Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 10:30 Kári Árnason og félagar héldu Ronaldo í skefjum. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Nú er stefnan sett á að komast á HM í Rússlandi eftir að vera á meðal þjóðanna sem kepptu á EM 2016 í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið sló í gegn á EM og komst afar óvænt í átta liða úrslitin eftir að lenda í öðru sæti síns riðils og leggja England í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum, 2-1. Þrátt fyrir árangurinn í Frakklandi telur Kári Árnason, miðvörður Íslands, að strákarnir okkar eigi mikið inni og geti spilað miklu betur en í Frakklandi.Cristiano Ronaldo var vel pirraður á móti Íslandi.vísir/gettyNiðrandi ummæli „Það er engin spurning. Ég trúi því heilshugar að við erum betri en við sýndum í flestum leikjunum á EM og undankeppnin sýndi það þar sem góð lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland sköpuðu ekki mörg færi á móti okkur. Á sama tíma fundum við alltaf leiðir til að skora og það sýndum við líka á EM,“ segir Kári í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við vörðumst miklu betur sem lið í undankeppninni heldur en í lokakeppninni. Líf varnarlínunnar var auðveldara í undankeppninni en á EM. Leikurinn gegn Austurríki var til dæmis sá erfiðasti sem ég spilað á ævinni. Ef fólk heldur að svona nauðvörn sé það sem Ísland snýst um hefur það rangt fyrir sér. Við eigum mun meira í vopnabúrinu en það,“ segir Kári. Talandi um varnarleikinn. Íslenska liðið varðist af krafti strax í fyrsta leik gegn Portúgal þar sem strákarnir okkar náðu jafntefli gegn liðinu sem á endanum vann mótið. Cristiano Ronaldo, ofurstjarna Portúgals, lét miður falleg ummæli falla um íslenska liðið eftir leik en hann sagði að okkar menn myndu ekki afreka neitt á mótinu. „Það var enn sætara að ná svona langt vegna þess sem hann sagði. Þetta voru kjánaleg ummæli hjá einum besta leikmanni heims. Þetta var óþarfi og niðrandi. Hann hafði líka rangt fyrir sér. Við vorum litla liðið að spila gegn liði sem svo vann mótið og hann átti að skilja það. Þess utan skoruðum við á móti þeim og gátum skorað fleiri. Sú pæling að við vörðumst bara í 90 mínútur er ósönn,“ segir Kári Árnason. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Nú er stefnan sett á að komast á HM í Rússlandi eftir að vera á meðal þjóðanna sem kepptu á EM 2016 í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið sló í gegn á EM og komst afar óvænt í átta liða úrslitin eftir að lenda í öðru sæti síns riðils og leggja England í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum, 2-1. Þrátt fyrir árangurinn í Frakklandi telur Kári Árnason, miðvörður Íslands, að strákarnir okkar eigi mikið inni og geti spilað miklu betur en í Frakklandi.Cristiano Ronaldo var vel pirraður á móti Íslandi.vísir/gettyNiðrandi ummæli „Það er engin spurning. Ég trúi því heilshugar að við erum betri en við sýndum í flestum leikjunum á EM og undankeppnin sýndi það þar sem góð lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland sköpuðu ekki mörg færi á móti okkur. Á sama tíma fundum við alltaf leiðir til að skora og það sýndum við líka á EM,“ segir Kári í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við vörðumst miklu betur sem lið í undankeppninni heldur en í lokakeppninni. Líf varnarlínunnar var auðveldara í undankeppninni en á EM. Leikurinn gegn Austurríki var til dæmis sá erfiðasti sem ég spilað á ævinni. Ef fólk heldur að svona nauðvörn sé það sem Ísland snýst um hefur það rangt fyrir sér. Við eigum mun meira í vopnabúrinu en það,“ segir Kári. Talandi um varnarleikinn. Íslenska liðið varðist af krafti strax í fyrsta leik gegn Portúgal þar sem strákarnir okkar náðu jafntefli gegn liðinu sem á endanum vann mótið. Cristiano Ronaldo, ofurstjarna Portúgals, lét miður falleg ummæli falla um íslenska liðið eftir leik en hann sagði að okkar menn myndu ekki afreka neitt á mótinu. „Það var enn sætara að ná svona langt vegna þess sem hann sagði. Þetta voru kjánaleg ummæli hjá einum besta leikmanni heims. Þetta var óþarfi og niðrandi. Hann hafði líka rangt fyrir sér. Við vorum litla liðið að spila gegn liði sem svo vann mótið og hann átti að skilja það. Þess utan skoruðum við á móti þeim og gátum skorað fleiri. Sú pæling að við vörðumst bara í 90 mínútur er ósönn,“ segir Kári Árnason.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Sjá meira