Síðasti Lancer Evolution fór á tvöföldu verði Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 11:43 Mitsubishi Lancer Evo Final Edition. worldcarfans Mitsubishi hefur frmleitt sinn síðasta Lancer Evolution bíl og sjá margir bílaáhugamenn á eftir þessum kraftabíl. Síðasta eintakið af Lancer Evoltution var selt í Bandaríkjunum í vikunni og var haldið uppboð á bílnum til styrktar góðu málefni. Bíllinn seldist á 76.400 dollara sem er um það bil helmingi hærra verð en listaverð bílsins. Var bíllinn af gerðinni Lancer Evo X Final Edition en hann er 303 hestafla kraftaköggull, en þessi síðasta útgáfa bílsins skartar 12 fleiri hestöflum en grunngerð bílsins. Lancer Evo X Final Edition kemur á skyggðum 18 tommu felgum, með svörtu þaki, rauðstagaðri kolsvartri innréttingu og Final Edition merkingum. Meðal annars merkingu sem greinir frá því númer hvað hver tiltekinn bíll er af þeim 1.600 bílum sem Mitsubishi framleiddi af þessari síðustu gerð fyrir Bandaríkjamarkað. Lancer Evo X Final Edition er með 5 gíra beinskiptingu, Bilstein dempara og Brembo bremsur og vegur 1.600 kg. Hann er 5,1 sekúndu í 100 km hraða. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Mitsubishi hefur frmleitt sinn síðasta Lancer Evolution bíl og sjá margir bílaáhugamenn á eftir þessum kraftabíl. Síðasta eintakið af Lancer Evoltution var selt í Bandaríkjunum í vikunni og var haldið uppboð á bílnum til styrktar góðu málefni. Bíllinn seldist á 76.400 dollara sem er um það bil helmingi hærra verð en listaverð bílsins. Var bíllinn af gerðinni Lancer Evo X Final Edition en hann er 303 hestafla kraftaköggull, en þessi síðasta útgáfa bílsins skartar 12 fleiri hestöflum en grunngerð bílsins. Lancer Evo X Final Edition kemur á skyggðum 18 tommu felgum, með svörtu þaki, rauðstagaðri kolsvartri innréttingu og Final Edition merkingum. Meðal annars merkingu sem greinir frá því númer hvað hver tiltekinn bíll er af þeim 1.600 bílum sem Mitsubishi framleiddi af þessari síðustu gerð fyrir Bandaríkjamarkað. Lancer Evo X Final Edition er með 5 gíra beinskiptingu, Bilstein dempara og Brembo bremsur og vegur 1.600 kg. Hann er 5,1 sekúndu í 100 km hraða.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira