13 gef mér, 18 gef mér, sprunginn Bergur Ebbi skrifar 2. september 2016 07:00 Öll kerfi eru þess eðlis að þau hafa takmörk. Flest kerfi eru þó einnig þeim kostum búin að senda frá sér varúðarmerki áður en þau hrynja. Gasblöðrur verða þrútnar og gegnsæjar áður en þær springa. Bílar ryðga áður en þeir hætta að fara í gang. Og svo framvegis. Varúðartilkynningarnar koma samt ekki í veg fyrir að áfram sé blásið í fullar blöðrur. Við getum haldið áfram að spýja út gróðurhúsalofttegundum löngu eftir að jöklarnir bráðna. Við getum haldið áfram þangað til meðalhitinn á jörðinni verður brennslumark húðfitu en þá munu hendur okkar bráðna ofan í stýrin á bílunum, en jafnvel það mun ekki kippa fætinum af bensíngjöfinni. Tölum aðeins meira um kerfi. Við stjórnum þjóðfélögum okkar eftir hugmyndafræði. Hugmyndafræði er hægt að pakka inn í kerfi. Eitt þeirra kerfa er vinstri-hægri kvarðinn í pólitík. Sumir segja að vinstri-hægri kvarðinn í pólitík sé ekki marktækur lengur. Þar hefur allavega reynt á þolmörkin. Ísland varð gjaldþrota vegna ofurræðis banka og einkavæddra fjármálastofnana. Það gerðist þrátt fyrir að jafnaðarmannaflokkur væri við völd bæði við upphaf einkavæðingarferilsins og einnig síðasta hálfa kjörtímabilið áður en efnahagurinn hrundi, sem er einmitt annað kerfi sem hefur sín þolmörk. Sumum þykir þetta ósanngjörn greining, enda voru jafnaðarmenn í báðum tilfellum í stjórn með borgarasinnuðum flokki. En ég árétta að það er ekki mín prívat skoðun að vinstri-hægri kvarðinn hafi verið kominn að þolmörkum sem marktækt kerfi árið 2008. Það er staðreynd. Traustið á kerfinu fór niður fyrir þau mörk sem gerir það marktækt. Vantraustið var svo mikið að Reykvíkingar kusu grínista sem borgarstjóra. Grínistinn skilgreindi sig sem anarkista og ég held að hann hafi ekkert verið að djóka. Anarkismi er annaðhvort yst til hægri eða yst til vinstri á kvarðanum. Það fer bara eftir hvernig maður lítur á það. Það var nauðsynlegt að athuga hvort hefðbundin stjórnmál væru algjörlega merkingarlaus. Kjósendur tóku að sér að prófa að pota í gasblöðruna og sjá hvort allt myndi springa í loft upp. En kerfið sprakk ekki. Kerfið heldur áfram og í dag erum við með hægri flokka og vinstri flokka. Þrátt fyrir að efnahagskerfið hafi sprungið og það sé búið að sanna með raunverulegri tilraun sem 100 þúsund manns tóku þátt í að hægt er að stjórna þjóðfélögum án þess. Samt heldur kerfið áfram þó að varúðarmerkin séu orðin svo hávær að í raun er kerfið eins og Kalli Cayote í teiknimynd, löngu búinn að hlaupa fram af bjargbrúninni en á bara eftir að líta niður. Núna kosta 30 fermetra íbúðir í miðbænum 25 milljónir. Það þarf þokkaleg millistjórnendalaun til að borga af slíkum lánum. Fínt að vita til þess að eitthvað sem var álitleg námsmannakompa fyrir tíu árum sé orðin að draumkenndu takmarki hjóna sem vinna samanlagt 95 klukkustunda vinnuviku. Kannski brúar launaskriðið bilið. Reyndar ekki hjá kennurum, hjúkrunarfræðingum og fleirum sem eru háðir því að fólk í vestispeysum og inniskóm skili þeim hærri launum með samningum við ríkið á nokkra ára fresti. Þar eru kerfi sem ganga ekki í takt. En allar þessar hækkanir pumpa peningum í gegnum bankakerfið sem er að sjálfsögðu orðið hæfilega einkavætt aftur. Nú eru fjármálagjörningar verðmætir og hægt að tala þá upp. Nú er aftur hægt að hækka virði fyrirtækja með einu kvöldverðarboði. Koníaks-bromance getur bætt núlli við millifærslur. Nú er aftur komið svigrúm fyrir bankabónusa. Þeir virka til að stækka einstaka samninga, í agnarsmáu samhengi þeirra sem sýsla með fé, fyrir kerfið í heild eru þeir pest. En samt hefur ekki tekist að loka á bónusa að fullu. Sum fyrirtæki eru undanþegin og ætla sér svo sannarlega að nýta