Hver þáttur af Endeavour eins og kvikmynd að lengd Sara McMahon skrifar 17. september 2016 10:00 Börkur Sigþórsson ásamt leikurum þáttarins, þeim Shaun Evans, Roger Allam, Dakota Blue Richards og Sean Rigby. Mynd/Magni Ágústsson Leikstjórinn Börkur Sigþórsson hefur verið á Englandi frá því í júní við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Endeavour. Þættirnir fjalla um lögreglufulltrúann Morse á yngri árum og með aðalhlutverk fara Shaun Evans og Roger Allam. Börkur var einn fjögurra leikstjóra spennuþáttanna Ófærðar, sem fóru sigurför um heiminn síðasta vetur, og hefur verkefnum rignt yfir hann síðan; á meðal þeirra var þetta. „Ég er búinn að vera með annan fótinn úti í London í nokkur ár og er með enskan umboðsmann en eftir að Ófærð var sýnd í Bretlandi jókst eftirspurnin eftir mér töluvert. Þannig það mætti segja að þetta verkefni hafi komið inn til mín vegna velgengni Ófærðar,“ segir Börkur. Næsta þáttaröð Endeavour telur fjóra þætti og leikstýrir Börkur þeim þriðja. Hver þáttur er 90 mínútur að lengd og krefst mikils undirbúnings, þá helst við val á leikurum og tökustöðum. „Hver þáttur af Endeavour er sjálfstæð saga og eins og kvikmynd að lengd, sem er virkilega spennandi fyrir leikstjóra að gera. Ferlið er mjög ólíkt því sem á sér stað til dæmis við tökur á framhaldsþáttum líkt og Ófærð, þar sem maður tekur við söguþræði frá öðrum leikstjóra – nokkuð sem krefst mikils samstarfs og samhæfingar milli leikstjóra og er mjög lærdómsríkt,“ útskýrir hann. Tökur á þættinum hófust í lok síðasta mánaðar og stóðu í rúmar fimm vikur. Að sögn Barkar ríkti góður andi á tökustað og ber hann aðalleikurunum tveimur vel söguna. „Leikararnir tóku manni opnum örmum og voru fagmenn fram í fingurgóma. Ég var náttúrulega að koma inn í þriðja þátt og teymið því orðið vel smurt þegar ég tek við. Það eina sem gekk erfiðlega var það að ég hafði tilhneigingu til að kalla persónu Roger Allams Friday (föstudagur), en hún heitir Fred Thursday (fimmtudagur). Þetta var einhver meinloka hjá mér og var hætt að vera fyndið undir lokinn. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni en mikil keyrsla enda mikið efni sem þurfti að skjóta á frekar stuttum tíma miðað er við lengd handritsins.“ Í vetur mun Börkur leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd og verður hún framleidd af framleiðslufyrirtækinu RVK Studios og Agnesi Johansen. Auk þess bíða hans nokkur erlend verkefni. Inntur eftir því hvort hann sé þá endanlega búinn að skipta ljósmyndun út fyrir leikstjórn, segir Börkur að starfsgreinarnar kallist á og því muni hann aldrei segja skilið við ljósmyndun. „Ljósmyndunin er stór partur af mér og ég hef ekki sagt skilið við hana, en faglegur fókus er á leikstjórn. Annars vinnur þetta vel saman og ég er alltaf með myndavélina á mér,“ segir hann að lokum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. september. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Leikstjórinn Börkur Sigþórsson hefur verið á Englandi frá því í júní við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Endeavour. Þættirnir fjalla um lögreglufulltrúann Morse á yngri árum og með aðalhlutverk fara Shaun Evans og Roger Allam. Börkur var einn fjögurra leikstjóra spennuþáttanna Ófærðar, sem fóru sigurför um heiminn síðasta vetur, og hefur verkefnum rignt yfir hann síðan; á meðal þeirra var þetta. „Ég er búinn að vera með annan fótinn úti í London í nokkur ár og er með enskan umboðsmann en eftir að Ófærð var sýnd í Bretlandi jókst eftirspurnin eftir mér töluvert. Þannig það mætti segja að þetta verkefni hafi komið inn til mín vegna velgengni Ófærðar,“ segir Börkur. Næsta þáttaröð Endeavour telur fjóra þætti og leikstýrir Börkur þeim þriðja. Hver þáttur er 90 mínútur að lengd og krefst mikils undirbúnings, þá helst við val á leikurum og tökustöðum. „Hver þáttur af Endeavour er sjálfstæð saga og eins og kvikmynd að lengd, sem er virkilega spennandi fyrir leikstjóra að gera. Ferlið er mjög ólíkt því sem á sér stað til dæmis við tökur á framhaldsþáttum líkt og Ófærð, þar sem maður tekur við söguþræði frá öðrum leikstjóra – nokkuð sem krefst mikils samstarfs og samhæfingar milli leikstjóra og er mjög lærdómsríkt,“ útskýrir hann. Tökur á þættinum hófust í lok síðasta mánaðar og stóðu í rúmar fimm vikur. Að sögn Barkar ríkti góður andi á tökustað og ber hann aðalleikurunum tveimur vel söguna. „Leikararnir tóku manni opnum örmum og voru fagmenn fram í fingurgóma. Ég var náttúrulega að koma inn í þriðja þátt og teymið því orðið vel smurt þegar ég tek við. Það eina sem gekk erfiðlega var það að ég hafði tilhneigingu til að kalla persónu Roger Allams Friday (föstudagur), en hún heitir Fred Thursday (fimmtudagur). Þetta var einhver meinloka hjá mér og var hætt að vera fyndið undir lokinn. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni en mikil keyrsla enda mikið efni sem þurfti að skjóta á frekar stuttum tíma miðað er við lengd handritsins.“ Í vetur mun Börkur leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd og verður hún framleidd af framleiðslufyrirtækinu RVK Studios og Agnesi Johansen. Auk þess bíða hans nokkur erlend verkefni. Inntur eftir því hvort hann sé þá endanlega búinn að skipta ljósmyndun út fyrir leikstjórn, segir Börkur að starfsgreinarnar kallist á og því muni hann aldrei segja skilið við ljósmyndun. „Ljósmyndunin er stór partur af mér og ég hef ekki sagt skilið við hana, en faglegur fókus er á leikstjórn. Annars vinnur þetta vel saman og ég er alltaf með myndavélina á mér,“ segir hann að lokum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. september.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira