
„Já, það eru ýmsar kröfur sem við höfum gert grein fyrir sem falla ekki að hugmyndum gagnaðila okkar svo það er hægt að segja að nokkuð beri í milli,“ segir hann.
Þrenn samtök taka þátt í samningaviðræðunum af hálfu launþega en það eru Sjómannasambandið, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Verkalýðsfélag Vestfjarða fyrir hönd sjómanna á því svæði.
Valmundur segir fundinn í dag vera síðasta fund áður en boðað verði til verkfalls sjómanna.
„Við lítum svo á að þetta verði síðasti fundurinn okkar áður en við skoðum til hvaða aðgerða við getum tekið, hverjar svo sem þær verða,“ segir Valmundur.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.