Eiður Smári: Ísland hefur alltaf átt góða fótboltamenn en nú tekur heimurinn eftir þeim Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 08:00 Eiður Smári Guðjohnsen segir Ísland alltaf hafa átt góða fótboltamenn. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, segir í viðtali við Sportskeeda að Ísland hafi lengi verið með fótboltahefð þrátt fyrir að árangurinn hafi látið á sér standa þar til á síðustu misserum. Karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í sumar þar sem það kom heiminum á óvart með því að leggja England í 16 liða úrslitum og komast alla leið í átta liða úrslitin í frumraun sinni á stóra sviðinu. „Ég tel að Ísland hafi alltaf verið með fótboltahefð,“ segir Eiður Smári í viðtalinu aðspurður hvers vegna fótboltahefðin sé í raun engin hér á landi. Hann er ekki sammála því. Eiður var einnig beðinn um að útskýra hverjir eru helstu styrkleikar íslenskra fótboltamanna. „Það er bara á síðustu árum sem heimurinn hefur tekið eftir frammistöðu okkar og úrslitum en við höfum alltaf verið með leikmenn að spila í bestu deildunum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári kemur inn á fyrir einn af þessum góðu íslensku fótboltamönnum.vísir/gettyFramtíðin óráðin „Nú þegar við erum búnir að spila á EM þekkja fleiri íslensku nöfnin en við höfum alltaf átt góða leikmenn. Okkar helstu styrkleikar eru náttúrulegur líkamsstyrkur og vilji okkar til að leggja okkur alla fram á vellinum. Sá karakter í bland við hæfileika hefur fleytt okkur þangað sem við erum í dag.“ Eiður er orðinn 37 ára gamall en hefur nú nýtt ævintýri með FC Pune í Indlandi en hann er staddur í æfingaferð með liðinu á Spáni. Hann viðurkennir að hann er byrjaður að hugsa um hvað tekur við eftir leikmannaferilinn. „Auðvitað er ég byrjaður að hugsa um það. Ég er bara svo heppinn að geta enn verið að spila. Ég hef enn orku og ég elska að mæta á æfingu á hverjum degi. Á meðan ég get gefið liðinu sem ég spila fyrir eitthvað þá held ég áfram að spila,“ segir Eiður. „Hvað framtíðina varðar þá vil ég eyða meiri tíma með börnunum og fjölskyldunni þegar ég horfi styttra fram í tímann en eftir að ferlinum lýkur verður eitthvað sem tengist fótbolta í kortunum. Ég þarf bara að finna út hvað ég vil gera,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, segir í viðtali við Sportskeeda að Ísland hafi lengi verið með fótboltahefð þrátt fyrir að árangurinn hafi látið á sér standa þar til á síðustu misserum. Karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í sumar þar sem það kom heiminum á óvart með því að leggja England í 16 liða úrslitum og komast alla leið í átta liða úrslitin í frumraun sinni á stóra sviðinu. „Ég tel að Ísland hafi alltaf verið með fótboltahefð,“ segir Eiður Smári í viðtalinu aðspurður hvers vegna fótboltahefðin sé í raun engin hér á landi. Hann er ekki sammála því. Eiður var einnig beðinn um að útskýra hverjir eru helstu styrkleikar íslenskra fótboltamanna. „Það er bara á síðustu árum sem heimurinn hefur tekið eftir frammistöðu okkar og úrslitum en við höfum alltaf verið með leikmenn að spila í bestu deildunum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári kemur inn á fyrir einn af þessum góðu íslensku fótboltamönnum.vísir/gettyFramtíðin óráðin „Nú þegar við erum búnir að spila á EM þekkja fleiri íslensku nöfnin en við höfum alltaf átt góða leikmenn. Okkar helstu styrkleikar eru náttúrulegur líkamsstyrkur og vilji okkar til að leggja okkur alla fram á vellinum. Sá karakter í bland við hæfileika hefur fleytt okkur þangað sem við erum í dag.“ Eiður er orðinn 37 ára gamall en hefur nú nýtt ævintýri með FC Pune í Indlandi en hann er staddur í æfingaferð með liðinu á Spáni. Hann viðurkennir að hann er byrjaður að hugsa um hvað tekur við eftir leikmannaferilinn. „Auðvitað er ég byrjaður að hugsa um það. Ég er bara svo heppinn að geta enn verið að spila. Ég hef enn orku og ég elska að mæta á æfingu á hverjum degi. Á meðan ég get gefið liðinu sem ég spila fyrir eitthvað þá held ég áfram að spila,“ segir Eiður. „Hvað framtíðina varðar þá vil ég eyða meiri tíma með börnunum og fjölskyldunni þegar ég horfi styttra fram í tímann en eftir að ferlinum lýkur verður eitthvað sem tengist fótbolta í kortunum. Ég þarf bara að finna út hvað ég vil gera,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira