Boðar miklar breytingar á kjararáði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2016 10:35 Bjarni Benediktsson. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði. Noregur er fyrirmyndin varðandi launaákvarðanir sem heyra ekki lengur undir ákvörðunarvald kjararáðs. Með frumvarpinu er lagt til að lögin um kjararáð verði endurskoðuð, auk breytinga á öðrum lögum, með það að markmiði að fækka verulega þeim sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs og koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana vegna þeirra sem ekki falla undir kjararáð.Sjá einnig: Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Lagt er til að þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör verði fækkað verulega og að það verði eingöngu verkefni kjararáðs að ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð mun einnig ákvarða laun þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Einnig er lagt til að kjör skrifstofustjóra í stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum á hefðbundinn hátt og kjör aðstoðarmanna ráðherra eiga að taka mið af kjörum skrifstofustjóra. Kjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar á, samkvæmt frumvarpinu, að ráðast af samningum innan þjóðkirkjunnar en fari ekki eftir ákvörðun kjararáðs. Einnig er lagt til að ákvörðun launakjöra forstjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins fari aftur til félagsstjórna. Þetta eru meðal annars útvarpsstjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Stendur til að fella úr gildi lög sem sett voru 2009 þar sem kveðið var á um að föst laun forstöðumanna félaga í eigu ríkisins yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í frumvarpinu kemur fram að það ákvæði hafi átt að vera tímabundið á meðan verið væri að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið og ná þjóðarsátt um lykilmarkmið eftir bankahrunið. Kjaramál Tengdar fréttir Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10 Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér miklar breytingar á kjararáði. Noregur er fyrirmyndin varðandi launaákvarðanir sem heyra ekki lengur undir ákvörðunarvald kjararáðs. Með frumvarpinu er lagt til að lögin um kjararáð verði endurskoðuð, auk breytinga á öðrum lögum, með það að markmiði að fækka verulega þeim sem falla undir ákvörðunarvald kjararáðs og koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana vegna þeirra sem ekki falla undir kjararáð.Sjá einnig: Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Lagt er til að þeim aðilum sem kjararáð ákvarðar laun og önnur starfskjör verði fækkað verulega og að það verði eingöngu verkefni kjararáðs að ákvarða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, allra ráðherra, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara. Kjararáð mun einnig ákvarða laun þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjarasamninga. Einnig er lagt til að kjör skrifstofustjóra í stjórnarráði Íslands og sendiherra taki mið af kjarasamningum á hefðbundinn hátt og kjör aðstoðarmanna ráðherra eiga að taka mið af kjörum skrifstofustjóra. Kjör biskups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar á, samkvæmt frumvarpinu, að ráðast af samningum innan þjóðkirkjunnar en fari ekki eftir ákvörðun kjararáðs. Einnig er lagt til að ákvörðun launakjöra forstjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins fari aftur til félagsstjórna. Þetta eru meðal annars útvarpsstjóri, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Stendur til að fella úr gildi lög sem sett voru 2009 þar sem kveðið var á um að föst laun forstöðumanna félaga í eigu ríkisins yrðu ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. Í frumvarpinu kemur fram að það ákvæði hafi átt að vera tímabundið á meðan verið væri að ná aftur jafnvægi í rekstri ríkissjóðs, endurreisa fjármálakerfið og ná þjóðarsátt um lykilmarkmið eftir bankahrunið.
Kjaramál Tengdar fréttir Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10 Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Vandi kjararáðs heimatilbúinn að sögn fjármálaráðherra „Mér finnst þetta ekki lág laun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 17. júlí 2016 11:10
Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. 18. júlí 2016 07:00