Porsche Panamera kynntur með stæl í Litháen Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 10:08 Porsche var ekki á lágstemmdu nótunum þegar kom að kynningu á nýjum Porsche Panamera um daginn og flaug eintaki að bílnum hangandi neðan í þyrlu í nágrenni höfuðborgarinnar Vilnius. Það er heldur engin ástæða til annars en glæstrar innkomu þegar um slíkan bíl er að ræða. Gestir á kynningu bílsins horfðu agndofa á lunkinn þyrluflugmanninn vippa bílnum niður á grasflöt við kynningarstaðinn, sem ekki var slorlegur frekar en bíllinn sjálfur. Ef til vill kemur það á óvart að Porsche skuli leggja í svo glæsta kynningu Panamera á þessum stað í veröldinni, en þar má þó finna margan efnaðan einstaklinginn sem ekki finna mikið fyrir því að fjárfesta í grip eins og Porsche Panamera. Nýr Panamera er væntanlegur á flesta sölustaði í Evrópu snemma í nóvember. Þar fer ekki vélarvana bíll, en minnsta vélin í boði er 440 hestöfl og sú öflugasta 550 hestöfl og von er síðan á 700 hestafla Plug-In-Hybrid útfærslu hans. Bílar video Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent
Porsche var ekki á lágstemmdu nótunum þegar kom að kynningu á nýjum Porsche Panamera um daginn og flaug eintaki að bílnum hangandi neðan í þyrlu í nágrenni höfuðborgarinnar Vilnius. Það er heldur engin ástæða til annars en glæstrar innkomu þegar um slíkan bíl er að ræða. Gestir á kynningu bílsins horfðu agndofa á lunkinn þyrluflugmanninn vippa bílnum niður á grasflöt við kynningarstaðinn, sem ekki var slorlegur frekar en bíllinn sjálfur. Ef til vill kemur það á óvart að Porsche skuli leggja í svo glæsta kynningu Panamera á þessum stað í veröldinni, en þar má þó finna margan efnaðan einstaklinginn sem ekki finna mikið fyrir því að fjárfesta í grip eins og Porsche Panamera. Nýr Panamera er væntanlegur á flesta sölustaði í Evrópu snemma í nóvember. Þar fer ekki vélarvana bíll, en minnsta vélin í boði er 440 hestöfl og sú öflugasta 550 hestöfl og von er síðan á 700 hestafla Plug-In-Hybrid útfærslu hans.
Bílar video Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent