Porsche Panamera kynntur með stæl í Litháen Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 10:08 Porsche var ekki á lágstemmdu nótunum þegar kom að kynningu á nýjum Porsche Panamera um daginn og flaug eintaki að bílnum hangandi neðan í þyrlu í nágrenni höfuðborgarinnar Vilnius. Það er heldur engin ástæða til annars en glæstrar innkomu þegar um slíkan bíl er að ræða. Gestir á kynningu bílsins horfðu agndofa á lunkinn þyrluflugmanninn vippa bílnum niður á grasflöt við kynningarstaðinn, sem ekki var slorlegur frekar en bíllinn sjálfur. Ef til vill kemur það á óvart að Porsche skuli leggja í svo glæsta kynningu Panamera á þessum stað í veröldinni, en þar má þó finna margan efnaðan einstaklinginn sem ekki finna mikið fyrir því að fjárfesta í grip eins og Porsche Panamera. Nýr Panamera er væntanlegur á flesta sölustaði í Evrópu snemma í nóvember. Þar fer ekki vélarvana bíll, en minnsta vélin í boði er 440 hestöfl og sú öflugasta 550 hestöfl og von er síðan á 700 hestafla Plug-In-Hybrid útfærslu hans. Bílar video Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent
Porsche var ekki á lágstemmdu nótunum þegar kom að kynningu á nýjum Porsche Panamera um daginn og flaug eintaki að bílnum hangandi neðan í þyrlu í nágrenni höfuðborgarinnar Vilnius. Það er heldur engin ástæða til annars en glæstrar innkomu þegar um slíkan bíl er að ræða. Gestir á kynningu bílsins horfðu agndofa á lunkinn þyrluflugmanninn vippa bílnum niður á grasflöt við kynningarstaðinn, sem ekki var slorlegur frekar en bíllinn sjálfur. Ef til vill kemur það á óvart að Porsche skuli leggja í svo glæsta kynningu Panamera á þessum stað í veröldinni, en þar má þó finna margan efnaðan einstaklinginn sem ekki finna mikið fyrir því að fjárfesta í grip eins og Porsche Panamera. Nýr Panamera er væntanlegur á flesta sölustaði í Evrópu snemma í nóvember. Þar fer ekki vélarvana bíll, en minnsta vélin í boði er 440 hestöfl og sú öflugasta 550 hestöfl og von er síðan á 700 hestafla Plug-In-Hybrid útfærslu hans.
Bílar video Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent