Reyni að njóta þess að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2016 06:00 Ólafur Gústafsson í búningi Flensburg. vísir/getty Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flensburg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aalborg í Danmörku og strax á undirbúningstímabilinu bankaði meiðsladraugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúningstímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nánast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í samband við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörnunnar væri að festa sig í sessi í Olís-deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í útihlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu. Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Ólafur Gústafsson lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni þegar liðið vann þriggja marka sigur, 26-23, á Akureyri í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. „Sem nýliðar í deildinni vitum við kannski ekki alveg hvar við stöndum, þannig að það var mjög gott að byrja á sigri,“ sagði Ólafur sem spilaði nær allan leikinn, skoraði sex mörk og var öflugur í vörninni. Bara það eitt að spila heilan leik er áfangi fyrir Ólaf en hann hefur lítið spilað vegna erfiðra hnémeiðsla undanfarin tvö ár. Ólafur, sem er uppalinn FH-ingur, fór út í atvinnumennsku síðla árs 2012 þegar þýska stórliðið Flensburg samdi við hann. Ólafur lék í tvö ár með Flensburg og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu vorið 2014. Þá um sumarið gekk hann í raðir Aalborg í Danmörku og strax á undirbúningstímabilinu bankaði meiðsladraugurinn upp á. „Þetta kom upp á undirbúningstímabilinu. Ég var nýr í liðinu og píndi mig áfram í einhvern tíma áður en eitthvað var gert. Ég spilaði ekki marga leiki og var aðallega nýttur í vörninni,“ sagði Ólafur sem glímdi við meiðsli á báðum hnjám. „Svo fór ég í aðgerð síðasta sumar og var nánast ekkert með á síðasta tímabili.“ Ólafur vildi spila áfram erlendis en ákvað á endanum að koma aftur heim. „Maður vill alltaf halda sér úti. Ég skoðaði einhverja möguleika og fór á reynslu. En svo hugsaði ég með mér að það væri mjög gott að koma heim og hafa svigrúm til að ná mér og byrja svolítið frá grunni. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Ólafur. En af hverju varð Stjarnan fyrir valinu? „Það voru lið sem settu sig í samband við mig en ég endaði á því að velja Stjörnuna. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga og voru fyrstir til að tala við mig. Ég þekkti einhverja leikmenn þarna sem og þjálfarann [Einar Jónsson],“ sagði Ólafur og bætti því við að markmið Stjörnunnar væri að festa sig í sessi í Olís-deildinni en liðið hefur flakkað á milli deilda undanfarin ár. Ólafur var heill í sumar, æfði vel og segist vera í góðu formi. „Ástandið er mjög gott. Ég var á fullu á undirbúningstímabilinu, nema ég fékk hvíld í nokkrum æfingaleikjum til að stýra álaginu. Maður var allt í einu kominn í útihlaupin og allt þetta skemmtilega aftur,“ sagði Ólafur sem nýtur þess að vera inni í vellinum í stað þess að vera á sjúkrabekknum eða uppi í stúku. „Mér líður mjög vel í líkamanum eins og er og sé ekkert því til fyrirstöðu að ég leiki flesta leiki í vetur. Það er gaman að vera kominn til baka og farinn að spila handbolta. Ég reyni bara að njóta þess. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði Ólafur að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira