Höddi Magg um ákvörðun Óla Jóh: "Er enn þá árið 1985?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2016 12:00 Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild í gærkvöldi þegar Ólafur Jóhannesson valdi strákinn unga og efnilega fram yfir tvo danska atvinnumenn í stórleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Sveinn Aron átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en fékk gott færi eftir laglegan einleik snemma í þeim síðari og var hársbreidd frá því að skora sitt fyrsta mark. Fyrir leikinn í gær var hann þrisvar sinnum búinn að koma inn á síðan hann gekk í raðir Vals í sumarglugganum. „Mér fannst hann standa sig alveg ágætlega. Hann var svolítið týndur í fyrri hálfleik en þarna sýnir hann frábær tilþrif,“ sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Svein Aron og færið hans. Eftir leikinn sóttist Stöð 2 Sport, eins og allir aðrir fjölmiðlar á leiknum, eftir því að fá viðtal við Svein Aron en Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, tók fyrir það eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi.„Okkur langaði að tala við Svein Aron eftir leik en Óli Jóh bannaði okkur að tala við hann. Ég meina, Óli er búinn að vera landsliðsþjálfari og svona, það er ekki enn þá árið 1985, er það? Af hverju má hann ekki koma í viðtal?“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna. „Þarf að passa svona upp á leikmenn?“ sagði Hjörtur og Hjörvar Hafliðason skildi ekki alveg ákvörðunina. „Ég held að Óli þurfi að svara því. Sveinn er mjög klár drengur.“ Hörður Magnússon hafði lítinn húmor fyrir þessari ákvörðun síns gamla þjálfara og spurði: „Finnst ykkur þetta ekki hallærislegt?“ „Jú, þetta er það. Við sáum að KR-ingarnir gerðu þetta á síðustu leiktíð þegar þeir drógu Gary Martin í burtu en Sveinn er mjög skýr strákur og ég held að hann hefði ekki sagt neina vitleysu og komist vel frá sínu. Það er gaman þegar ungir leikmenn fá tækifæri,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Besta færi Sveins Arons í leiknum og umræðuna um viðtalsbannið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild í gærkvöldi þegar Ólafur Jóhannesson valdi strákinn unga og efnilega fram yfir tvo danska atvinnumenn í stórleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Sveinn Aron átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en fékk gott færi eftir laglegan einleik snemma í þeim síðari og var hársbreidd frá því að skora sitt fyrsta mark. Fyrir leikinn í gær var hann þrisvar sinnum búinn að koma inn á síðan hann gekk í raðir Vals í sumarglugganum. „Mér fannst hann standa sig alveg ágætlega. Hann var svolítið týndur í fyrri hálfleik en þarna sýnir hann frábær tilþrif,“ sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Svein Aron og færið hans. Eftir leikinn sóttist Stöð 2 Sport, eins og allir aðrir fjölmiðlar á leiknum, eftir því að fá viðtal við Svein Aron en Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, tók fyrir það eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi.„Okkur langaði að tala við Svein Aron eftir leik en Óli Jóh bannaði okkur að tala við hann. Ég meina, Óli er búinn að vera landsliðsþjálfari og svona, það er ekki enn þá árið 1985, er það? Af hverju má hann ekki koma í viðtal?“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna. „Þarf að passa svona upp á leikmenn?“ sagði Hjörtur og Hjörvar Hafliðason skildi ekki alveg ákvörðunina. „Ég held að Óli þurfi að svara því. Sveinn er mjög klár drengur.“ Hörður Magnússon hafði lítinn húmor fyrir þessari ákvörðun síns gamla þjálfara og spurði: „Finnst ykkur þetta ekki hallærislegt?“ „Jú, þetta er það. Við sáum að KR-ingarnir gerðu þetta á síðustu leiktíð þegar þeir drógu Gary Martin í burtu en Sveinn er mjög skýr strákur og ég held að hann hefði ekki sagt neina vitleysu og komist vel frá sínu. Það er gaman þegar ungir leikmenn fá tækifæri,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Besta færi Sveins Arons í leiknum og umræðuna um viðtalsbannið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45