það.Sprungin blaðra En hver er raunverulega hissa á þessum fréttum? Þegar kerfi sem er augljóslega gallað er viðhaldið. Þetta er að gerast þó að allir flokkar séu á móti þessu. Kerfið sem við pökkum pólitískri hugmyndafræði saman í, er hætt að virka. Það er ekki lengur bara ryðgaður bíll, heldur bíll sem fer ekki í gang. Það er gasblaðra sem er sprungin. Við reyndum að kjósa vinstri stjórn. Við reyndum að kjósa anarkista. Við reyndum að kjósa vel meinandi borgaralega sinnaða stjórn. En góðar meiningar skipta engu því það er kerfið sem er komið að þanmörkum. Þetta er ekki búið. Mín spurning er þessi: Hvað eigum við að gera til að koma í veg fyrir þetta? Þurfum við herforingjastjórn? Þurfum við hanskaklædda einræðisherra sem sofa í súrefniskassa á nóttunni? Þurfum við að grafa upp jarðneskar leifar Otto von Bismarck og planta beinagrindinni, innan um járn og blóð, í Stjórnarráðshúsið til að koma upp aga að nýju? Þegar fólk er farið að spyrja sig svona spurninga þá er kominn jarðvegur til að tromma upp fasisma. Ef þetta endar aftur þannig að efnahagskerfið bólgnar upp og springur með einkavæddum gróða en ríkisvæddu (almenningsvæddu) tapi, þá er bara orðið of seint að byrja upp á nýtt. Þá verður það ekki grínisti sem verður kosinn sem borgarstjóri. Því það var, þrátt fyrir allt, bara varúðarmerkið. Þegar kerfið hrynur í alvöru þá verður alvöru stjórnleysi. Ekki fagurfræðilegt stjórnleysi, heldur alvöru stjórnarkreppa og ömurð sem leiðir til popúlísks þrass sem á endanum leiðir til fasistatilburða og ofbeldis. Í nafni Guðs (já, hann er þarna einhvers staðar), ég er ekki að ætlast til þess að neinn sé siðprúður. Það er óskhyggja. Ég er að biðla til fólks, sem út af þessu brenglaða kerfi fellur ekki undir lög fjármálaeftirlitsins, um að vera skynsamt. Þegar maður er með 18 á hendi þá biður maður ekki um annað spil.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Öll kerfi eru þess eðlis að þau hafa takmörk. Flest kerfi eru þó einnig þeim kostum búin að senda frá sér varúðarmerki áður en þau hrynja. Gasblöðrur verða þrútnar og gegnsæjar áður en þær springa. Bílar ryðga áður en þeir hætta að fara í gang. Og svo framvegis. Varúðartilkynningarnar koma samt ekki í veg fyrir að áfram sé blásið í fullar blöðrur. Við getum haldið áfram að spýja út gróðurhúsalofttegundum löngu eftir að jöklarnir bráðna. Við getum haldið áfram þangað til meðalhitinn á jörðinni verður brennslumark húðfitu en þá munu hendur okkar bráðna ofan í stýrin á bílunum, en jafnvel það mun ekki kippa fætinum af bensíngjöfinni. Tölum aðeins meira um kerfi. Við stjórnum þjóðfélögum okkar eftir hugmyndafræði. Hugmyndafræði er hægt að pakka inn í kerfi. Eitt þeirra kerfa er vinstri-hægri kvarðinn í pólitík. Sumir segja að vinstri-hægri kvarðinn í pólitík sé ekki marktækur lengur. Þar hefur allavega reynt á þolmörkin. Ísland varð gjaldþrota vegna ofurræðis banka og einkavæddra fjármálastofnana. Það gerðist þrátt fyrir að jafnaðarmannaflokkur væri við völd bæði við upphaf einkavæðingarferilsins og einnig síðasta hálfa kjörtímabilið áður en efnahagurinn hrundi, sem er einmitt annað kerfi sem hefur sín þolmörk. Sumum þykir þetta ósanngjörn greining, enda voru jafnaðarmenn í báðum tilfellum í stjórn með borgarasinnuðum flokki. En ég árétta að það er ekki mín prívat skoðun að vinstri-hægri kvarðinn hafi verið kominn að þolmörkum sem marktækt kerfi árið 2008. Það er staðreynd. Traustið á kerfinu fór niður fyrir þau mörk sem gerir það marktækt. Vantraustið var svo mikið að Reykvíkingar kusu grínista sem borgarstjóra. Grínistinn skilgreindi sig sem anarkista og ég held að hann hafi ekkert verið að djóka. Anarkismi er annaðhvort yst til hægri eða yst til vinstri á kvarðanum. Það fer bara