Áhorfendamet íslenska kvennalandsliðsins stendur enn óhaggað en rúmlega 600 áhorfendur vantaði upp á að það yrði slegið í kvöld.
Ísland mættir Slóveníu í undankeppni EM 2017 í kvöld en fyrr í dag varð ljóst að sæti Íslands í úrslitakepninni væri tryggt.
6.037 áhorfendur lögðu leið sína í Laugardalinn í kvöld og stendur því metið enn í 6.647 áhorfendum en það met var sett í leik gegn Úkraínu fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér þátttökurétt á EM 2013.
Leikurinn stendur enn yfir þegar þessi orð eru skrifuð og er staðan 4-0 fyrir Ísland.

