Plebbaskapur Magnús Guðmundsson skrifar 19. september 2016 07:00 Af einhverjum ástæðum virðist stjórnvöldum á hverjum tíma nánast fyrirmunað að sjá tækifærin sem felast í vexti og viðgangi lista og menningar í landinu. Öll hugsun ríkisvaldsins virðist taka mið af því að reyna að halda í horfinu fremur en að nýta sér sóknarfærin. Að líta á þessa atvinnugrein sem eitthvað sem við sitjum uppi með fremur en að fjárfesta í henni og uppskera í framhaldinu eins og til er sáð. Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri Listasafns Íslands, gagnrýnir þröngan og hamlandi kost safnsins í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Birta bendir réttilega á að hagræn áhrif listsköpunar séu löngu útrætt mál og að þá standi ekki annað eftir en meðvitað skeytingarleysi stjórnvalda. Í gegnum tíðina hefur málum verið þannig háttað á Íslandi að byggðasvæði og hagsmunahópar hafa átt sína fulltrúa á þingi. Hreppapólitíkin er því miður landsmönnum öllum kunn og afleiðingar hennar hafa ósjaldan kostað þjóðarbúið gríðarlega peninga. Oftar en ekki sökum illra ígrundaðra ákvarðana þingmanna sem fannst rétt að leggja „sínu fólki“ lið við þróun atvinnureksturs eða annarra ævintýra sem enga áttu sér framtíðina en skiluðu þó atkvæðum þegar mest á reyndi. Á sama tíma höfum við fylgst með því að skapandi greinar eru farnar að skila fleiri ársverkum en sjávarútvegur og landbúnaður til samans. Og það án þess að nokkur virðist skilja atvinnuþróunar- og fjárfestingatækifærin sem felast í greininni. Eflaust þykir einhverjum í stjórnmálunum að hér sé illa að þeim vegið. Að á Íslandi sé rekin skynsamleg stefna varðandi menningu og listir en það er því miður ekki þannig. Árið 2013 samþykkti Alþingi mennta- og menningarmálastefnu, en lengi hafði verið kallað eftir slíku framtaki, sem er ætlað að ná yfir helstu þætti greinarinnar. Þessi stefna er forvitnilegt plagg að mörgu leyti og þar kemur fram eitt og annað um ábyrgð og skyldur menningarstofnana, opinbera stefnu í málefnum listarinnar og jafnvel markmiðasetning sem er auðvitað vita tilgangslaust að henda framan í fjársveltar stofnanir. Myndlistin virðist reyndar fara sérstaklega illa út úr þessu meðvitaða skeytingarleysi stjórnvalda. Skýringanna er kannski helst að leita í því að þar er dýpra á tengslum við afþreyingarflóð samtímans. Engu að síður er vart til það heimili eða fyrirtæki þar sem daglegt umhverfi fólks á sér ekki rætur í listsköpun auk þess sem íslenskir listamenn hafa náð alþjóðahylli á undanförnum árum. Það er því einfaldlega eins og Pétur Arason listaverkasafnari benti á, í áðurnefndu viðtali við hann og Birtu, „hreint út sagt plebbalegt af stjórnvöldum að átta sig ekki nógu vel á því hvað við erum í mikilli sérstöðu.“ Íslensk stjórnvöld þurfa því að fara að vakna fyrir möguleikum þessarar mögnuðu atvinnugreinar og átta sig á því að það er fleira matur en feitt kjet. Nú þegar stutt er til kosninga þá hlýtur það fólk sem hefur viðurværi sitt af hinum skapandi greinum að hafa í huga, hvort einhver hinna fjölmörgu flokka sem ætla sér á þing geti lngt fram almennilega fjárfestingastefnu fyrir greinina.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór
Af einhverjum ástæðum virðist stjórnvöldum á hverjum tíma nánast fyrirmunað að sjá tækifærin sem felast í vexti og viðgangi lista og menningar í landinu. Öll hugsun ríkisvaldsins virðist taka mið af því að reyna að halda í horfinu fremur en að nýta sér sóknarfærin. Að líta á þessa atvinnugrein sem eitthvað sem við sitjum uppi með fremur en að fjárfesta í henni og uppskera í framhaldinu eins og til er sáð. Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri Listasafns Íslands, gagnrýnir þröngan og hamlandi kost safnsins í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Birta bendir réttilega á að hagræn áhrif listsköpunar séu löngu útrætt mál og að þá standi ekki annað eftir en meðvitað skeytingarleysi stjórnvalda. Í gegnum tíðina hefur málum verið þannig háttað á Íslandi að byggðasvæði og hagsmunahópar hafa átt sína fulltrúa á þingi. Hreppapólitíkin er því miður landsmönnum öllum kunn og afleiðingar hennar hafa ósjaldan kostað þjóðarbúið gríðarlega peninga. Oftar en ekki sökum illra ígrundaðra ákvarðana þingmanna sem fannst rétt að leggja „sínu fólki“ lið við þróun atvinnureksturs eða annarra ævintýra sem enga áttu sér framtíðina en skiluðu þó atkvæðum þegar mest á reyndi. Á sama tíma höfum við fylgst með því að skapandi greinar eru farnar að skila fleiri ársverkum en sjávarútvegur og landbúnaður til samans. Og það án þess að nokkur virðist skilja atvinnuþróunar- og fjárfestingatækifærin sem felast í greininni. Eflaust þykir einhverjum í stjórnmálunum að hér sé illa að þeim vegið. Að á Íslandi sé rekin skynsamleg stefna varðandi menningu og listir en það er því miður ekki þannig. Árið 2013 samþykkti Alþingi mennta- og menningarmálastefnu, en lengi hafði verið kallað eftir slíku framtaki, sem er ætlað að ná yfir helstu þætti greinarinnar. Þessi stefna er forvitnilegt plagg að mörgu leyti og þar kemur fram eitt og annað um ábyrgð og skyldur menningarstofnana, opinbera stefnu í málefnum listarinnar og jafnvel markmiðasetning sem er auðvitað vita tilgangslaust að henda framan í fjársveltar stofnanir. Myndlistin virðist reyndar fara sérstaklega illa út úr þessu meðvitaða skeytingarleysi stjórnvalda. Skýringanna er kannski helst að leita í því að þar er dýpra á tengslum við afþreyingarflóð samtímans. Engu að síður er vart til það heimili eða fyrirtæki þar sem daglegt umhverfi fólks á sér ekki rætur í listsköpun auk þess sem íslenskir listamenn hafa náð alþjóðahylli á undanförnum árum. Það er því einfaldlega eins og Pétur Arason listaverkasafnari benti á, í áðurnefndu viðtali við hann og Birtu, „hreint út sagt plebbalegt af stjórnvöldum að átta sig ekki nógu vel á því hvað við erum í mikilli sérstöðu.“ Íslensk stjórnvöld þurfa því að fara að vakna fyrir möguleikum þessarar mögnuðu atvinnugreinar og átta sig á því að það er fleira matur en feitt kjet. Nú þegar stutt er til kosninga þá hlýtur það fólk sem hefur viðurværi sitt af hinum skapandi greinum að hafa í huga, hvort einhver hinna fjölmörgu flokka sem ætla sér á þing geti lngt fram almennilega fjárfestingastefnu fyrir greinina.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. september.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun