Hjáseta ekki sama og samþykki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 11:24 Helgi Hrafn Gunnarsson og Valgerður Bjarnadóttir Vísir/GVA Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur á Alþingi í gær með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Vísir ræddi við eru sammála um það að hjáseta við atkvæðagreiðslur þýði ekki að þingmenn séu að gefa samþykki sitt. „Maður situr hjá, það eru margar ástæður fyrir því að maður situr hjá. Ástæðan fyrir því að ég sat hjá er að ég vil skilja afleiðingar gjörða minna. Og ef ég felli samninginn og skil ekki afleiðingar gjörða minna þá sit ég hjá,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi. Helgi segir að hann hafi ekki séð fram á að nýr samningur hefði komið í stað þess samning sem samþykktur var á þingi í gær. „Fólk er reitt. Þetta er bölvanlegur samningur. Ég held að það séu allir í minnihlutanum sammála um það. Þetta er ekki stuðningur, mér finnst fólk láta eins og hjáseta sé stuðningur, sem hún er ekki.“ Helgi Hrafn segir umræðuna pirrandi þar sem verið er að setja ábyrgðina í hendur minnihlutans sem ber ekki ábyrgð á málinu. „Það sem að kannski vekur fólki ugg er að sjá hversu fáir greiddu atkvæði með. Það er vegna þess að stjórnarliðar voru óvenju fámennir. Við vissum það ekki fyrir fram. Við förum bara í atkvæðagreiðslu og gerum fastlega ráð fyrir að meirihlutinn fengi allt sem hann vilji og væru nógu mannaðir til að yfirbuga minnihlutann." Samkvmæt Helga var minnihlutinn ekki viðbúðinn fámenni meirihlutans. „Ég veit ekki af hverju það vantaði svona marga þingmenn en stjórnarandstaðan var ekki í færi til að ræða það alvarlega að fella samninginn fyrr en við vorum komin inn í þingsal. Þá er það samtal ekkert búið að eiga sér stað.“Hjáseta ákveðin vinnuaðferð Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur í sama streng og Helgi Hrafn og segir hjásetu vera ákveðna vinnuaðferð á Alþingi. „Vinnan fer þannig fram í þinginu að það koma einhver mál og það er talað fyrir þeim og síðan eru þau rædd í nefnd og það nást kannski fram einhverjar breytingar, það er eitthvað lagað í nefndinni sem kemur til móts við þau sjónarmið sem við höfum, til dæmis þessi endurskoðun eftir þrjú ár. Eitthvað náðist inn í vinnunni í nefndinni,“ segir Valgerður í samtali við Vísi. „Það má alveg segja að það sé gamaldags og eitthvað svoleiðis, en þá er það vinnuaðferð að þá situr fólk hjá í endann. Þá þýðir það ekki að þögn sé sama og samþykki.“ Aðspurð um hvort að um sé að ræða einhverskonar hrossakaup til að ná kosningum í haust þvertekur Valgerður fyrir það. „Þetta er svona sú venja eða vinnuaðferð sem er notuð á þessari samkomu. Þetta hefur ekkert með hrossakaup að gera, hefur ekkert með neitt að gera. Í lokin þá er þetta borið farm og þá segir fólk „ég sit hjá, þetta er á ykkar ábyrgð.“ Hjáseta þýðir alls ekki í þessu tilfelli að þögn sé sama og samþykki.“ Ekki náðist í þingflokk Vinstri grænna við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast í kjölfar þess að búvörusamningur var samþykktur á Alþingi í gær með aðeins nítján atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði gegn samningnum og þá sátu sextán hjá. Sjö þingmenn höfðu staðfest fjarvist sína og 14 voru fjarverandi. Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Vísir ræddi við eru sammála um það að hjáseta við atkvæðagreiðslur þýði ekki að þingmenn séu að gefa samþykki sitt. „Maður situr hjá, það eru margar ástæður fyrir því að maður situr hjá. Ástæðan fyrir því að ég sat hjá er að ég vil skilja afleiðingar gjörða minna. Og ef ég felli samninginn og skil ekki afleiðingar gjörða minna þá sit ég hjá,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi. Helgi segir að hann hafi ekki séð fram á að nýr samningur hefði komið í stað þess samning sem samþykktur var á þingi í gær. „Fólk er reitt. Þetta er bölvanlegur samningur. Ég held að það séu allir í minnihlutanum sammála um það. Þetta er ekki stuðningur, mér finnst fólk láta eins og hjáseta sé stuðningur, sem hún er ekki.“ Helgi Hrafn segir umræðuna pirrandi þar sem verið er að setja ábyrgðina í hendur minnihlutans sem ber ekki ábyrgð á málinu. „Það sem að kannski vekur fólki ugg er að sjá hversu fáir greiddu atkvæði með. Það er vegna þess að stjórnarliðar voru óvenju fámennir. Við vissum það ekki fyrir fram. Við förum bara í atkvæðagreiðslu og gerum fastlega ráð fyrir að meirihlutinn fengi allt sem hann vilji og væru nógu mannaðir til að yfirbuga minnihlutann." Samkvmæt Helga var minnihlutinn ekki viðbúðinn fámenni meirihlutans. „Ég veit ekki af hverju það vantaði svona marga þingmenn en stjórnarandstaðan var ekki í færi til að ræða það alvarlega að fella samninginn fyrr en við vorum komin inn í þingsal. Þá er það samtal ekkert búið að eiga sér stað.“Hjáseta ákveðin vinnuaðferð Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur í sama streng og Helgi Hrafn og segir hjásetu vera ákveðna vinnuaðferð á Alþingi. „Vinnan fer þannig fram í þinginu að það koma einhver mál og það er talað fyrir þeim og síðan eru þau rædd í nefnd og það nást kannski fram einhverjar breytingar, það er eitthvað lagað í nefndinni sem kemur til móts við þau sjónarmið sem við höfum, til dæmis þessi endurskoðun eftir þrjú ár. Eitthvað náðist inn í vinnunni í nefndinni,“ segir Valgerður í samtali við Vísi. „Það má alveg segja að það sé gamaldags og eitthvað svoleiðis, en þá er það vinnuaðferð að þá situr fólk hjá í endann. Þá þýðir það ekki að þögn sé sama og samþykki.“ Aðspurð um hvort að um sé að ræða einhverskonar hrossakaup til að ná kosningum í haust þvertekur Valgerður fyrir það. „Þetta er svona sú venja eða vinnuaðferð sem er notuð á þessari samkomu. Þetta hefur ekkert með hrossakaup að gera, hefur ekkert með neitt að gera. Í lokin þá er þetta borið farm og þá segir fólk „ég sit hjá, þetta er á ykkar ábyrgð.“ Hjáseta þýðir alls ekki í þessu tilfelli að þögn sé sama og samþykki.“ Ekki náðist í þingflokk Vinstri grænna við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10