Faðir og stjúpmóðir Dakar ökumannsins Robby Gordon fundust látin Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 10:14 Robby Gordon hefur oft mætt á breyttum Hummer í Dakar rallið. Robby Gordon er einn af litríkustu ökumönnum í Dakar þolaksturskeppninni og mætir ávallt til leiks á bandaríksum bíl og hefur oft náð góðu sæti í keppninni og þykir einkar litríkur keppandi. Faðir hans og stjúpmóðir fundust bæði látin í húsi í eigu fjölskyldunnar og ekki er ljóst hvernig lát þeirra bar að. Þó er grunur talinn á að um morð og sjálfsmorð sé um að ræða en vopn fannst á dánarstað þeirra. Faðir Robby Gordon hét Robert Gordon og var 68 ára og eiginkona hans, Sharon var 57 ára. Robert var kunnur ökumaður í torfærukeppnunum “Baja Bob”. Það var nágranni sem fann lík þeirra eftir að hafa verið beðinn um að aðgæta að hjónunum. Robby Gordon gerði garðinn frægan í NASCAR hraðaksturkeppnum en snéri sér svo að keppnum eins og Dakar þolakstrinum. Í Dakar keppninni snemma á þessu ári varð Robby að draga sig úr keppni eftir mörg óhöpp og veltur. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Robby Gordon er einn af litríkustu ökumönnum í Dakar þolaksturskeppninni og mætir ávallt til leiks á bandaríksum bíl og hefur oft náð góðu sæti í keppninni og þykir einkar litríkur keppandi. Faðir hans og stjúpmóðir fundust bæði látin í húsi í eigu fjölskyldunnar og ekki er ljóst hvernig lát þeirra bar að. Þó er grunur talinn á að um morð og sjálfsmorð sé um að ræða en vopn fannst á dánarstað þeirra. Faðir Robby Gordon hét Robert Gordon og var 68 ára og eiginkona hans, Sharon var 57 ára. Robert var kunnur ökumaður í torfærukeppnunum “Baja Bob”. Það var nágranni sem fann lík þeirra eftir að hafa verið beðinn um að aðgæta að hjónunum. Robby Gordon gerði garðinn frægan í NASCAR hraðaksturkeppnum en snéri sér svo að keppnum eins og Dakar þolakstrinum. Í Dakar keppninni snemma á þessu ári varð Robby að draga sig úr keppni eftir mörg óhöpp og veltur.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent