2016 06:00 Ólafur Gústafsson í búningi Flensburg. vísir/getty Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flensburg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aalborg í Danmörku og strax á undirbúningstímabilinu bankaði meiðsladraugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúningstímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nánast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í samband við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörnunnar væri að festa sig í sessi í Olís-deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í útihlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flensburg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aalborg í Danmörku og strax á undirbúningstímabilinu bankaði meiðsladraugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúningstímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nánast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í samband við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörnunnar væri að festa sig í sessi í Olís-deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í útihlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira