Guðbjörg: Lofum að koma í rosalegu standi á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 21:25 Guðbjörg fagnar í leikslok. Vísir/anton Ísland hélt enn einu sinni hreinu í leik sínum í undankeppni EM 2017, í þetta sinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 33-0. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir segir að það gefi sér mikið þegar svona vel gengur. „Maður mætir með mikið sjálfstraust í leikina og stórt egó. Maður verður bara að passa sig á því að láta það ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði hún við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum reyndar nálægt því að klúðra þessu í lokin,“ bætir hún við og hlær en Slóvenar fengu dauðafæri til að skora í uppbótartíma en hittu ekki á markið. „Almennt séð hefur liðunum gengið illa að skapa opin færi gegn okkur og þannig var það líka í kvöld. Það var reyndar smá kæruleysi í okkur á köflum og ef til vill var erfitt að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur í kvöld.“ „Það var samt ekkert stress í okkur en við vitum að við getum spilað aðeins betur en við gerðum í dag,“ segir hún. Ísland tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM en það er þriðja sinn í röð sem Ísland fer á Evrópumeistaramótið. Rúmlega sex þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld og létu þeir vel í sér heyra. „Það er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Þeir gefa manni mikið, ekki bara í leiknum. Það eru svona stundir sem hjálpa manni mest í vetur, þegar maður er að drífa sig í ræktina og æfa í snjó og kulda. Við lofum að við komum í rosalegu standi á EM næsta sumar.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05 Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Ísland hélt enn einu sinni hreinu í leik sínum í undankeppni EM 2017, í þetta sinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og markatöluna 33-0. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir segir að það gefi sér mikið þegar svona vel gengur. „Maður mætir með mikið sjálfstraust í leikina og stórt egó. Maður verður bara að passa sig á því að láta það ekki stíga sér til höfuðs,“ sagði hún við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við vorum reyndar nálægt því að klúðra þessu í lokin,“ bætir hún við og hlær en Slóvenar fengu dauðafæri til að skora í uppbótartíma en hittu ekki á markið. „Almennt séð hefur liðunum gengið illa að skapa opin færi gegn okkur og þannig var það líka í kvöld. Það var reyndar smá kæruleysi í okkur á köflum og ef til vill var erfitt að halda fullri einbeitingu í 90 mínútur í kvöld.“ „Það var samt ekkert stress í okkur en við vitum að við getum spilað aðeins betur en við gerðum í dag,“ segir hún. Ísland tryggði sér í dag sæti í lokakeppni EM en það er þriðja sinn í röð sem Ísland fer á Evrópumeistaramótið. Rúmlega sex þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn í kvöld og létu þeir vel í sér heyra. „Það er frábært að spila fyrir framan þessa áhorfendur. Þeir gefa manni mikið, ekki bara í leiknum. Það eru svona stundir sem hjálpa manni mest í vetur, þegar maður er að drífa sig í ræktina og æfa í snjó og kulda. Við lofum að við komum í rosalegu standi á EM næsta sumar.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05 Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14 Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30 Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. 16. september 2016 21:05
Stoltur Freyr: Gæði, reynsla og þroski Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, var afar ánægður með sitt lið eftir að EM-sætið var í höfn í kvöld. 16. september 2016 21:14
Stelpurnar komnar á EM í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag. 16. september 2016 16:41
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Ísland hélt upp á EM-sætið sitt með öruggum sigri á Slóveníu á Laugardalsvelli í kvöld. 16. september 2016 20:30
Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar. 16. september 2016 21:08