Hvað má segja? Helga Vala Helgadóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Ég var einu sinni á tónlistarhátíð í Gröningen í Hollandi. Þetta árið var Ísland sérstakur miðpunktur og streymdu íslenskir tónlistarmenn á hátíðina en einnig ráðherrar, borgarstjóri, Íslandsstofa og fyrirsvarsfólk tónlistarfagfélaga. Öllu var til tjaldað. Haldið partý og erlendum tónlistarspekúlöntum sent boðskort. Boðið upp á harðfisk og öl, snittur og hvítt. Allir léttir. Tónlistarmenn tróðu upp sem og ráðherra tónlistar sem líka var léttur. Hann ræddi meðal annars afar gott gengi Iceland Airwaves hátíðarinnar og hversu mikilvæg slík hátíð er fyrir menningar- og ferðamannalíf á eyjunni svölu. En áður en kom að því að dásama festivalið þá fannst ráðherranum upplagt að brjóta ísinn með því að tala við þessa rúmlega hundrað gesti um hversu hávaxinn stjórnandi hátíðarinnar væri. Meðal annars um að mestu furðu sætti að umræddur stjórnandi væri ekki að spila körfubolta í NBA deildinni í Bandaríkjunum og að hann hefði bara aldrei séð neitt viðlíka. Ræddi hann fram og tilbaka um hversu gott væri að vera svona stór á tónlistarhátíðum. Laglegur ísbrjótur hjá ráðherranum. Nú skal fréttamaður á Ríkisútvarpinu tekinn af lífi fyrir að hafa sagt ráðherra feitan. Það má alls ekki segja að fólk sé feitt. En það má stanslaust segja að fólk sé mjótt og að fólk sé hávaxið. Hvaða tvískinnungur er það? Hver er munurinn, nema þá kannski að fólk getur bara alls ekkert gert í því hvort það er há- eða lágvaxið. Þar getur það bara engu ráðið nema mögulega að brosa kurteislega að öllum bröndurunum um NBA deildina og veðrið þarna uppi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Ég var einu sinni á tónlistarhátíð í Gröningen í Hollandi. Þetta árið var Ísland sérstakur miðpunktur og streymdu íslenskir tónlistarmenn á hátíðina en einnig ráðherrar, borgarstjóri, Íslandsstofa og fyrirsvarsfólk tónlistarfagfélaga. Öllu var til tjaldað. Haldið partý og erlendum tónlistarspekúlöntum sent boðskort. Boðið upp á harðfisk og öl, snittur og hvítt. Allir léttir. Tónlistarmenn tróðu upp sem og ráðherra tónlistar sem líka var léttur. Hann ræddi meðal annars afar gott gengi Iceland Airwaves hátíðarinnar og hversu mikilvæg slík hátíð er fyrir menningar- og ferðamannalíf á eyjunni svölu. En áður en kom að því að dásama festivalið þá fannst ráðherranum upplagt að brjóta ísinn með því að tala við þessa rúmlega hundrað gesti um hversu hávaxinn stjórnandi hátíðarinnar væri. Meðal annars um að mestu furðu sætti að umræddur stjórnandi væri ekki að spila körfubolta í NBA deildinni í Bandaríkjunum og að hann hefði bara aldrei séð neitt viðlíka. Ræddi hann fram og tilbaka um hversu gott væri að vera svona stór á tónlistarhátíðum. Laglegur ísbrjótur hjá ráðherranum. Nú skal fréttamaður á Ríkisútvarpinu tekinn af lífi fyrir að hafa sagt ráðherra feitan. Það má alls ekki segja að fólk sé feitt. En það má stanslaust segja að fólk sé mjótt og að fólk sé hávaxið. Hvaða tvískinnungur er það? Hver er munurinn, nema þá kannski að fólk getur bara alls ekkert gert í því hvort það er há- eða lágvaxið. Þar getur það bara engu ráðið nema mögulega að brosa kurteislega að öllum bröndurunum um NBA deildina og veðrið þarna uppi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun