Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2016 13:45 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Skotlandi á morgun á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2017. Ísland er nú þegar komið á EM en með sigri eða jafntefli vinnur íslenska liðið riðilinn sem hefur verið markmið stelpnanna frá upphafi. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, hefur unnið að því frá því flautað var til leiksloka gegn Slóvenum á föstudagskvöldið að koma stelpunum niður á jörðina. „Ég upplifi þetta þannig að allir eru klárir. Við áttum fína stund úti á velli með fólkinu þar sem var geggjuð stemning en svo var bara byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ segir Freyr í samtali við Vísi en stelpurnar æfðu í hádeginu á Laugardalsvelli í dag. „Ég held að það segi svolítið mikið. Það var enginn að kvarta yfir því að geta ekki sleppt sér í einhverjum fagnaðarlátum á föstudaginn. Það vissu allir að markmiðinu okkar hefur ekki enn verið náð sem er að vinna riðilinn. Okkur hlakkar mikið til að vinna Skotana og enda riðilinn í toppsætinu. Það rífur okkur áfram.“Sú besta mætir ekki Skotarnir voru með stæla í garð íslenska liðsins þegar þau mættust ytra í vor. Þar talaði skoska liðið sig upp til skýjana en gerði lítið úr okkar stelpum og fengu að launum 4-0 skell. Nú er svo í pottinn búið að besti leikmaður skoska liðsins, Kim Little, mætir ekki til leiks og sama má segja um aðra 100 leikja konu, miðvörðinn Ifeoma Dieke. „Ef við þurftum einhverja hvatningu þá hjálpuðu þær okkur hressilega þarna. Þeir segja að hún sé eitthvað lítillega meidd en við vitum að stefnan er að hún spili deildarleik á sunnudaginn,“ segir Freyr, en Little er leikmaður Seattle Reign í Bandaríkjunum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur. Við þökkum Skotunum bara kærlega fyrir þetta,“ segir Freyr Alexandersson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Skotlandi á morgun á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2017. Ísland er nú þegar komið á EM en með sigri eða jafntefli vinnur íslenska liðið riðilinn sem hefur verið markmið stelpnanna frá upphafi. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, hefur unnið að því frá því flautað var til leiksloka gegn Slóvenum á föstudagskvöldið að koma stelpunum niður á jörðina. „Ég upplifi þetta þannig að allir eru klárir. Við áttum fína stund úti á velli með fólkinu þar sem var geggjuð stemning en svo var bara byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ segir Freyr í samtali við Vísi en stelpurnar æfðu í hádeginu á Laugardalsvelli í dag. „Ég held að það segi svolítið mikið. Það var enginn að kvarta yfir því að geta ekki sleppt sér í einhverjum fagnaðarlátum á föstudaginn. Það vissu allir að markmiðinu okkar hefur ekki enn verið náð sem er að vinna riðilinn. Okkur hlakkar mikið til að vinna Skotana og enda riðilinn í toppsætinu. Það rífur okkur áfram.“Sú besta mætir ekki Skotarnir voru með stæla í garð íslenska liðsins þegar þau mættust ytra í vor. Þar talaði skoska liðið sig upp til skýjana en gerði lítið úr okkar stelpum og fengu að launum 4-0 skell. Nú er svo í pottinn búið að besti leikmaður skoska liðsins, Kim Little, mætir ekki til leiks og sama má segja um aðra 100 leikja konu, miðvörðinn Ifeoma Dieke. „Ef við þurftum einhverja hvatningu þá hjálpuðu þær okkur hressilega þarna. Þeir segja að hún sé eitthvað lítillega meidd en við vitum að stefnan er að hún spili deildarleik á sunnudaginn,“ segir Freyr, en Little er leikmaður Seattle Reign í Bandaríkjunum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur. Við þökkum Skotunum bara kærlega fyrir þetta,“ segir Freyr Alexandersson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjá meira
Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00