Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Birta Svavarsdóttir skrifar 1. september 2016 17:09 Telja að hvalveiðar geti haft alvarleg áhrif á hvalaskoðun við Ísland. AFP Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn (IFAW) mun klukkan 14 á morgun afhenda sjávarútvegsráðherra undirskriftir fólks sem lofar að borða ekki hvalkjöt og hvetur stjórnvöld til að stöðva veiðarnar. Yfir hundrað þúsund undirskriftum ferðamanna og Íslendinga hefur nú verið safnað síðan IFAW og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hófu söfnunina árið 2011. Viðstaddir verða sjálfboðaliðar samtakanna, íslenskt tónlistarfólk sem stutt hefur verkefnið á vefsíðunni www.ifaw.is og með tónleikum á Hvalasýningunni á Granda í síðustu viku, auk fulltrúa Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigursteini Mássyni fyrir hönd IFAW nú í dag.Færri ferðamenn smakka hvalkjöt Í samtali við blaðamann Vísis segir Sigursteinn að undirskriftasöfnun hafi verið hrundið af stað árið 2011 vegna þess að skömmu áður kom í ljós að allt að fjörutíu prósent farþega um borð í hvalaskoðunarbátum sögðust hafa smakkað hvalkjöt, þó svo að sama fólk kæmi frá löndum sem væru alfarið á móti hvalveiðum og segðist sjálft vera sama sinnis. Hugmyndin var því að tengja saman það sem fólk segðist standa fyrir og svo hegðun þess og gjörðir. Telur Sigursteinn IFAW hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og segir herferðina hafa verið mjög sýnilega, ef tekið væri tillit til kannanna sem gerðar voru á ferðamönnum á Umferðarmiðstöð BSÍ. Jafnt og þétt hafi svo hlutfall þeirra sem segjast hafa smakkað hvalkjöt á Íslandi lækkað, úr þeim fjörutíu prósentum sem mældust 2009 niður í tólf prósent núna.Misskilningur að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur Samkvæmt heimasíðu samtakanna IFAW segjast 97 prósent Íslendinga borða hvalkjöt sjaldan eða ekki, en byggir sú tala á Gallup könnun frá október síðastliðnum. Voru þá um þrjú prósent sem sögðust neyta hvalkjöts oft eða reglulega, en þar var viðmiðið sex sinnum eða oftar á ári. 82 prósent yfir heildina sögðust aldrei neyta hvalkjöts, og meðal yngri aldurshópa voru heil 90 prósent sem sögðust aldrei borða hvalkjöt. Segir Sigursteinn því mikinn misskilning felast í því að segja að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur sem Íslendingar neyta reglulega.Sigursteinn MássonVísir/GVAVerið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Aðspurður um markmið undirskriftasöfnunarinnar segir Sigursteinn, að „í Faxaflóa þar sem flest dýranna hafa verið veidd á undanförnum árum er staðan orðin mjög alvarleg. Hegðun dýranna ber þess merki að þau eru að halda sig fjær bátunum og eru varari um sig, en hvalir eru forvitin dýr að eðlisfari. Sá forvitniseiginleiki er að mestu leyti horfinn þannig að það er líklegt að þessar veiðar á litlu svæði ár eftir ár séu farnar að segja til sín og hafa mikil áhrif. Mun færri hrefnur sjást nú en áður og þær eru varari um sig sem getur haft mjög alvarleg áhrif á næststærstu afþreyingargrein íslenskrar ferðaþjónustu, sem er hvalaskoðun. Hér er verið að fórna miklu meiri hagsmunum fyrir minni.“ „Með þessu viljum við hvetja stjórnvöld til að grípa inn í þetta ferli og banna veiðarnar inni í Faxaflóanum. Það er það skref sem er algjörlega nauðsynlegt að taka og það nær ekki nokkurri átt að halda áfram eins og verið hefur,“ sagði Sigursteinn að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn (IFAW) mun klukkan 14 á morgun afhenda sjávarútvegsráðherra undirskriftir fólks sem lofar að borða ekki hvalkjöt og hvetur stjórnvöld til að stöðva veiðarnar. Yfir hundrað þúsund undirskriftum ferðamanna og Íslendinga hefur nú verið safnað síðan IFAW og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hófu söfnunina árið 2011. Viðstaddir verða sjálfboðaliðar samtakanna, íslenskt tónlistarfólk sem stutt hefur verkefnið á vefsíðunni www.ifaw.is og með tónleikum á Hvalasýningunni á Granda í síðustu viku, auk fulltrúa Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigursteini Mássyni fyrir hönd IFAW nú í dag.Færri ferðamenn smakka hvalkjöt Í samtali við blaðamann Vísis segir Sigursteinn að undirskriftasöfnun hafi verið hrundið af stað árið 2011 vegna þess að skömmu áður kom í ljós að allt að fjörutíu prósent farþega um borð í hvalaskoðunarbátum sögðust hafa smakkað hvalkjöt, þó svo að sama fólk kæmi frá löndum sem væru alfarið á móti hvalveiðum og segðist sjálft vera sama sinnis. Hugmyndin var því að tengja saman það sem fólk segðist standa fyrir og svo hegðun þess og gjörðir. Telur Sigursteinn IFAW hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og segir herferðina hafa verið mjög sýnilega, ef tekið væri tillit til kannanna sem gerðar voru á ferðamönnum á Umferðarmiðstöð BSÍ. Jafnt og þétt hafi svo hlutfall þeirra sem segjast hafa smakkað hvalkjöt á Íslandi lækkað, úr þeim fjörutíu prósentum sem mældust 2009 niður í tólf prósent núna.Misskilningur að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur Samkvæmt heimasíðu samtakanna IFAW segjast 97 prósent Íslendinga borða hvalkjöt sjaldan eða ekki, en byggir sú tala á Gallup könnun frá október síðastliðnum. Voru þá um þrjú prósent sem sögðust neyta hvalkjöts oft eða reglulega, en þar var viðmiðið sex sinnum eða oftar á ári. 82 prósent yfir heildina sögðust aldrei neyta hvalkjöts, og meðal yngri aldurshópa voru heil 90 prósent sem sögðust aldrei borða hvalkjöt. Segir Sigursteinn því mikinn misskilning felast í því að segja að hvalkjöt sé hefðbundinn íslenskur matur sem Íslendingar neyta reglulega.Sigursteinn MássonVísir/GVAVerið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Aðspurður um markmið undirskriftasöfnunarinnar segir Sigursteinn, að „í Faxaflóa þar sem flest dýranna hafa verið veidd á undanförnum árum er staðan orðin mjög alvarleg. Hegðun dýranna ber þess merki að þau eru að halda sig fjær bátunum og eru varari um sig, en hvalir eru forvitin dýr að eðlisfari. Sá forvitniseiginleiki er að mestu leyti horfinn þannig að það er líklegt að þessar veiðar á litlu svæði ár eftir ár séu farnar að segja til sín og hafa mikil áhrif. Mun færri hrefnur sjást nú en áður og þær eru varari um sig sem getur haft mjög alvarleg áhrif á næststærstu afþreyingargrein íslenskrar ferðaþjónustu, sem er hvalaskoðun. Hér er verið að fórna miklu meiri hagsmunum fyrir minni.“ „Með þessu viljum við hvetja stjórnvöld til að grípa inn í þetta ferli og banna veiðarnar inni í Faxaflóanum. Það er það skref sem er algjörlega nauðsynlegt að taka og það nær ekki nokkurri átt að halda áfram eins og verið hefur,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira