Einkunnir íslenska liðsins | Kári maður leiksins 5. september 2016 20:40 Kári Árnason í leiknum í Kænugarði í kvöld. Vísir/Getty Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í Kænugarði í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í kvöld. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks en Andriy Yarmalenko jafnaði fyrir Úkraínu menn í fyrri hálfleik. Íslendingar fengu færi til að bæta við mörkum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Úkraínumenn voru öflugri í síðari hálfleik og fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigur en Yevhen Konoplyanka skaut í utanverða stöngina og framhjá úr vítaspyrnu. Vísir lagði mat á frammistöðu íslensku leikmannanna og má lesa það hér fyrir neðan:Markvörður:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Átti í nokkrum vandræðum með skot langt utan af velli þar sem hann sló boltann í tvígang beint út í teiginn. Leiddi til jöfnunarmarks Úkraínu. Bjargaði vel í tvígang í síðari hálfleiknum.Varnarmenn:Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Fékk erfitt verkefni að gæta Konoplyanka en hélt yfirvegun allan leikinn og varðist vel. Ávallt vel staðsettur.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Öryggið uppmálað í vörninni. Gaf tóninn snemma og ákveðinn í öllum sínum aðgerðum. Hefur skilað boltanum betur frá sér fram völlinn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Heldur uppteknum hætti frá EM. Fastur fyrir og las sóknarleik Úkraínumanna vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Átti í basli með stjörnu Úkraínu framan af leik. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Miðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Duglegur líkt og allir leikmenn íslenska liðsins en lítið kom úr sóknaraðgerðum hans.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Lykilmaður á miðjunni, þar sem hann vann ófáa bolta. Var duglegur að vinna til baka og hjálpa íslensku vörninni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hljóp manna mest eins og áður. Vann boltann ítrekað á mikilvægum augnablikum. Tókst ekki að stýra sóknarleiknum nógu vel í síðari hálfleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Lagði upp mark Íslands með sniðugri sendingu, vann vel fyrir liðið en náði lítið að stimpla sig inn í sóknarleik Íslands. Lítið með í síðari hálfleik þegar okkar menn áttu erfitt uppdráttar fram á við.Sóknarmenn:Jón Daði Böðvarsson 7 Duglegur sem fyrr og gerði varnarmönnum Úkraínu lífið leitt. en klaufi að skora ekki úr tveimur færum í sömu sókninni í fyrri hálfleik.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Var frábær í upphafi leiks og gerði vel í markinu sem hann skoraði og lagði upp frábært færi fyrir Jón Daða. Gekk þó illa að láta reyna á markvörð Úkraínu.Varamenn:Hörður Björgvin Magnússon 5 (Kom inn á fyrir Ara Frey á 39. mínútu) Gekk erfiðlega að finna taktinn og skilaði boltanum oft illa af sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Braut af sér þegar Úkraína fékk vítaspyrnu.Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Jóhann á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í Kænugarði í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í kvöld. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks en Andriy Yarmalenko jafnaði fyrir Úkraínu menn í fyrri hálfleik. Íslendingar fengu færi til að bæta við mörkum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Úkraínumenn voru öflugri í síðari hálfleik og fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigur en Yevhen Konoplyanka skaut í utanverða stöngina og framhjá úr vítaspyrnu. Vísir lagði mat á frammistöðu íslensku leikmannanna og má lesa það hér fyrir neðan:Markvörður:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Átti í nokkrum vandræðum með skot langt utan af velli þar sem hann sló boltann í tvígang beint út í teiginn. Leiddi til jöfnunarmarks Úkraínu. Bjargaði vel í tvígang í síðari hálfleiknum.Varnarmenn:Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Fékk erfitt verkefni að gæta Konoplyanka en hélt yfirvegun allan leikinn og varðist vel. Ávallt vel staðsettur.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Öryggið uppmálað í vörninni. Gaf tóninn snemma og ákveðinn í öllum sínum aðgerðum. Hefur skilað boltanum betur frá sér fram völlinn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Heldur uppteknum hætti frá EM. Fastur fyrir og las sóknarleik Úkraínumanna vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Átti í basli með stjörnu Úkraínu framan af leik. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Miðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Duglegur líkt og allir leikmenn íslenska liðsins en lítið kom úr sóknaraðgerðum hans.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Lykilmaður á miðjunni, þar sem hann vann ófáa bolta. Var duglegur að vinna til baka og hjálpa íslensku vörninni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hljóp manna mest eins og áður. Vann boltann ítrekað á mikilvægum augnablikum. Tókst ekki að stýra sóknarleiknum nógu vel í síðari hálfleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Lagði upp mark Íslands með sniðugri sendingu, vann vel fyrir liðið en náði lítið að stimpla sig inn í sóknarleik Íslands. Lítið með í síðari hálfleik þegar okkar menn áttu erfitt uppdráttar fram á við.Sóknarmenn:Jón Daði Böðvarsson 7 Duglegur sem fyrr og gerði varnarmönnum Úkraínu lífið leitt. en klaufi að skora ekki úr tveimur færum í sömu sókninni í fyrri hálfleik.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Var frábær í upphafi leiks og gerði vel í markinu sem hann skoraði og lagði upp frábært færi fyrir Jón Daða. Gekk þó illa að láta reyna á markvörð Úkraínu.Varamenn:Hörður Björgvin Magnússon 5 (Kom inn á fyrir Ara Frey á 39. mínútu) Gekk erfiðlega að finna taktinn og skilaði boltanum oft illa af sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Braut af sér þegar Úkraína fékk vítaspyrnu.Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Jóhann á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00