Chloë Sevigny heiðursgestur RIFF Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. september 2016 08:00 Fyrsta stuttmynd Chloë Sevigny, Kitty, verður sýnd á RIFF. Leikkonan, fyrrverandi fyrirsætan, fatahönnuðurinn og leikstjórinn Chloë Sevigny verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í ár. Fyrsta stuttmynd Sevigny, Kitty, verður sýnd á hátíðinni en myndin var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún öðlaðist töluverða frægð ung að árum og var meðal annars nefnd ein svalasta stelpa í heimi í sjö blaðsíðna grein sem skrifuð var um hana í tímaritið The New Yorker. Hún fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Kids og Boys Don't Cry. Að auki er hún margrómuð fyrir stíl sinn og hefur tekið virkan þátt í og átt frumkvæði að umræðunni um femínisma í kvikmyndagerð og stöðluð kynjahlutverk í Hollywood. Einnig verða leikstjórarnir Darren Aronovsky og Deepa Mehta heiðursgestir á hátíðinni en Aronovsky leikstýrði hinni margverðlaunuðu kvikmynd Black Swan og Mehta er einna þekktust fyrir þríleikinn Fire, Earth og Water. Kitty keppir til verðlauna á hátíðinni í flokki erlendra stuttmynda en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í flokknum. Sevigny verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni. RIFF verður sett í þrettánda sinn þann 29. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá nýlegt viðtal við Sevigny um Kitty.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september. Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00 InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29 Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30 Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikkonan, fyrrverandi fyrirsætan, fatahönnuðurinn og leikstjórinn Chloë Sevigny verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í ár. Fyrsta stuttmynd Sevigny, Kitty, verður sýnd á hátíðinni en myndin var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún öðlaðist töluverða frægð ung að árum og var meðal annars nefnd ein svalasta stelpa í heimi í sjö blaðsíðna grein sem skrifuð var um hana í tímaritið The New Yorker. Hún fór meðal annars með hlutverk í kvikmyndunum Kids og Boys Don't Cry. Að auki er hún margrómuð fyrir stíl sinn og hefur tekið virkan þátt í og átt frumkvæði að umræðunni um femínisma í kvikmyndagerð og stöðluð kynjahlutverk í Hollywood. Einnig verða leikstjórarnir Darren Aronovsky og Deepa Mehta heiðursgestir á hátíðinni en Aronovsky leikstýrði hinni margverðlaunuðu kvikmynd Black Swan og Mehta er einna þekktust fyrir þríleikinn Fire, Earth og Water. Kitty keppir til verðlauna á hátíðinni í flokki erlendra stuttmynda en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt í flokknum. Sevigny verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni. RIFF verður sett í þrettánda sinn þann 29. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá nýlegt viðtal við Sevigny um Kitty.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september.
Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00 InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29 Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30 Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sundáhrifin opnunarmynd RIFF Opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár er myndin Sundáhrifin eftir leikstjórann Sólveigu Anspach. Á meðan á tökum stóð háði Sólveig baráttu við krabbamein og lést hún í ágúst á síðasta ári. Í myndinni 11. ágúst 2016 09:00
InnSæi frumsýnd á RIFF: Hlustaðu á titillagið í flutningi Högna í Hjaltalín Heimildarmyndin InnSæi eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður frumsýnd á Íslandi á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, þann 6. október næstkomandi. 1. september 2016 10:29
Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Hið árlega sundbíó kvikmyndahátíðarinnar RIFF verður ekki af verri endanum í ár. Bíóið fer fram 1. október en þá verða sýndar kvikmyndirnar Greppibarnið og Frankenstein. 25. ágúst 2016 09:30
Fjórtán stuttmyndir frumsýndar Fjórtán íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til þátttöku á RIFF sem hefst þann 29. september. Umfjöllun arefni myndanna er fjölbreytt og er hvort tveggja um að ræða leiknar og heimildarmyndir. 1. september 2016 09:30