Ban Ki-moon væntanlegur til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2016 10:50 Ban Ki-moon hefur áður komið til Íslands. Vísir/Arnþór Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði. Mun hann flytja stefnuræðu á þingi Arctic Circle - Hringborði Norðurslóða sem haldið verður í Hörpu 7. - 9. október. Þá mun Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands einnig flytja stefnuræðu en ráðherrar frá ýmsum löndum, forystumenn vísindastofnana, atvinnulífs, heimsþekktra umhverfissamtaka og frumbyggjasamfélaga taka þátt í störfum þingsins. Ban Ki-moon, hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 er hann tók við af Kofi Annan. Gegndi hann áður embætti utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Mun hann láta af störfum í árslok en kosning á nýjum framkvæmdastjóra SÞ stendur nú yfir. Hefur hann áður komið til Íslands en árið 2013 kom hann hingað til lands í boði Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra og átti hann fundi með helstu ráðamönnum landsins. Arctic Circle hefur á fáeinum árum orðið stærsti árlegi alþjóðlegi vettvangur um málefni Norðurslóða en á þinginu í ár verður gerð grein fyrir áherslum ríkisstjórnar Barack Obama í formennskutíð Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu, þróun Yamal Nenets, eins helsta norðursvæðis Rússlands, og stefnu Rússlands í málefnum Norðurslóða. Þá verður einnig greint frá áherslum kanadískra, norskra og danskra stjórnvalda og stofnana, sýn ríkisstjórna Grænlands og Færeyja sem og baráttumálum alþjóðlegu umhverfissamtakanna World Wildlife Fund og Greenpeace. Sérstakar málstofur verða um framlag stjórnvalda og rannsóknarstofnana í Sviss og Hollandi til þróunar Norðurslóða. Hringborð norðurslóða Sameinuðu þjóðirnar Norðurslóðir Tengdar fréttir Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09 Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði. Mun hann flytja stefnuræðu á þingi Arctic Circle - Hringborði Norðurslóða sem haldið verður í Hörpu 7. - 9. október. Þá mun Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands einnig flytja stefnuræðu en ráðherrar frá ýmsum löndum, forystumenn vísindastofnana, atvinnulífs, heimsþekktra umhverfissamtaka og frumbyggjasamfélaga taka þátt í störfum þingsins. Ban Ki-moon, hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 er hann tók við af Kofi Annan. Gegndi hann áður embætti utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Mun hann láta af störfum í árslok en kosning á nýjum framkvæmdastjóra SÞ stendur nú yfir. Hefur hann áður komið til Íslands en árið 2013 kom hann hingað til lands í boði Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra og átti hann fundi með helstu ráðamönnum landsins. Arctic Circle hefur á fáeinum árum orðið stærsti árlegi alþjóðlegi vettvangur um málefni Norðurslóða en á þinginu í ár verður gerð grein fyrir áherslum ríkisstjórnar Barack Obama í formennskutíð Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu, þróun Yamal Nenets, eins helsta norðursvæðis Rússlands, og stefnu Rússlands í málefnum Norðurslóða. Þá verður einnig greint frá áherslum kanadískra, norskra og danskra stjórnvalda og stofnana, sýn ríkisstjórna Grænlands og Færeyja sem og baráttumálum alþjóðlegu umhverfissamtakanna World Wildlife Fund og Greenpeace. Sérstakar málstofur verða um framlag stjórnvalda og rannsóknarstofnana í Sviss og Hollandi til þróunar Norðurslóða.
Hringborð norðurslóða Sameinuðu þjóðirnar Norðurslóðir Tengdar fréttir Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09 Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09
Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00