Eyjólfur: Þeir vilja slagsmál en við ætlum að halda okkur við fótboltann Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 08:30 Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Norður-Írlandi í kvöld í Belfast í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Ísland er í öðru sæti síns riðils með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkland en strákarnir okkar eiga leik til góða á Frakkana sem þeir einmitt mæta á þriðjudaginn.Sjá einnig:Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur Norður-Írland er neðst í riðlinum með eitt stig en það stig sótti liðið til Íslands í leik þar sem íslenska liðið fór illa að ráði sínu í Árbænum. „Æfingar eru búnar að ganga vel og undirbúningur í fínasta lagi. Við erum bara spenntir að fara í þennan mikilvæga leik þar sem við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, í viðtali við heimasíðu KSÍ en við hverju býst hann í Belfast? „Mikilli baráttu. Þeir hleypa leiknum mikið upp í baráttu og slagsmál. Við ætlum að reyna að halda okkur við fótboltann og vera fljótir að færa boltann á milli vallarhelminga þannig við náum að brjóta þá á bak aftur.“ Þrátt fyrir að mæta neðsta liðinu vill Eyjólfur ekkert vanmat. Hann vill aftur á móti sigur og að strákarnir geri betur fyrir framan markið en þeir gerðu þegar liðin mættust á Íslandi. „Þeir eru með fínt lið og stóðu sig vel á Íslandi í erfiðum aðstæðum. Það var rok og rigning og var baráttuleikur. Við fengum færi til að klára leikinn en náðum ekki að nýta þau færi. Þá verða leikirnir erfiðir en við verðum að vera klárir að nýta færin núna,“ segir Eyjólfur. „Ég reikna með að þetta verði virkilega erfiður leikur og það verði erfitt að brjóta þá á bak aftur en við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur U21 árs landsliðið mætir Norður-Írlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 á morgun. 1. september 2016 14:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira
Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta mætir Norður-Írlandi í kvöld í Belfast í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Ísland er í öðru sæti síns riðils með tólf stig, tveimur stigum minna en Frakkland en strákarnir okkar eiga leik til góða á Frakkana sem þeir einmitt mæta á þriðjudaginn.Sjá einnig:Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur Norður-Írland er neðst í riðlinum með eitt stig en það stig sótti liðið til Íslands í leik þar sem íslenska liðið fór illa að ráði sínu í Árbænum. „Æfingar eru búnar að ganga vel og undirbúningur í fínasta lagi. Við erum bara spenntir að fara í þennan mikilvæga leik þar sem við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, í viðtali við heimasíðu KSÍ en við hverju býst hann í Belfast? „Mikilli baráttu. Þeir hleypa leiknum mikið upp í baráttu og slagsmál. Við ætlum að reyna að halda okkur við fótboltann og vera fljótir að færa boltann á milli vallarhelminga þannig við náum að brjóta þá á bak aftur.“ Þrátt fyrir að mæta neðsta liðinu vill Eyjólfur ekkert vanmat. Hann vill aftur á móti sigur og að strákarnir geri betur fyrir framan markið en þeir gerðu þegar liðin mættust á Íslandi. „Þeir eru með fínt lið og stóðu sig vel á Íslandi í erfiðum aðstæðum. Það var rok og rigning og var baráttuleikur. Við fengum færi til að klára leikinn en náðum ekki að nýta þau færi. Þá verða leikirnir erfiðir en við verðum að vera klárir að nýta færin núna,“ segir Eyjólfur. „Ég reikna með að þetta verði virkilega erfiður leikur og það verði erfitt að brjóta þá á bak aftur en við ætlum okkur sigur,“ segir Eyjólfur Sverrisson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur U21 árs landsliðið mætir Norður-Írlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 á morgun. 1. september 2016 14:30 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira
Oliver í Belfast: Þetta var slys og gerist ekki aftur U21 árs landsliðið mætir Norður-Írlandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2017 á morgun. 1. september 2016 14:30