Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2013 12:09 Blíðskaparveður tók á móti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon þegar hann heimsótti Alþingi klukkan 10 í morgun. MYND/ARNÞÓR Mikill viðbúnaður er vegna komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til landsins en heimsókn hans hófst formlega í dag. Ban Ki-moon fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Á fundinum var meðal annars rætt um áherslur Íslands á þróunarsamvinnu, mannréttindi og jafnréttismál. Utanríkisráðherra fagnaði sérstaklega alþjóðlegu átaki um aukna nýtingu sjálfbærra orkugjafa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ýtt úr vör að frumkvæði Ban Ki-moon auk þess sem hann áréttaði mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur.Eftir fundinn með utanríkisráðherra hélt aðalframkvæmdastjórinn á Alþingi þar sem hann Kristján L. Möller, varaforseti Alþingis, tók á móti honum. Þar var hann fræddur um sögu og hætti þingsins, allt frá stofnun þess á Þingvöllum til sætaskipunar þingsins nú í dag. Að ávarpi Kristjáns loknu fékk Ki-moon skoðunarferð um húsið þar sem hann ritaði kveðju í gestabók Alþingis. Aðalframkvæmdastjórinn mun einnig funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.Klukkan þrjú í dag heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Ísland og Sameinuðu þjóðirnar: Sjálfbær framtíð fyrir alla. Ban Ki-moon mun einnig skoða starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, heimsækja Hellisheiðavirkjun í því skyni að kynna sér jarðhitanýtingu og áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Ban Ki-moon hefur hvatt leiðtoga heimsins til þess að vera meðvitaða um þær áskoranir sem nú steðja að heimssamfélaginu, til að mynda áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Heimsókn aðalframkvæmdastjórans stendur til morguns en þá mun hann ásamt föruneyti sínu heimsækja Þingvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Ban Ki-moon heimsækir Ísland. Í raun hefur aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna ekki komið hingað til lands síðan árið 1997. Þá gegndi Kofi Annan áhrifastöðunni. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Mikill viðbúnaður er vegna komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til landsins en heimsókn hans hófst formlega í dag. Ban Ki-moon fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Á fundinum var meðal annars rætt um áherslur Íslands á þróunarsamvinnu, mannréttindi og jafnréttismál. Utanríkisráðherra fagnaði sérstaklega alþjóðlegu átaki um aukna nýtingu sjálfbærra orkugjafa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ýtt úr vör að frumkvæði Ban Ki-moon auk þess sem hann áréttaði mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur.Eftir fundinn með utanríkisráðherra hélt aðalframkvæmdastjórinn á Alþingi þar sem hann Kristján L. Möller, varaforseti Alþingis, tók á móti honum. Þar var hann fræddur um sögu og hætti þingsins, allt frá stofnun þess á Þingvöllum til sætaskipunar þingsins nú í dag. Að ávarpi Kristjáns loknu fékk Ki-moon skoðunarferð um húsið þar sem hann ritaði kveðju í gestabók Alþingis. Aðalframkvæmdastjórinn mun einnig funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.Klukkan þrjú í dag heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Ísland og Sameinuðu þjóðirnar: Sjálfbær framtíð fyrir alla. Ban Ki-moon mun einnig skoða starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, heimsækja Hellisheiðavirkjun í því skyni að kynna sér jarðhitanýtingu og áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Ban Ki-moon hefur hvatt leiðtoga heimsins til þess að vera meðvitaða um þær áskoranir sem nú steðja að heimssamfélaginu, til að mynda áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Heimsókn aðalframkvæmdastjórans stendur til morguns en þá mun hann ásamt föruneyti sínu heimsækja Þingvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Ban Ki-moon heimsækir Ísland. Í raun hefur aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna ekki komið hingað til lands síðan árið 1997. Þá gegndi Kofi Annan áhrifastöðunni.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira