Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Anton Ingi Leifsson skrifar 16. september 2016 21:05 Margrét Lára í baráttunni í dag. vísir/anton Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp í þetta. Við visusm þetta upp á hóteli áður en við fórum niður á völl,” sagði Margrét Lára í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum búnar að undirbúa okkur svo vel og erum það metnaðarfullt lið að við ætluðum ekki að láta þessi úrslit taka okkur úr jafnvægi,” sagði Margrét Lára. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag og ætlum að vinna þennan riðil. Það markmið er enn mjög ásjáanlegt og við ætlum bara að keyra á það.” Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og segir Margrét Lára að þetta sé mikill heiður að bera fyrirliðabandið í þessu frábæra liði. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði þessa liðs. Maður fær bara gæsahúð að hugsa til þess. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessu og ég sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni því það var allt þess virði. Þetta er yndisleg.” „Mér fannst spilamennskan mjög góð. Við vorum að spila vel fyrstu 30 mínúturnar, en duttum niður síðustu fimmtán í fyrri. Það kom þessi brjálaða rigning og síðan ræddum við málin í hálfleik og gíruðum okkur aftur upp.” „Við kláruðum þennan leik frábærlega. Það voru margir leikmenn sem fengu fullt af mínútum og fengu sénsinn. Þær stóðu sig allar frábærlega.” Ísland mætir Skotlandi á þriðjudag og þarf liðið að tapa með sex marka mun til þess að missa toppsætið í hendur Skotlands. „Við ætlum að klára þetta með stæl, en við erum reyndar með ákjósanlega markatölu á þær líka. Við erum ekkert að láta það trufla okkur. Við ætlum að vinna leikinn gegn þeim og halda hreinu. Það væri magnað afrek að ná því, þó við séum búnar að ná góðum árangri.” Margrét segir að það verði lítið um fögnuð í kvöld, en benti þó á að á næsta borði lágu pítsur fyrir liðið. „Nei, mér sýnist það verða komnar einhverjar pítsur þarna. Við komum okkur bara niður á jörðina, en það er mjög erfiður leikur á þriðjudaginn,” sem var orðlaus yfir stuðningnum á Laugardalsvelli í kvöld: „Ég þakka bara fyrir stuðninginn. Þetta var geggjað! Ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli með svona frábæra stemningu og ég veit það fyrir víst að það verði helmingi fleirra fólk á þriðjudaginn, en hversu mikið af fólki vill Margrét fá til Hollands næsta sumar? „Ég vil fá alla sem komu í sumar til Frakklands því þetta skiptir miklu máli og við finnum það. Fyrir hverja fjögur til fimm þúsund manns hefur það mjög mikil áhrif því í kvennaboltanum þarf ekki mikið til.” „Að fá 4-5 þúsund manns skiptir miklu máli því það eru ekki eins margir stuðningsmenn hinna liðanna. Við getum átt stemninguna innan og utan vallar.” Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki spilað með Íslandi í kvöld, en hún ber barn undir belti. Verður Harpa mætt, eins og Margrét Lára, til Hollands næsta sumar að spila fyrir Íslands hönd? „Ég ætla ekki að vera svo brött að svara fyrir hennar hönd, en hún hefur gert þetta áður. Hún kann þessa uppskrift og við vonumst til þess að hún nái að koma sem fyrst til baka, en hún er að fá miklu stærra hlutverk, að eignast barn,” sagði Margrét og bætti við að lokum: „Við sýnum henni stuðning, en hún verður að meta það sjálf hvernig þetta fer allt saman í hana.” EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp í þetta. Við visusm þetta upp á hóteli áður en við fórum niður á völl,” sagði Margrét Lára í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum búnar að undirbúa okkur svo vel og erum það metnaðarfullt lið að við ætluðum ekki að láta þessi úrslit taka okkur úr jafnvægi,” sagði Margrét Lára. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag og ætlum að vinna þennan riðil. Það markmið er enn mjög ásjáanlegt og við ætlum bara að keyra á það.” Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og segir Margrét Lára að þetta sé mikill heiður að bera fyrirliðabandið í þessu frábæra liði. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði þessa liðs. Maður fær bara gæsahúð að hugsa til þess. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessu og ég sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni því það var allt þess virði. Þetta er yndisleg.” „Mér fannst spilamennskan mjög góð. Við vorum að spila vel fyrstu 30 mínúturnar, en duttum niður síðustu fimmtán í fyrri. Það kom þessi brjálaða rigning og síðan ræddum við málin í hálfleik og gíruðum okkur aftur upp.” „Við kláruðum þennan leik frábærlega. Það voru margir leikmenn sem fengu fullt af mínútum og fengu sénsinn. Þær stóðu sig allar frábærlega.” Ísland mætir Skotlandi á þriðjudag og þarf liðið að tapa með sex marka mun til þess að missa toppsætið í hendur Skotlands. „Við ætlum að klára þetta með stæl, en við erum reyndar með ákjósanlega markatölu á þær líka. Við erum ekkert að láta það trufla okkur. Við ætlum að vinna leikinn gegn þeim og halda hreinu. Það væri magnað afrek að ná því, þó við séum búnar að ná góðum árangri.” Margrét segir að það verði lítið um fögnuð í kvöld, en benti þó á að á næsta borði lágu pítsur fyrir liðið. „Nei, mér sýnist það verða komnar einhverjar pítsur þarna. Við komum okkur bara niður á jörðina, en það er mjög erfiður leikur á þriðjudaginn,” sem var orðlaus yfir stuðningnum á Laugardalsvelli í kvöld: „Ég þakka bara fyrir stuðninginn. Þetta var geggjað! Ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli með svona frábæra stemningu og ég veit það fyrir víst að það verði helmingi fleirra fólk á þriðjudaginn, en hversu mikið af fólki vill Margrét fá til Hollands næsta sumar? „Ég vil fá alla sem komu í sumar til Frakklands því þetta skiptir miklu máli og við finnum það. Fyrir hverja fjögur til fimm þúsund manns hefur það mjög mikil áhrif því í kvennaboltanum þarf ekki mikið til.” „Að fá 4-5 þúsund manns skiptir miklu máli því það eru ekki eins margir stuðningsmenn hinna liðanna. Við getum átt stemninguna innan og utan vallar.” Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki spilað með Íslandi í kvöld, en hún ber barn undir belti. Verður Harpa mætt, eins og Margrét Lára, til Hollands næsta sumar að spila fyrir Íslands hönd? „Ég ætla ekki að vera svo brött að svara fyrir hennar hönd, en hún hefur gert þetta áður. Hún kann þessa uppskrift og við vonumst til þess að hún nái að koma sem fyrst til baka, en hún er að fá miklu stærra hlutverk, að eignast barn,” sagði Margrét og bætti við að lokum: „Við sýnum henni stuðning, en hún verður að meta það sjálf hvernig þetta fer allt saman í hana.”
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira