Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Evrópa verður að bíða enn um sinn

Árni Jóhannsson á Þróttarvelli skrifar
Gunnlaugur var svekktur með frammistöðu sinna manna.
Gunnlaugur var svekktur með frammistöðu sinna manna. vísir/anton
Þjálfari Skagamanna var sammála því að ekkert væri gefið í Pepsi deildinni eftir tap ÍA gegn Þrótti í kvöld.

„Við vissum það fyrir þennan leik að þessi deild er óútreiknanleg og þú þarft að vera klár í leikina ef þú ætlar að ná stigunum úr þeim. Við vorum einfaldlega undir í kvöld og Þróttarar vildu þetta miklu meira. Við vorum ekki eins samstilltir eins og við höfum verið í undanförnum leikjum og því fór sem fór.

„Við höfum ekkert gefið upp um að Evrópa sé markmiðið, markmiðið er enn að gera betur en í fyrra og við höfðum tækifæri til þess í dag en Evrópa verður að bíða enn um sinn“, sagði Gunnlaugur þegar hann var spurður út í vonir Skagamanna um að komast í Evrópukeppni.

Hann var að lokum spurður út í þurfi að laga fyrir næstu umferð.

„Við þurfum einfaldlega að járna okkur saman en við fáum strax verkefni á fimmtudgainn en við þurfum að gera þetta sem lið. Við vorum fullmikið að gera þetta hver í sínu eigin horni í dag og ég hef fulla trú á því að við gerum það. Mínir menn vita þetta.

„Ég fann það á þeim eftir leik að þeir vissu að við gerðum í brók og vitum upp á hár hvað við þurfum að gera í næsta leik,“ sagði Gunnlaugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×