eftir hvernig maður lítur á það. Það var nauðsynlegt að athuga hvort hefðbundin stjórnmál væru algjörlega merkingarlaus. Kjósendur tóku að sér að prófa að pota í gasblöðruna og sjá hvort allt myndi springa í loft upp. En kerfið sprakk ekki. Kerfið heldur áfram og í dag erum við með hægri flokka og vinstri flokka. Þrátt fyrir að efnahagskerfið hafi sprungið og það sé búið að sanna með raunverulegri tilraun sem 100 þúsund manns tóku þátt í að hægt er að stjórna þjóðfélögum án þess. Samt heldur kerfið áfram þó að varúðarmerkin séu orðin svo hávær að í raun er kerfið eins og Kalli Cayote í teiknimynd, löngu búinn að hlaupa fram af bjargbrúninni en á bara eftir að líta niður. Núna kosta 30 fermetra íbúðir í miðbænum 25 milljónir. Það þarf þokkaleg millistjórnendalaun til að borga af slíkum lánum. Fínt að vita til þess að eitthvað sem var álitleg námsmannakompa fyrir tíu árum sé orðin að draumkenndu takmarki hjóna sem vinna samanlagt 95 klukkustunda vinnuviku. Kannski brúar launaskriðið bilið. Reyndar ekki hjá kennurum, hjúkrunarfræðingum og fleirum sem eru háðir því að fólk í vestispeysum og inniskóm skili þeim hærri launum með samningum við ríkið á nokkra ára fresti. Þar eru kerfi sem ganga ekki í takt. En allar þessar hækkanir pumpa peningum í gegnum bankakerfið sem er að sjálfsögðu orðið hæfilega einkavætt aftur. Nú eru fjármálagjörningar verðmætir og hægt að tala þá upp. Nú er aftur hægt að hækka virði fyrirtækja með einu kvöldverðarboði. Koníaks-bromance getur bætt núlli við millifærslur. Nú er aftur komið svigrúm fyrir bankabónusa. Þeir virka til að stækka einstaka samninga, í agnarsmáu samhengi þeirra sem sýsla með fé, fyrir kerfið í heild eru þeir pest. En samt hefur ekki tekist að loka á bónusa að fullu. Sum fyrirtæki eru undanþegin og ætla sér svo sannarlega að nýta það.Sprungin blaðra En hver er raunverulega hissa á þessum fréttum? Þegar kerfi sem er augljóslega gallað er viðhaldið. Þetta er að gerast þó að allir flokkar séu á móti þessu. Kerfið sem við pökkum pólitískri hugmyndafræði saman í, er hætt að virka. Það er ekki lengur bara ryðgaður bíll, heldur bíll sem fer ekki í gang. Það er gasblaðra sem er sprungin. Við reyndum að kjósa vinstri stjórn. Við reyndum að kjósa anarkista. Við reyndum að kjósa vel meinandi borgaralega sinnaða stjórn. En góðar meiningar skipta engu því það er kerfið sem er komið að þanmörkum. Þetta er ekki búið. Mín spurning er þessi: Hvað eigum við að gera til að koma í veg fyrir þetta? Þurfum við herforingjastjórn? Þurfum við hanskaklædda einræðisherra sem sofa í súrefniskassa á nóttunni? Þurfum við að grafa upp jarðneskar leifar Otto von Bismarck og planta beinagrindinni, innan um járn og blóð, í Stjórnarráðshúsið til að koma upp aga að nýju? Þegar fólk er farið að spyrja sig svona spurninga þá er kominn jarðvegur til að tromma upp fasisma. Ef þetta endar aftur þannig að efnahagskerfið bólgnar upp og springur með einkavæddum gróða en ríkisvæddu (almenningsvæddu) tapi, þá er bara orðið of seint að byrja upp á nýtt. Þá verður það ekki grínisti sem verður kosinn sem borgarstjóri. Því það var, þrátt fyrir allt, bara varúðarmerkið. Þegar kerfið hrynur í alvöru þá verður alvöru stjórnleysi. Ekki fagurfræðilegt stjórnleysi, heldur alvöru stjórnarkreppa og ömurð sem leiðir til popúlísks þrass sem á endanum leiðir til fasistatilburða og ofbeldis. Í nafni Guðs (já, hann er þarna einhvers staðar), ég er ekki að ætlast til þess að neinn sé siðprúður. Það er óskhyggja. Ég er að biðla til fólks, sem út af þessu brenglaða kerfi fellur ekki undir lög fjármálaeftirlitsins, um að vera skynsamt. Þegar maður er með 18 á hendi þá biður maður ekki um annað spil.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun